Skattastefna eða skammtímareddingar? Almar Guðmundsson skrifar 29. september 2011 06:00 Nú styttist í birtingu fjárlaga fyrir árið 2012. Tekjuhlið fjárlaga hefur tekið mjög miklum breytingum á síðustu þremur árum. Vissulega lá ljóst fyrir eftir bankahrun að ná þyrfti tökum á ríkisfjármálum og að auka þyrfti tekjuöflun ríkissjóðs samfara því. Á því tel ég að ríki nokkuð góður skilningur meðal einstaklinga og fyrirtækja. En það er ekki sama hvernig það er framkvæmt. Og það er ekki sama hvaða framtíðarsýn (ef einhver) er sett fram samhliða slíkum aðgerðum. Framganga stjórnvalda undanfarin misseri í skattamálum og gjaldtöku er gagnrýniverð. Það skortir alla framtíðarsýn og aðgerðir virðast einna helst miðast við að bjarga tekjum næstu 12 mánaða – stundum með léttvægri röksemdafærslu og nær alltaf er meira flækjustig leiðin sem valin er.Heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu?Í apríl á síðasta ári skipaði fjármálaráðherra starfshóp sem fékk það verkefni „að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu“. Hópurinn átti að skila af sér tillögum fyrir lok árs 2010. Um er að ræða mjög þarft verkefni sem flestir hagsmunaaðilar sýndu mikinn áhuga. Starfshópurinn skilaði áfangaskýrslu í september í fyrra, sem var fyrst og fremst útfærsla á hugmyndum sem komu til framkvæmda í fjárlögum fyrir árið í ár. Undirritaður situr í svokallaðri samráðsnefnd sem vinna á samhliða starfshópnum. Sú nefnd hefur ekki komið saman í eitt ár. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu mun starfshópurinn vera enn að störfum, en það fer lítið fyrir þeirri vinnu út á við og gagnvart samráðsnefndinni. Það er auðvitað með hreinum ólíkindum að þremur árum eftir að forsendur í efnahagslífi og hagstjórn gerbreyttust skulu stjórnvöld enn ekki hafa markað sér framtíðarsýn í skattamálum. Skammtímareddingar munu því enn á ný vera lykilstefið á tekjuhlið fjárlaga fyrir árið 2012.Skattar og hagstjórnarmarkmiðStjórn ríkisfjármála er annar af lykilþáttum í hagstjórn hvers lands, ásamt peningastefnu. Rekstur og afkoma hins opinbera hafa áhrif á hagkerfið og viðgang þess. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Skattar – ásamt vöxtum – eru líklega sá verðmælikvarði í hagkerfinu sem hefur mest áhrif á hegðun fyrirtækja og einstaklinga og því eðlilegt að skoða áhrif þeirra. Þannig hefur gífurleg hækkun tryggingagjalds launa áhrif á atvinnusköpun. Spegilmynd hærri tekna ríkissjóðs, hærri launakostnaður fyrirtækja, dregur úr hvatanum til að ráða fólk í vinnu. Hærra tryggingagjald skilar ríkinu vissulega miklum tekjum – en líka kostnaði í formi hærra atvinnuleysis en ella. Sömu sögu er að segja um hærri fjármagnstekjuskatt, breytingar á skattlagningu arðs og álagningu nýs eignarskatts (betur þekktur undir fegrunarheitinu „auðlegðarskattur“). Samhengi þessara þátta – og reyndar fleiri – gera það ekki sérlega fýsilegt að fjárfesta í atvinnustarfsemi. Það er dýr lexía í hagstjórn á tímum efnahagssamdráttar þegar skattar hvetja hvorki til fjárfestinga né til aukinnar atvinnu. Það bitnar auðvitað mest á ríkissjóði sjálfum, enda vaxa skattstofnar hægt – ef eitthvað – við þessar aðstæður. Á ýmsum sviðum er það svo áhyggjuefni að hækkandi skattar færa ýmsa starfsemi út úr hagkerfinu. Svört vinna, heimabrugg og ýmislegt annað virðist vera að skjóta upp kollinum í ríkari mæli. Það getur ekki verið skynsöm skattastefna að efla neðanjarðarhagkerfið."Computer says no!“Skattar, tollar og gjöld eru að nokkru leyti frumskógur, sem er ekki mjög skiljanlegur almennum neytendum. Sá sem hætti við að kaupa sér brauðrist og keypti sér samlokugrill í staðinn verður að sætta sig við að kaupa grillið með 20% vörugjaldi. Brauðristin er undanþegin vörugjaldi, enda engin ástæða til að rukka fyrir lóðrétta ristun. Kúamjólk ber engin vörugjöld, en af sojamjólk greiðast 16 kr. á hvern lítra. Ipod touch lófatölva, þar sem hægt er að senda tölvupóst og vafra um netið, ber 25% vörugjald enda skilgreind sem „afspilunartæki“ (með ansi mögnuðum „auka“eiginleikum). Í síðasttalda tilvikinu og fleirum er niðurstaðan sú að verslun á viðkomandi vörum færist úr landi, með tilheyrandi (beinum og óbeinum) tekjumissi fyrir ríkissjóð. Hvenær kemur ríkisstjórn eða stjórnmálamenn sem vilja einfalda kerfið, afnema vörugjöld og nota eingöngu virðisaukaskatt? Það kerfi er einfalt og allir skilja það. Það kerfi byggir ekki á ójafnræði milli einstakra vöruflokka og jafnvel milli staðkvæmdarvara. Ríkið yrði vissulega af tekjum á jaðrinum en á móti færist verslun aftur til Íslands. Kannski finnst stjórnmálamönnum allt í lagi að svarið verði áfram eins og hjá félögunum í Little Brittain: „Sorry, computer says no!“.Einfalt kerfi – einföld framtíðarsýnÉg vil gera þá kröfu að skattkerfið sé sem einfaldast og skýrast gagnvart þeim sem mestra hagsmuna hafa að gæta: skattgreiðendum sjálfum. Ofangreint sýnir að það eru fjöldamargar ambögur á skattkerfinu – en á móti er ljóst að ýmsar breytingar eru vissulega vandasamar og fela í sér svör við pólitískum spurningum. Við hljótum samt að vilja að kerfið sé talið sanngjarnt og skiljanlegt. Ef það flækist fyrir okkur að móta framtíðarsýn, þá heldur flækjustig skattkerfisins áfram að aukast. Við töpum öll á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Almar Guðmundsson Mest lesið Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Nú styttist í birtingu fjárlaga fyrir árið 2012. Tekjuhlið fjárlaga hefur tekið mjög miklum breytingum á síðustu þremur árum. Vissulega lá ljóst fyrir eftir bankahrun að ná þyrfti tökum á ríkisfjármálum og að auka þyrfti tekjuöflun ríkissjóðs samfara því. Á því tel ég að ríki nokkuð góður skilningur meðal einstaklinga og fyrirtækja. En það er ekki sama hvernig það er framkvæmt. Og það er ekki sama hvaða framtíðarsýn (ef einhver) er sett fram samhliða slíkum aðgerðum. Framganga stjórnvalda undanfarin misseri í skattamálum og gjaldtöku er gagnrýniverð. Það skortir alla framtíðarsýn og aðgerðir virðast einna helst miðast við að bjarga tekjum næstu 12 mánaða – stundum með léttvægri röksemdafærslu og nær alltaf er meira flækjustig leiðin sem valin er.Heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu?Í apríl á síðasta ári skipaði fjármálaráðherra starfshóp sem fékk það verkefni „að móta og setja fram heildstæðar tillögur um breytingar og umbætur á skattkerfinu“. Hópurinn átti að skila af sér tillögum fyrir lok árs 2010. Um er að ræða mjög þarft verkefni sem flestir hagsmunaaðilar sýndu mikinn áhuga. Starfshópurinn skilaði áfangaskýrslu í september í fyrra, sem var fyrst og fremst útfærsla á hugmyndum sem komu til framkvæmda í fjárlögum fyrir árið í ár. Undirritaður situr í svokallaðri samráðsnefnd sem vinna á samhliða starfshópnum. Sú nefnd hefur ekki komið saman í eitt ár. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu mun starfshópurinn vera enn að störfum, en það fer lítið fyrir þeirri vinnu út á við og gagnvart samráðsnefndinni. Það er auðvitað með hreinum ólíkindum að þremur árum eftir að forsendur í efnahagslífi og hagstjórn gerbreyttust skulu stjórnvöld enn ekki hafa markað sér framtíðarsýn í skattamálum. Skammtímareddingar munu því enn á ný vera lykilstefið á tekjuhlið fjárlaga fyrir árið 2012.Skattar og hagstjórnarmarkmiðStjórn ríkisfjármála er annar af lykilþáttum í hagstjórn hvers lands, ásamt peningastefnu. Rekstur og afkoma hins opinbera hafa áhrif á hagkerfið og viðgang þess. En það er ekki það eina sem skiptir máli. Skattar – ásamt vöxtum – eru líklega sá verðmælikvarði í hagkerfinu sem hefur mest áhrif á hegðun fyrirtækja og einstaklinga og því eðlilegt að skoða áhrif þeirra. Þannig hefur gífurleg hækkun tryggingagjalds launa áhrif á atvinnusköpun. Spegilmynd hærri tekna ríkissjóðs, hærri launakostnaður fyrirtækja, dregur úr hvatanum til að ráða fólk í vinnu. Hærra tryggingagjald skilar ríkinu vissulega miklum tekjum – en líka kostnaði í formi hærra atvinnuleysis en ella. Sömu sögu er að segja um hærri fjármagnstekjuskatt, breytingar á skattlagningu arðs og álagningu nýs eignarskatts (betur þekktur undir fegrunarheitinu „auðlegðarskattur“). Samhengi þessara þátta – og reyndar fleiri – gera það ekki sérlega fýsilegt að fjárfesta í atvinnustarfsemi. Það er dýr lexía í hagstjórn á tímum efnahagssamdráttar þegar skattar hvetja hvorki til fjárfestinga né til aukinnar atvinnu. Það bitnar auðvitað mest á ríkissjóði sjálfum, enda vaxa skattstofnar hægt – ef eitthvað – við þessar aðstæður. Á ýmsum sviðum er það svo áhyggjuefni að hækkandi skattar færa ýmsa starfsemi út úr hagkerfinu. Svört vinna, heimabrugg og ýmislegt annað virðist vera að skjóta upp kollinum í ríkari mæli. Það getur ekki verið skynsöm skattastefna að efla neðanjarðarhagkerfið."Computer says no!“Skattar, tollar og gjöld eru að nokkru leyti frumskógur, sem er ekki mjög skiljanlegur almennum neytendum. Sá sem hætti við að kaupa sér brauðrist og keypti sér samlokugrill í staðinn verður að sætta sig við að kaupa grillið með 20% vörugjaldi. Brauðristin er undanþegin vörugjaldi, enda engin ástæða til að rukka fyrir lóðrétta ristun. Kúamjólk ber engin vörugjöld, en af sojamjólk greiðast 16 kr. á hvern lítra. Ipod touch lófatölva, þar sem hægt er að senda tölvupóst og vafra um netið, ber 25% vörugjald enda skilgreind sem „afspilunartæki“ (með ansi mögnuðum „auka“eiginleikum). Í síðasttalda tilvikinu og fleirum er niðurstaðan sú að verslun á viðkomandi vörum færist úr landi, með tilheyrandi (beinum og óbeinum) tekjumissi fyrir ríkissjóð. Hvenær kemur ríkisstjórn eða stjórnmálamenn sem vilja einfalda kerfið, afnema vörugjöld og nota eingöngu virðisaukaskatt? Það kerfi er einfalt og allir skilja það. Það kerfi byggir ekki á ójafnræði milli einstakra vöruflokka og jafnvel milli staðkvæmdarvara. Ríkið yrði vissulega af tekjum á jaðrinum en á móti færist verslun aftur til Íslands. Kannski finnst stjórnmálamönnum allt í lagi að svarið verði áfram eins og hjá félögunum í Little Brittain: „Sorry, computer says no!“.Einfalt kerfi – einföld framtíðarsýnÉg vil gera þá kröfu að skattkerfið sé sem einfaldast og skýrast gagnvart þeim sem mestra hagsmuna hafa að gæta: skattgreiðendum sjálfum. Ofangreint sýnir að það eru fjöldamargar ambögur á skattkerfinu – en á móti er ljóst að ýmsar breytingar eru vissulega vandasamar og fela í sér svör við pólitískum spurningum. Við hljótum samt að vilja að kerfið sé talið sanngjarnt og skiljanlegt. Ef það flækist fyrir okkur að móta framtíðarsýn, þá heldur flækjustig skattkerfisins áfram að aukast. Við töpum öll á því.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar