Árangur í baráttunni gegn utanvegaakstri Svandís Svavarsdóttir skrifar 16. júní 2011 09:00 Nú er hafið mesta ferðamannasumar Íslandssögunnar, ef marka má spár og þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Tugþúsundum fleiri útlendingar munu sækja landið heim en á síðasta ári og Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei verið duglegri að ferðast um landið sitt. Þetta er ánægjuleg þróun fyrir efnahag og byggðir landsins. Yfirvöld umhverfismála og ferðamála hafa tekið höndum saman við að tryggja uppbyggingu ferðamannastaða og vernd náttúruperlna, svo þær láti ekki á sjá vegna ágangs. Náttúruvernd og ferðaþjónusta og útivist geta og verða að fara saman. Vaxandi umferð um landið fylgir aukin hætta á akstri utan vega með tilheyrandi náttúruspjöllum. Vandinn er meiri en víðast í nágrannaríkjum okkar, ekki síst vegna þess að leiðakerfi í óbyggðum er lítið skipulagt og illa merkt og lagaumhverfið óskýrt. Urmull korta, bæði rafræn og á pappír, gefa misvísandi upplýsingar. Dæmi eru um að torleiði og ljót hjólför séu merkt á korti á svipaðan hátt og greiðfærar og óumdeildar leiðir. Á hverju sumri berast fréttir af utanvegaakstri, oftast kannski vegna vanþekkingar og villuráfs, en stundum að því er virðist af hreinu skeytingarleysi. Aðgerðaáætlun – fyrstu vísbendingarUmhverfisráðuneytið hefur unnið eftir aðgerðaáætlun í því skyni að draga úr utanvegaakstri á síðustu misserum. Merki eru um að sú vinna sé að skila árangri. Tilvikum um utanvegaakstur fækkaði um 15-30% árið 2010 frá fyrra ári skv. tölum frá landvörðum og lögreglustjóraembættum. Að vísu er eftirlit með akstri utan vega ófullkomið og þessar tölur því ekki óyggjandi. Sums staðar virðist þróunin líka vera á verri veg, s.s. á Fjallabaki. Við skulum þó leyfa okkur að gleðjast yfir jákvæðum vísbendingum. Hluti af skýringunni á því er ábyggilega aukin fræðsla og vitund um skaðsemi utanvegaaksturs, en samráðshópur um þau efni hefur starfað um hríð með aðkomu fjölmargra aðila. Þó er ekki gefið að þróunin verði áfram í þessa átt á sama tíma og búist er við enn auknum ferðamannastraumi og umferð. Til að mæta þeirri áskorun er brýnt að koma á heildstæðu kerfi óbyggðavega á Íslandi. Nú er vegakerfi landsins um 13.000 kílómetrar, eins og það er skilgreint í vegalögum, en utan þess er kannski annað eins af vegslóðum, sem hafa óljósa stöðu í lögum og skipulagi. Það er líklega einsdæmi í okkar heimshluta að stór hluti leiðakerfis fyrir vélknúin ökutæki sé því sem næst utan skipulags. Umhverfisráðuneytið hefur unnið að því um skeið með viðkomandi sveitarfélögum og Vegagerðinni að skilgreina leiðir á miðhálendinu. Einnig er unnið að því að skýra lagaumhverfið í tillögum sem fyrir liggja um breytingar á náttúruverndarlögum. Nýir tímar – breytt viðhorfFurðu stutt er síðan öræfi Íslands voru nær ónumið land; yfirskyggðir staðir. Það var ævintýrablær yfir þeim sem hættu sér fyrst þangað á fjórum hjólum og mörkuðu slóða í landið, sem sumir hverjir eru enn notaðir til umferðar. Það væri fráleitt að gagnrýna þessa frumkvöðla út frá sjónarhóli nútíma náttúruverndar, enda voru engar reglur um akstur utan vega í þá daga. Það verður þó líka að viðurkenna að þessi tími er liðinn. Tala þeirra sem sækja óbyggðir Íslands heim kann brátt að hlaupa á hundruðum þúsunda. Skipulagslaus umferð af þeirri stærðargráðu er ógn við viðkvæma náttúru, en er líka áhyggjuefni vegna öryggismála og hagsmuna ferðaþjónustu og útivistar. Ég finn fyrir miklum skilningi og vilja til þess að koma betra skipulagi á leiðakerfi í óbyggðum og vænti þess að stór skref verði stigin í þeim efnum á næstunni. Ég vona að þróunin verði áfram á réttan veg nú í sumar, þannig að áfram dragi úr akstri utan vega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Nú er hafið mesta ferðamannasumar Íslandssögunnar, ef marka má spár og þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Tugþúsundum fleiri útlendingar munu sækja landið heim en á síðasta ári og Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei verið duglegri að ferðast um landið sitt. Þetta er ánægjuleg þróun fyrir efnahag og byggðir landsins. Yfirvöld umhverfismála og ferðamála hafa tekið höndum saman við að tryggja uppbyggingu ferðamannastaða og vernd náttúruperlna, svo þær láti ekki á sjá vegna ágangs. Náttúruvernd og ferðaþjónusta og útivist geta og verða að fara saman. Vaxandi umferð um landið fylgir aukin hætta á akstri utan vega með tilheyrandi náttúruspjöllum. Vandinn er meiri en víðast í nágrannaríkjum okkar, ekki síst vegna þess að leiðakerfi í óbyggðum er lítið skipulagt og illa merkt og lagaumhverfið óskýrt. Urmull korta, bæði rafræn og á pappír, gefa misvísandi upplýsingar. Dæmi eru um að torleiði og ljót hjólför séu merkt á korti á svipaðan hátt og greiðfærar og óumdeildar leiðir. Á hverju sumri berast fréttir af utanvegaakstri, oftast kannski vegna vanþekkingar og villuráfs, en stundum að því er virðist af hreinu skeytingarleysi. Aðgerðaáætlun – fyrstu vísbendingarUmhverfisráðuneytið hefur unnið eftir aðgerðaáætlun í því skyni að draga úr utanvegaakstri á síðustu misserum. Merki eru um að sú vinna sé að skila árangri. Tilvikum um utanvegaakstur fækkaði um 15-30% árið 2010 frá fyrra ári skv. tölum frá landvörðum og lögreglustjóraembættum. Að vísu er eftirlit með akstri utan vega ófullkomið og þessar tölur því ekki óyggjandi. Sums staðar virðist þróunin líka vera á verri veg, s.s. á Fjallabaki. Við skulum þó leyfa okkur að gleðjast yfir jákvæðum vísbendingum. Hluti af skýringunni á því er ábyggilega aukin fræðsla og vitund um skaðsemi utanvegaaksturs, en samráðshópur um þau efni hefur starfað um hríð með aðkomu fjölmargra aðila. Þó er ekki gefið að þróunin verði áfram í þessa átt á sama tíma og búist er við enn auknum ferðamannastraumi og umferð. Til að mæta þeirri áskorun er brýnt að koma á heildstæðu kerfi óbyggðavega á Íslandi. Nú er vegakerfi landsins um 13.000 kílómetrar, eins og það er skilgreint í vegalögum, en utan þess er kannski annað eins af vegslóðum, sem hafa óljósa stöðu í lögum og skipulagi. Það er líklega einsdæmi í okkar heimshluta að stór hluti leiðakerfis fyrir vélknúin ökutæki sé því sem næst utan skipulags. Umhverfisráðuneytið hefur unnið að því um skeið með viðkomandi sveitarfélögum og Vegagerðinni að skilgreina leiðir á miðhálendinu. Einnig er unnið að því að skýra lagaumhverfið í tillögum sem fyrir liggja um breytingar á náttúruverndarlögum. Nýir tímar – breytt viðhorfFurðu stutt er síðan öræfi Íslands voru nær ónumið land; yfirskyggðir staðir. Það var ævintýrablær yfir þeim sem hættu sér fyrst þangað á fjórum hjólum og mörkuðu slóða í landið, sem sumir hverjir eru enn notaðir til umferðar. Það væri fráleitt að gagnrýna þessa frumkvöðla út frá sjónarhóli nútíma náttúruverndar, enda voru engar reglur um akstur utan vega í þá daga. Það verður þó líka að viðurkenna að þessi tími er liðinn. Tala þeirra sem sækja óbyggðir Íslands heim kann brátt að hlaupa á hundruðum þúsunda. Skipulagslaus umferð af þeirri stærðargráðu er ógn við viðkvæma náttúru, en er líka áhyggjuefni vegna öryggismála og hagsmuna ferðaþjónustu og útivistar. Ég finn fyrir miklum skilningi og vilja til þess að koma betra skipulagi á leiðakerfi í óbyggðum og vænti þess að stór skref verði stigin í þeim efnum á næstunni. Ég vona að þróunin verði áfram á réttan veg nú í sumar, þannig að áfram dragi úr akstri utan vega.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun