Árangur í baráttunni gegn utanvegaakstri Svandís Svavarsdóttir skrifar 16. júní 2011 09:00 Nú er hafið mesta ferðamannasumar Íslandssögunnar, ef marka má spár og þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Tugþúsundum fleiri útlendingar munu sækja landið heim en á síðasta ári og Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei verið duglegri að ferðast um landið sitt. Þetta er ánægjuleg þróun fyrir efnahag og byggðir landsins. Yfirvöld umhverfismála og ferðamála hafa tekið höndum saman við að tryggja uppbyggingu ferðamannastaða og vernd náttúruperlna, svo þær láti ekki á sjá vegna ágangs. Náttúruvernd og ferðaþjónusta og útivist geta og verða að fara saman. Vaxandi umferð um landið fylgir aukin hætta á akstri utan vega með tilheyrandi náttúruspjöllum. Vandinn er meiri en víðast í nágrannaríkjum okkar, ekki síst vegna þess að leiðakerfi í óbyggðum er lítið skipulagt og illa merkt og lagaumhverfið óskýrt. Urmull korta, bæði rafræn og á pappír, gefa misvísandi upplýsingar. Dæmi eru um að torleiði og ljót hjólför séu merkt á korti á svipaðan hátt og greiðfærar og óumdeildar leiðir. Á hverju sumri berast fréttir af utanvegaakstri, oftast kannski vegna vanþekkingar og villuráfs, en stundum að því er virðist af hreinu skeytingarleysi. Aðgerðaáætlun – fyrstu vísbendingarUmhverfisráðuneytið hefur unnið eftir aðgerðaáætlun í því skyni að draga úr utanvegaakstri á síðustu misserum. Merki eru um að sú vinna sé að skila árangri. Tilvikum um utanvegaakstur fækkaði um 15-30% árið 2010 frá fyrra ári skv. tölum frá landvörðum og lögreglustjóraembættum. Að vísu er eftirlit með akstri utan vega ófullkomið og þessar tölur því ekki óyggjandi. Sums staðar virðist þróunin líka vera á verri veg, s.s. á Fjallabaki. Við skulum þó leyfa okkur að gleðjast yfir jákvæðum vísbendingum. Hluti af skýringunni á því er ábyggilega aukin fræðsla og vitund um skaðsemi utanvegaaksturs, en samráðshópur um þau efni hefur starfað um hríð með aðkomu fjölmargra aðila. Þó er ekki gefið að þróunin verði áfram í þessa átt á sama tíma og búist er við enn auknum ferðamannastraumi og umferð. Til að mæta þeirri áskorun er brýnt að koma á heildstæðu kerfi óbyggðavega á Íslandi. Nú er vegakerfi landsins um 13.000 kílómetrar, eins og það er skilgreint í vegalögum, en utan þess er kannski annað eins af vegslóðum, sem hafa óljósa stöðu í lögum og skipulagi. Það er líklega einsdæmi í okkar heimshluta að stór hluti leiðakerfis fyrir vélknúin ökutæki sé því sem næst utan skipulags. Umhverfisráðuneytið hefur unnið að því um skeið með viðkomandi sveitarfélögum og Vegagerðinni að skilgreina leiðir á miðhálendinu. Einnig er unnið að því að skýra lagaumhverfið í tillögum sem fyrir liggja um breytingar á náttúruverndarlögum. Nýir tímar – breytt viðhorfFurðu stutt er síðan öræfi Íslands voru nær ónumið land; yfirskyggðir staðir. Það var ævintýrablær yfir þeim sem hættu sér fyrst þangað á fjórum hjólum og mörkuðu slóða í landið, sem sumir hverjir eru enn notaðir til umferðar. Það væri fráleitt að gagnrýna þessa frumkvöðla út frá sjónarhóli nútíma náttúruverndar, enda voru engar reglur um akstur utan vega í þá daga. Það verður þó líka að viðurkenna að þessi tími er liðinn. Tala þeirra sem sækja óbyggðir Íslands heim kann brátt að hlaupa á hundruðum þúsunda. Skipulagslaus umferð af þeirri stærðargráðu er ógn við viðkvæma náttúru, en er líka áhyggjuefni vegna öryggismála og hagsmuna ferðaþjónustu og útivistar. Ég finn fyrir miklum skilningi og vilja til þess að koma betra skipulagi á leiðakerfi í óbyggðum og vænti þess að stór skref verði stigin í þeim efnum á næstunni. Ég vona að þróunin verði áfram á réttan veg nú í sumar, þannig að áfram dragi úr akstri utan vega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Nú er hafið mesta ferðamannasumar Íslandssögunnar, ef marka má spár og þá þróun sem verið hefur það sem af er árinu. Tugþúsundum fleiri útlendingar munu sækja landið heim en á síðasta ári og Íslendingar hafa sjaldan eða aldrei verið duglegri að ferðast um landið sitt. Þetta er ánægjuleg þróun fyrir efnahag og byggðir landsins. Yfirvöld umhverfismála og ferðamála hafa tekið höndum saman við að tryggja uppbyggingu ferðamannastaða og vernd náttúruperlna, svo þær láti ekki á sjá vegna ágangs. Náttúruvernd og ferðaþjónusta og útivist geta og verða að fara saman. Vaxandi umferð um landið fylgir aukin hætta á akstri utan vega með tilheyrandi náttúruspjöllum. Vandinn er meiri en víðast í nágrannaríkjum okkar, ekki síst vegna þess að leiðakerfi í óbyggðum er lítið skipulagt og illa merkt og lagaumhverfið óskýrt. Urmull korta, bæði rafræn og á pappír, gefa misvísandi upplýsingar. Dæmi eru um að torleiði og ljót hjólför séu merkt á korti á svipaðan hátt og greiðfærar og óumdeildar leiðir. Á hverju sumri berast fréttir af utanvegaakstri, oftast kannski vegna vanþekkingar og villuráfs, en stundum að því er virðist af hreinu skeytingarleysi. Aðgerðaáætlun – fyrstu vísbendingarUmhverfisráðuneytið hefur unnið eftir aðgerðaáætlun í því skyni að draga úr utanvegaakstri á síðustu misserum. Merki eru um að sú vinna sé að skila árangri. Tilvikum um utanvegaakstur fækkaði um 15-30% árið 2010 frá fyrra ári skv. tölum frá landvörðum og lögreglustjóraembættum. Að vísu er eftirlit með akstri utan vega ófullkomið og þessar tölur því ekki óyggjandi. Sums staðar virðist þróunin líka vera á verri veg, s.s. á Fjallabaki. Við skulum þó leyfa okkur að gleðjast yfir jákvæðum vísbendingum. Hluti af skýringunni á því er ábyggilega aukin fræðsla og vitund um skaðsemi utanvegaaksturs, en samráðshópur um þau efni hefur starfað um hríð með aðkomu fjölmargra aðila. Þó er ekki gefið að þróunin verði áfram í þessa átt á sama tíma og búist er við enn auknum ferðamannastraumi og umferð. Til að mæta þeirri áskorun er brýnt að koma á heildstæðu kerfi óbyggðavega á Íslandi. Nú er vegakerfi landsins um 13.000 kílómetrar, eins og það er skilgreint í vegalögum, en utan þess er kannski annað eins af vegslóðum, sem hafa óljósa stöðu í lögum og skipulagi. Það er líklega einsdæmi í okkar heimshluta að stór hluti leiðakerfis fyrir vélknúin ökutæki sé því sem næst utan skipulags. Umhverfisráðuneytið hefur unnið að því um skeið með viðkomandi sveitarfélögum og Vegagerðinni að skilgreina leiðir á miðhálendinu. Einnig er unnið að því að skýra lagaumhverfið í tillögum sem fyrir liggja um breytingar á náttúruverndarlögum. Nýir tímar – breytt viðhorfFurðu stutt er síðan öræfi Íslands voru nær ónumið land; yfirskyggðir staðir. Það var ævintýrablær yfir þeim sem hættu sér fyrst þangað á fjórum hjólum og mörkuðu slóða í landið, sem sumir hverjir eru enn notaðir til umferðar. Það væri fráleitt að gagnrýna þessa frumkvöðla út frá sjónarhóli nútíma náttúruverndar, enda voru engar reglur um akstur utan vega í þá daga. Það verður þó líka að viðurkenna að þessi tími er liðinn. Tala þeirra sem sækja óbyggðir Íslands heim kann brátt að hlaupa á hundruðum þúsunda. Skipulagslaus umferð af þeirri stærðargráðu er ógn við viðkvæma náttúru, en er líka áhyggjuefni vegna öryggismála og hagsmuna ferðaþjónustu og útivistar. Ég finn fyrir miklum skilningi og vilja til þess að koma betra skipulagi á leiðakerfi í óbyggðum og vænti þess að stór skref verði stigin í þeim efnum á næstunni. Ég vona að þróunin verði áfram á réttan veg nú í sumar, þannig að áfram dragi úr akstri utan vega.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun