(Ó)verðtryggð lán Már Wolfgang Mixa skrifar 23. maí 2011 07:00 Eftir verðbólguskot í kjölfar Hruns hefur umræðan um að banna eigi verðtryggð lán verið hávær, meðal annars í nýlegri skýrslu Verðtryggingarnefndar. Þetta er undarlegt – verðtryggð lán hafa, þrátt fyrir allt, borið lægri nafnvexti en óverðtryggð lán, enda geta lánveitendur þá síður rukkað lántaka fyrir óvissuálagi sem jafnan fylgir óverðtryggðum lánum. Þetta eru niðurstöður erlendra rannsókna, auk þess sem samanburður á nafnávöxtun almennra skuldabréfalána banka og sparisjóða árin 1995-2010 gefur til kynna að óverðtryggð lán eru lántökum jafnan kostnaðarsamari. Takmörkuð áhrif stýrivaxta eru meðal ókosta verðtryggðra lána. Þetta kom berlega fram í undanfara Hruns þegar stýrivextir hækkuðu sífellt án árangurs því verðbólga hélst lág vegna sterkrar krónu og bankar fóru að lána með lægra raunvaxtaálagi eða veita lán tengd erlendum myntum. Væru lán óverðtryggð myndi greiðslubyrði hækka í takti við vaxtahækkanir og virka eins og hækkun á leiguverði, sem drægi úr þenslu. Auk þess er freistnivandi fylgifiskur verðtryggðra lánveitinga því lántakendur þurfa að glíma við verðbólguskot, ekki lánveitendur. Í stað þess að banna verðtryggð lán ætti að finna gullinn meðalveg í útlánum, þar sem framboð verðtryggðra og óverðtryggðra lána væri til staðar en dregið væri úr ókostum verðtryggðra lána. Einföld leið til að leysa vandann er að setja þak á verðtryggð lán tengt hverju veði. Sé hámarkslán af fasteignamati húsnæðis t.d. 70% en hámarkslánshlutfall fyrir verðtryggð lán einungis 50% þá þurfa þeir sem taka lán umfram 50% að fá óverðtryggt lán sem nemur í það minnsta 20% af fasteignamatinu. Þannig bera stýrivextir meiri árangur, lántökum stendur til boða verðtryggt lán að ákveðnu marki en freistnivandi lánveitanda við útlán minnkar. Framboð á óverðtryggðum og verðtryggðum lánamöguleikum er því til staðar, stýrivextir Seðlabankans virka betur við hagstjórn og vitund fólks á vaxtakostnaði tengdum mismunandi lánum verður betri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Sjá meira
Eftir verðbólguskot í kjölfar Hruns hefur umræðan um að banna eigi verðtryggð lán verið hávær, meðal annars í nýlegri skýrslu Verðtryggingarnefndar. Þetta er undarlegt – verðtryggð lán hafa, þrátt fyrir allt, borið lægri nafnvexti en óverðtryggð lán, enda geta lánveitendur þá síður rukkað lántaka fyrir óvissuálagi sem jafnan fylgir óverðtryggðum lánum. Þetta eru niðurstöður erlendra rannsókna, auk þess sem samanburður á nafnávöxtun almennra skuldabréfalána banka og sparisjóða árin 1995-2010 gefur til kynna að óverðtryggð lán eru lántökum jafnan kostnaðarsamari. Takmörkuð áhrif stýrivaxta eru meðal ókosta verðtryggðra lána. Þetta kom berlega fram í undanfara Hruns þegar stýrivextir hækkuðu sífellt án árangurs því verðbólga hélst lág vegna sterkrar krónu og bankar fóru að lána með lægra raunvaxtaálagi eða veita lán tengd erlendum myntum. Væru lán óverðtryggð myndi greiðslubyrði hækka í takti við vaxtahækkanir og virka eins og hækkun á leiguverði, sem drægi úr þenslu. Auk þess er freistnivandi fylgifiskur verðtryggðra lánveitinga því lántakendur þurfa að glíma við verðbólguskot, ekki lánveitendur. Í stað þess að banna verðtryggð lán ætti að finna gullinn meðalveg í útlánum, þar sem framboð verðtryggðra og óverðtryggðra lána væri til staðar en dregið væri úr ókostum verðtryggðra lána. Einföld leið til að leysa vandann er að setja þak á verðtryggð lán tengt hverju veði. Sé hámarkslán af fasteignamati húsnæðis t.d. 70% en hámarkslánshlutfall fyrir verðtryggð lán einungis 50% þá þurfa þeir sem taka lán umfram 50% að fá óverðtryggt lán sem nemur í það minnsta 20% af fasteignamatinu. Þannig bera stýrivextir meiri árangur, lántökum stendur til boða verðtryggt lán að ákveðnu marki en freistnivandi lánveitanda við útlán minnkar. Framboð á óverðtryggðum og verðtryggðum lánamöguleikum er því til staðar, stýrivextir Seðlabankans virka betur við hagstjórn og vitund fólks á vaxtakostnaði tengdum mismunandi lánum verður betri.
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun