Atvinnuleit er erfið Fjóla Einarsdóttir skrifar 12. apríl 2011 07:30 Þeir sem eru í þeim sporum að vera án vinnu nú á dögum hafa fundið fyrir því hversu atvinnuleitin er flókið og erfitt ferli. Tugir ef ekki hundruðir manna sækja um hvert starf og þá er eins gott að ferilskráin sé vel unnin og lendi í þeim bunka sem boðaður er í viðtal. Heyrst hafa raddir frá þeim sem ekki þekkja vel til að næga vinnu sé að fá, fólk vilji þær bara ekki. Það getur ekki staðist þegar atvinnuleysi er rúm 8%. Þeir sem ekki hafa reynt á eigin skinni að leita sér að mannsæmandi vinnu á þessum undarlegu tímum vita ekki hve erfið atvinnuleitin er og hversu erfitt er að fá hverja höfnunina á fætur annarri. Þeir atvinnuleitendur sem eru um og yfir sextugt hafa margir hverjir aldrei verið í þessum sporum áður. Mikill uppgangur var í þjóðfélaginu þegar þeir fóru ungir út á vinnumarkaðinn og einfalt mál var að ganga inn í fyrirtæki og fá vinnu samdægurs. Vinnu sem borgaði vel. Atvinnuleitendur sem sækja Rauðakrosshúsið í Borgartúni og eru á fyrrgreindum aldri minnast þess tíma með söknuði. Það er ávalt skemmtilegt að hlusta á lýsingarnar, auðvitað var harkið mikið og vinnan erfið og fábrotin en að sjá augu ljóma þegar kemur að árangurslýsingum, óhöppum og hinum ýmsu reddingum sem áttu sér stað – vírar voru slegnir saman til þess að koma vélum í gang svo verkið gæti klárast fyrir myrkur, sjómenn voru fangelsaðir fyrir tungumála misskilning í Lettlandi, lokur voru þéttar með tyggigúmmíi eða því sem hendi var næst til bráðabirgða, ef stigið var á nagla og hann fór í gegn þá var hreinsað með joði og haldið áfram að vinna. Sögurnar eru endalausar. Þær eru lýsandi, áhugaverðar og spennandi. Að vera án vinnu eftir ævilangt hark og strit, með miklum sýnilegum árangri (einstaklingar sem geta bent á heilu hverfin sem þeir áttu þátt í að byggja), er vægast sagt mannskemmandi. Það sem er til ráða og menn eru almennt sammála um er að gefast ekki upp. Horfa fram á við. Halda áfram að leita og sækja um vinnur. Alla föstudaga í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25 er farið í markvissa atvinnuleit, fyrirlesarar víða að koma með innslög um málefni sem skipta atvinnuleitendur máli - farið er sérstaklega vel yfir gerð ferilskrár. Stuðningur og samvera á krepputímum er nauðsynlegur, það er ekki auðvelt að halda áfram þegar "nei-in“ hrannast inn. Að lokum er vert að taka fram að fyrirtæki sem vantar starfsmenn eru sérstaklega velkomin á föstudagsstund atvinnuleitenda í Rauðakrosshúsinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Þeir sem eru í þeim sporum að vera án vinnu nú á dögum hafa fundið fyrir því hversu atvinnuleitin er flókið og erfitt ferli. Tugir ef ekki hundruðir manna sækja um hvert starf og þá er eins gott að ferilskráin sé vel unnin og lendi í þeim bunka sem boðaður er í viðtal. Heyrst hafa raddir frá þeim sem ekki þekkja vel til að næga vinnu sé að fá, fólk vilji þær bara ekki. Það getur ekki staðist þegar atvinnuleysi er rúm 8%. Þeir sem ekki hafa reynt á eigin skinni að leita sér að mannsæmandi vinnu á þessum undarlegu tímum vita ekki hve erfið atvinnuleitin er og hversu erfitt er að fá hverja höfnunina á fætur annarri. Þeir atvinnuleitendur sem eru um og yfir sextugt hafa margir hverjir aldrei verið í þessum sporum áður. Mikill uppgangur var í þjóðfélaginu þegar þeir fóru ungir út á vinnumarkaðinn og einfalt mál var að ganga inn í fyrirtæki og fá vinnu samdægurs. Vinnu sem borgaði vel. Atvinnuleitendur sem sækja Rauðakrosshúsið í Borgartúni og eru á fyrrgreindum aldri minnast þess tíma með söknuði. Það er ávalt skemmtilegt að hlusta á lýsingarnar, auðvitað var harkið mikið og vinnan erfið og fábrotin en að sjá augu ljóma þegar kemur að árangurslýsingum, óhöppum og hinum ýmsu reddingum sem áttu sér stað – vírar voru slegnir saman til þess að koma vélum í gang svo verkið gæti klárast fyrir myrkur, sjómenn voru fangelsaðir fyrir tungumála misskilning í Lettlandi, lokur voru þéttar með tyggigúmmíi eða því sem hendi var næst til bráðabirgða, ef stigið var á nagla og hann fór í gegn þá var hreinsað með joði og haldið áfram að vinna. Sögurnar eru endalausar. Þær eru lýsandi, áhugaverðar og spennandi. Að vera án vinnu eftir ævilangt hark og strit, með miklum sýnilegum árangri (einstaklingar sem geta bent á heilu hverfin sem þeir áttu þátt í að byggja), er vægast sagt mannskemmandi. Það sem er til ráða og menn eru almennt sammála um er að gefast ekki upp. Horfa fram á við. Halda áfram að leita og sækja um vinnur. Alla föstudaga í Rauðakrosshúsinu í Borgartúni 25 er farið í markvissa atvinnuleit, fyrirlesarar víða að koma með innslög um málefni sem skipta atvinnuleitendur máli - farið er sérstaklega vel yfir gerð ferilskrár. Stuðningur og samvera á krepputímum er nauðsynlegur, það er ekki auðvelt að halda áfram þegar "nei-in“ hrannast inn. Að lokum er vert að taka fram að fyrirtæki sem vantar starfsmenn eru sérstaklega velkomin á föstudagsstund atvinnuleitenda í Rauðakrosshúsinu.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar