Fordæmi í jafnréttismálum Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 11. febrúar 2011 06:00 Á þriðjudag féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur í máli félagsmanns BSRB gegn atvinnurekanda sínum varðandi kynferðislega áreitni á vinnustað og viðbrögð atvinnurekanda við kvörtun þar um. Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum. Niðurstaða dómsins var að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða og að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni forspurðri eftir að hún kvartaði. Frá því að kvörtunin var lögð fram hafi starfsumhverfi hennar allt þróast í þá áttina að skerða starfsánægju hennar og væntingar til þess starfs sem hún var í fyrir atburðinn. Atvinnurekanda hafi verið fullkunnugt um vanlíðan konunnar eftir atburðinn en með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hafi verið brotið á henni. Það hafði þau áhrif að konunni var gert ókleift að halda starfi sínu áfram óbreyttu. Þannig hafi atvinnurekandi í raun haldið henni frá starfi þrátt fyrir að enn væri gildur ráðningarsamningur fyrir hendi milli þeirra. Dómurinn felur í sér mikilvægar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur eigi að bregðast við aðstæðum sem þessum. Samkvæmt honum skal grípa til viðeigandi ráðstafana og gæta þess að slík atvik hafi ekki áframhaldandi áhrif á störf og líðan starfsmanns. Aðstæður í þessu máli voru þannig að gerandinn, sem var yfirmaður konunnar, var áminntur og hélt því sinni stöðu en þolandinn var færður til í starfi. Því miður er ekki um einsdæmi að ræða heldur þvert á móti virðist sem einelti og/eða kynferðisleg áreitni bitni að jafnaði á þolanda og oftast þannig að að hann kjósi að láta af störfum. Kominn er tími til að venda kvæði í kross. Með breyttum tíðaranda, aukinni þekkingu og auknum skyldum á herðum atvinnurekenda er kominn tími til að einelti, kynferðisleg áreitni eða annað til þess fallið að valda starfsmönnum vanlíðan á vinnustað, bitni ekki á þolanda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun Skoðun Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Sjá meira
Á þriðjudag féll í Héraðsdómi Reykjaness dómur í máli félagsmanns BSRB gegn atvinnurekanda sínum varðandi kynferðislega áreitni á vinnustað og viðbrögð atvinnurekanda við kvörtun þar um. Dómurinn hefur mikið fordæmisgildi þar sem tekin er afstaða til þess hvort ákveðið athæfi hafi verið kynferðisleg áreitni á vinnustað og hvort atvinnurekandi hafi brugðist við með réttum hætti í kjölfar atviksins samkvæmt skilgreiningum laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Málið hefur þar af leiðandi mikla þýðingu fyrir allt launafólk enda viðurkennd rík ábyrgð atvinnurekanda í slíkum málum. Niðurstaða dómsins var að um kynferðislega áreitni hefði verið að ræða og að starf konunnar hefði ítrekað verið rýrt að henni forspurðri eftir að hún kvartaði. Frá því að kvörtunin var lögð fram hafi starfsumhverfi hennar allt þróast í þá áttina að skerða starfsánægju hennar og væntingar til þess starfs sem hún var í fyrir atburðinn. Atvinnurekanda hafi verið fullkunnugt um vanlíðan konunnar eftir atburðinn en með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi hafi verið brotið á henni. Það hafði þau áhrif að konunni var gert ókleift að halda starfi sínu áfram óbreyttu. Þannig hafi atvinnurekandi í raun haldið henni frá starfi þrátt fyrir að enn væri gildur ráðningarsamningur fyrir hendi milli þeirra. Dómurinn felur í sér mikilvægar leiðbeiningar um hvernig atvinnurekendur eigi að bregðast við aðstæðum sem þessum. Samkvæmt honum skal grípa til viðeigandi ráðstafana og gæta þess að slík atvik hafi ekki áframhaldandi áhrif á störf og líðan starfsmanns. Aðstæður í þessu máli voru þannig að gerandinn, sem var yfirmaður konunnar, var áminntur og hélt því sinni stöðu en þolandinn var færður til í starfi. Því miður er ekki um einsdæmi að ræða heldur þvert á móti virðist sem einelti og/eða kynferðisleg áreitni bitni að jafnaði á þolanda og oftast þannig að að hann kjósi að láta af störfum. Kominn er tími til að venda kvæði í kross. Með breyttum tíðaranda, aukinni þekkingu og auknum skyldum á herðum atvinnurekenda er kominn tími til að einelti, kynferðisleg áreitni eða annað til þess fallið að valda starfsmönnum vanlíðan á vinnustað, bitni ekki á þolanda.
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar