Raunvextir í fjötrum Már Wolfgang Mixa skrifar 22. mars 2011 06:00 Stýrivextir hafa lækkað ört síðustu mánuði og eru þeir nú í sögulegu lágmarki. Þessar fréttir skipta þó meginhluta þjóðarinnar litlu máli, sem skuldar aðallega verðtryggð húsnæðislán. Fastir raunvextir slíkra lána hafa staðið í stað og breytilegir vextir hafa ekki fylgt vaxtaþróun íbúðabréfa undanfarna mánuði. Til dæmis hefur almennt vaxtaálag breytilegra lífeyrissjóðalána LSR verið í kringum 0,5% hærra en meðalávöxtunarkrafa íbúðabréfa. Í dag er sú krafa um 3% og því ættu breytilegir raunvextir LSR að vera í kringum 3,5%. Þeir eru hins vegar 4% í dag og samkvæmt heimasíðu sjóðsins fara þeir ekki neðar. Fyrir fjölskyldu sem skuldar 20 milljónir munar þetta um 100 þúsund krónur í árlegan vaxtakostnað. Hví lækka raunvextir húsnæðislána ekki í takti við markaðsaðstæður? Samkvæmt lögum um ávöxtun lífeyrissjóða skal árleg raunávöxtun þeirra ekki vera minni en 3,5%. Þetta var e.t.v. raunhæft sjónarmið á sínum tíma þegar íslensk skuldabréf báru miklu hærri ávöxtunarkröfu. Í dag eru þessi lög hins vegar úr takti við raunveruleikann, bæði nú og til lengri tíma. Þar sem lífeyrissjóðir eru skyldugir til að ávaxta fjármuni sína samkvæmt þessum lögum þá er ekki hægt að ætlast til þess af þeim að þeir láni sjóðsfélögum sínum í takti við markaðsaðstæður. Þess í stað neyðast þeir til að halda raunvaxtastigi uppi. Lækkun raunvaxta er því í fjötrum lagaákvæða. Því hlýtur það að vera hlutverk löggjafans að breyta þessum lögum hið fyrsta svo að þau séu í takti við aðstæður, t.d. að samræma þau við ávöxtunarkröfur sem ríkja á hverjum tíma, og losi lækkun raunvaxta úr fjötrum. Líklegt er að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækki enn frekar með auknum sveigjanleika í lögum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða. Það myndi draga úr vaxtakostnaði íslenskra heimila sem og fyrirtækja og gera mörg fjárfestingartækifæri að raunhæfari kostum. Afnám hafta á lækkun raunvaxta væri því eins og vítamínsprauta í uppbyggingu íslensks samfélags og atvinnulífs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Stýrivextir hafa lækkað ört síðustu mánuði og eru þeir nú í sögulegu lágmarki. Þessar fréttir skipta þó meginhluta þjóðarinnar litlu máli, sem skuldar aðallega verðtryggð húsnæðislán. Fastir raunvextir slíkra lána hafa staðið í stað og breytilegir vextir hafa ekki fylgt vaxtaþróun íbúðabréfa undanfarna mánuði. Til dæmis hefur almennt vaxtaálag breytilegra lífeyrissjóðalána LSR verið í kringum 0,5% hærra en meðalávöxtunarkrafa íbúðabréfa. Í dag er sú krafa um 3% og því ættu breytilegir raunvextir LSR að vera í kringum 3,5%. Þeir eru hins vegar 4% í dag og samkvæmt heimasíðu sjóðsins fara þeir ekki neðar. Fyrir fjölskyldu sem skuldar 20 milljónir munar þetta um 100 þúsund krónur í árlegan vaxtakostnað. Hví lækka raunvextir húsnæðislána ekki í takti við markaðsaðstæður? Samkvæmt lögum um ávöxtun lífeyrissjóða skal árleg raunávöxtun þeirra ekki vera minni en 3,5%. Þetta var e.t.v. raunhæft sjónarmið á sínum tíma þegar íslensk skuldabréf báru miklu hærri ávöxtunarkröfu. Í dag eru þessi lög hins vegar úr takti við raunveruleikann, bæði nú og til lengri tíma. Þar sem lífeyrissjóðir eru skyldugir til að ávaxta fjármuni sína samkvæmt þessum lögum þá er ekki hægt að ætlast til þess af þeim að þeir láni sjóðsfélögum sínum í takti við markaðsaðstæður. Þess í stað neyðast þeir til að halda raunvaxtastigi uppi. Lækkun raunvaxta er því í fjötrum lagaákvæða. Því hlýtur það að vera hlutverk löggjafans að breyta þessum lögum hið fyrsta svo að þau séu í takti við aðstæður, t.d. að samræma þau við ávöxtunarkröfur sem ríkja á hverjum tíma, og losi lækkun raunvaxta úr fjötrum. Líklegt er að ávöxtunarkrafa íbúðabréfa lækki enn frekar með auknum sveigjanleika í lögum varðandi ávöxtun lífeyrissjóða. Það myndi draga úr vaxtakostnaði íslenskra heimila sem og fyrirtækja og gera mörg fjárfestingartækifæri að raunhæfari kostum. Afnám hafta á lækkun raunvaxta væri því eins og vítamínsprauta í uppbyggingu íslensks samfélags og atvinnulífs.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun