Berum virðingu fyrir stjórnarskránni Inga Lind Karlsdóttir skrifar 25. nóvember 2010 14:55 Annað slagið hefur mér orðið hverft við nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings þegar sumir frambjóðendur láta í ljós að þeir vilji breyta stjórnarskránni okkar stórkostlega, bæta inn í hana hinum og þessum ákvæðum og jafnvel umbylta henni alveg. Hér er um að ræða grundvallarlög þjóðarinnar, þau lög sem eru öðrum lögum æðri og jafnframt rót allrar annarrar lagasetningar. Eðli málsins samkvæmt er því, og á að vera, erfiðara að breyta stjórnarskránni en öðrum lögum. Svona er fyrirkomulagið af því að það skiptir máli að festa sé í grundvallarlögunum, þeim má ekki vera hægt breyta eftir því hvernig vindurinn blæs eða pólitíkin snýst. Þrátt fyrir sögulegt umrót á Íslandi, eigum við að halda áfram að umgangast stjórnarskrána okkar af virðingu. Við megum ekki heldur vanmeta visku og vinnu undangenginna kynslóða og halda að með því að breyta stjórnarskránni, verði allt betra. Ég vil ekki umbylta þessum grundvallarlögum okkar. Þau eru ágæt í marga staði, enda byggð á viðurkenndum grunngildum eins og mannréttindum og reglum um vald æðstu stjórnar. Ýmsu má þó breyta og það er viðurkennd staðreynd enda hefur stjórnarskráin verið í endurskoðun allt frá árinu 1944. Stjórnlagaþingið 2011 ætti að gera það að sínu helstu verkefnum að styrkja stöðu Alþingis, auka vægi minnihlutans og endurskoða hinn allt of langa kafla um forseta lýðveldisins. Fram hafa komið nokkrar tillögur sem lúta að þessu og þeir sem setjast á stjórnlagaþingið ættu að vega þær allar og meta og ræða saman á yfirvegaðan hátt þar til niðurstaða næst sem sátt er um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Lind Karlsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Annað slagið hefur mér orðið hverft við nú í aðdraganda kosninga til stjórnlagaþings þegar sumir frambjóðendur láta í ljós að þeir vilji breyta stjórnarskránni okkar stórkostlega, bæta inn í hana hinum og þessum ákvæðum og jafnvel umbylta henni alveg. Hér er um að ræða grundvallarlög þjóðarinnar, þau lög sem eru öðrum lögum æðri og jafnframt rót allrar annarrar lagasetningar. Eðli málsins samkvæmt er því, og á að vera, erfiðara að breyta stjórnarskránni en öðrum lögum. Svona er fyrirkomulagið af því að það skiptir máli að festa sé í grundvallarlögunum, þeim má ekki vera hægt breyta eftir því hvernig vindurinn blæs eða pólitíkin snýst. Þrátt fyrir sögulegt umrót á Íslandi, eigum við að halda áfram að umgangast stjórnarskrána okkar af virðingu. Við megum ekki heldur vanmeta visku og vinnu undangenginna kynslóða og halda að með því að breyta stjórnarskránni, verði allt betra. Ég vil ekki umbylta þessum grundvallarlögum okkar. Þau eru ágæt í marga staði, enda byggð á viðurkenndum grunngildum eins og mannréttindum og reglum um vald æðstu stjórnar. Ýmsu má þó breyta og það er viðurkennd staðreynd enda hefur stjórnarskráin verið í endurskoðun allt frá árinu 1944. Stjórnlagaþingið 2011 ætti að gera það að sínu helstu verkefnum að styrkja stöðu Alþingis, auka vægi minnihlutans og endurskoða hinn allt of langa kafla um forseta lýðveldisins. Fram hafa komið nokkrar tillögur sem lúta að þessu og þeir sem setjast á stjórnlagaþingið ættu að vega þær allar og meta og ræða saman á yfirvegaðan hátt þar til niðurstaða næst sem sátt er um.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar