Leikskóli heimsækir kirkju Siggeir F. Ævarsson skrifar 20. desember 2010 05:00 Umræðan um tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur er varða samskipti skóla og kirkju er á ótrúlegum villigötum. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart þegar hagsmunaaðilar (les. kirkjunnar menn) reyna markvisst að afvegaleiða umræðuna. Þeir sem láta hvað hæst í sér heyra virðast reyndar fæstir hafa lesið svo mikið sem stafkrók í tillögum. Það sem slær mig þó hvað mest er hversu margir virðast ekki geta séð muninn á trúboði og trúfræðslu. Ég hef nefnilega ekkert á móti því að börn séu frædd um kristinn sið, sem og raunar öll trúarbrögð. Mér þykir líka eðlilegt að í kennslu sé meiri áhersla lögð á fræðslu um kristni heldur en t.d. íslam, enda á kristnin djúpar rætur í menningu okkar. Þessi kennsla á þó ekkert erindi við börn á leikskólaaldri, sem eiga mjög erfitt með að greina ævintýrin í sögubókunum frá raunveruleikanum. Á dögunum fékk ég tækifæri á að upplifa frá fyrstu hendi heimsókn leikskóla í kirkju. Dóttir mín 3 ára, tilkynnti mér það glöð í bragði að hún væri að fara í kirkjuna að syngja með leikskólanum. Ég tók þessum fréttum með jafnaðargeði, enda sé ég ekkert að því að börn komi saman og syngi jólalög. Raunar fagnaði ég því að fá loksins að sjá svona heimsókn með eigin augun, því kirkjan hefur hamrað á því að ekkert trúboð fari fram í þessum heimsóknum, og þær séu allar á forsendum skólanna. Það er hins vegar skemmst frá því að segja að á þessari samkomu fór harla lítil fræðsla fram og hlutleysi var það síðasta sem einkenndi hana. Presturinn byrjaði samkomuna á því að láta börnin teikna kross með fingrunum, og lét þau síðan signa sig, og sagði þeim að þau væru að merkja sig börn guðs. Einnig leiddi presturinn börnin áfram í látbragðsleik sem endaði þannig að þau bönkuðu á lófann á sér. Hver var að banka? Jú það var enginn annar en Jesús kristur, bankandi á hjarta þeirra. Presturinn spurði hvort það væri ekki örugglega pláss fyrir Jesú þar, því hann væri besti vinur þeirra. Svo hélt hún áfram og sagði að það væri rosalega gott að tala við vin sinn og í framhaldinu lét hún öll börnin spenna greipar og þau fóru saman með Faðir Vor. Síðan sagði presturinn börnunum söguna af Jesúbarninu sem hún lauk með þeim orðum að þetta væri merkilegasta saga í heimi. Það er auðvitað alveg satt, þetta er ekkert nema saga. Það hefði presturinn mátt leggja miklu meiri áherslu á. Uppáhalds saga dóttur minnar er Rauðhetta, og hún getur ekki farið að sofa nema að fá að heyra hana fyrst. En hún á mjög bágt með að greina atburði sögunnar frá raunveruleikanum og spyr mig gjarnan áður en hún sofnar hvort það sé ekki örugglega læst, „svo það komi enginn refur inn til okkar." Þriggja ára gamalt barn hefur engar forsendur til að greina á milli þess sem er sannleikur eða skáldskapur. Mig langar í þessu samhengi að rifja upp orð John Locke, sem voru rituð fyrir meira en 300 árum síðan en eiga enn ótrúlega vel við í dag: „Ekkert er algengara en að börn fái inn í hugann fullyrðingar... frá foreldrum sínum, fóstrum eða fólkinu í kringum þau. Og með því að þeim er lætt inn í óviðbúinn og fordómalausan skilning þeirra, og festast þar smátt og smátt, eru þær að lokum (hvort heldur sannar eða ósannar) svo rígnegldar þar af löngum vana og innrætingu að útilokað er að draga þær út aftur" Að þessu sögðu má hverjum manni það ljóst vera að öll orð kirkjunnar á þá leið að ekkert trúboð sé stundað í skólum eru lítið annað en innantóm. Því hvað var þessi heimsókn í kirkjuna annað en trúboð í sinni tærustu birtingarmynd? Hefði ekki verið hægt að sleppa signingunni og bæninni og draga svolítið úr þessu yfirborðskennda og væmna helgisiðafasi? Þá hefði þessi samkoma einfaldlega verið hlýleg og vinaleg stund þar sem börnin komu saman til að syngja og leika saman leikrit. Þess í stað var um ræða einhliða trúaráróður, sem börnin og þeirra ómótuðu hugar, sátu undir grandalaus með öllu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Siggeir F. Ævarsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Sjá meira
Umræðan um tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur er varða samskipti skóla og kirkju er á ótrúlegum villigötum. Það þarf svo sem ekki að koma neinum á óvart þegar hagsmunaaðilar (les. kirkjunnar menn) reyna markvisst að afvegaleiða umræðuna. Þeir sem láta hvað hæst í sér heyra virðast reyndar fæstir hafa lesið svo mikið sem stafkrók í tillögum. Það sem slær mig þó hvað mest er hversu margir virðast ekki geta séð muninn á trúboði og trúfræðslu. Ég hef nefnilega ekkert á móti því að börn séu frædd um kristinn sið, sem og raunar öll trúarbrögð. Mér þykir líka eðlilegt að í kennslu sé meiri áhersla lögð á fræðslu um kristni heldur en t.d. íslam, enda á kristnin djúpar rætur í menningu okkar. Þessi kennsla á þó ekkert erindi við börn á leikskólaaldri, sem eiga mjög erfitt með að greina ævintýrin í sögubókunum frá raunveruleikanum. Á dögunum fékk ég tækifæri á að upplifa frá fyrstu hendi heimsókn leikskóla í kirkju. Dóttir mín 3 ára, tilkynnti mér það glöð í bragði að hún væri að fara í kirkjuna að syngja með leikskólanum. Ég tók þessum fréttum með jafnaðargeði, enda sé ég ekkert að því að börn komi saman og syngi jólalög. Raunar fagnaði ég því að fá loksins að sjá svona heimsókn með eigin augun, því kirkjan hefur hamrað á því að ekkert trúboð fari fram í þessum heimsóknum, og þær séu allar á forsendum skólanna. Það er hins vegar skemmst frá því að segja að á þessari samkomu fór harla lítil fræðsla fram og hlutleysi var það síðasta sem einkenndi hana. Presturinn byrjaði samkomuna á því að láta börnin teikna kross með fingrunum, og lét þau síðan signa sig, og sagði þeim að þau væru að merkja sig börn guðs. Einnig leiddi presturinn börnin áfram í látbragðsleik sem endaði þannig að þau bönkuðu á lófann á sér. Hver var að banka? Jú það var enginn annar en Jesús kristur, bankandi á hjarta þeirra. Presturinn spurði hvort það væri ekki örugglega pláss fyrir Jesú þar, því hann væri besti vinur þeirra. Svo hélt hún áfram og sagði að það væri rosalega gott að tala við vin sinn og í framhaldinu lét hún öll börnin spenna greipar og þau fóru saman með Faðir Vor. Síðan sagði presturinn börnunum söguna af Jesúbarninu sem hún lauk með þeim orðum að þetta væri merkilegasta saga í heimi. Það er auðvitað alveg satt, þetta er ekkert nema saga. Það hefði presturinn mátt leggja miklu meiri áherslu á. Uppáhalds saga dóttur minnar er Rauðhetta, og hún getur ekki farið að sofa nema að fá að heyra hana fyrst. En hún á mjög bágt með að greina atburði sögunnar frá raunveruleikanum og spyr mig gjarnan áður en hún sofnar hvort það sé ekki örugglega læst, „svo það komi enginn refur inn til okkar." Þriggja ára gamalt barn hefur engar forsendur til að greina á milli þess sem er sannleikur eða skáldskapur. Mig langar í þessu samhengi að rifja upp orð John Locke, sem voru rituð fyrir meira en 300 árum síðan en eiga enn ótrúlega vel við í dag: „Ekkert er algengara en að börn fái inn í hugann fullyrðingar... frá foreldrum sínum, fóstrum eða fólkinu í kringum þau. Og með því að þeim er lætt inn í óviðbúinn og fordómalausan skilning þeirra, og festast þar smátt og smátt, eru þær að lokum (hvort heldur sannar eða ósannar) svo rígnegldar þar af löngum vana og innrætingu að útilokað er að draga þær út aftur" Að þessu sögðu má hverjum manni það ljóst vera að öll orð kirkjunnar á þá leið að ekkert trúboð sé stundað í skólum eru lítið annað en innantóm. Því hvað var þessi heimsókn í kirkjuna annað en trúboð í sinni tærustu birtingarmynd? Hefði ekki verið hægt að sleppa signingunni og bæninni og draga svolítið úr þessu yfirborðskennda og væmna helgisiðafasi? Þá hefði þessi samkoma einfaldlega verið hlýleg og vinaleg stund þar sem börnin komu saman til að syngja og leika saman leikrit. Þess í stað var um ræða einhliða trúaráróður, sem börnin og þeirra ómótuðu hugar, sátu undir grandalaus með öllu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun