Þrískipting valdsins 29. september 2010 06:00 Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt. Nú háttar öðru vísi til og þó að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt þá hefur hann ekki afsalað sér því. Ráðherra getur því ekki framkvæmt vald í andstöðu við vilja forsetans enda hefur hann umboðið sitt frá forseta en ekki meirihluta þingsins. Það er að fullu í samræmi við þá höfuðáherslu stjórnarskrárinnar að tryggja þrískiptingu valdsins. Framkvæmd þessarar stefnu hefur breyst frá því Sveinn Björnsson stýrði för og Ásgeir Ásgeirsson á eftir honum en báðir gjörþekktu þeir inntak stjórnarskrárinnar. Sú staðreynd að aðrir forsetar lýðveldisins hafa haft mjög óljósa stefnu og haft sig lítið í frammi hefur orðið þess valdandi að ráðherrar hafa tekið sér meira og meira vald á kostnað annarra valdsviða og þannig grafið undan stjórnskipun landsins. Það hefur meðal annars gerst vegna þess að meirihluti þingsins hverju sinni hefur stutt við þessa þróun ráðherraræðis með hagsmuni stjórnmálaflokkanna í huga. Þannig hefur forseta smám saman verið ýtt út í horn og embættið aðeins látið sjá um að hafa milligöngu um ríkisstjóramyndanir og samskipi við erlenda þjóðhöfðingja. Sé litið til inntaks stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins og þeirrar staðreyndar að Ísland er stjórnarskrárbundið lýðveldi er ljóst að forseti sækir vald sitt til þjóðarinnar, rétt eins og Alþingi fær umboð til að fara með löggjafarvald í almennum þingkosningum. Það skýtur því skökku við að meirihluti þingsins skuli gera kröfu til þess að forseti skipi eingöngu ríkisstjórnir sem njóti náðar meirihluta Alþingis. Með því að forseti er kosinn beinni kosningu af þjóðinni er augljóst að hann hefur heimild til að skipa utanþingsstjórn, kjósi hann það. Slík stjórn yrði síðan að sætta sig við að semja um þau lagafrumvörp sem hún vildi koma í gegnum þingið, líkt og minnihlutastjórnir í Danmörku, Noregi og fleiri löndum hafa gert um langan aldur með góðum árangri. Um alla þessa þætti er fjallað í núverandi stjórnarskrá, það vantar bara að virkja þá á ný. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Sjá meira
Sú meginkrafa þingsins að forseti framselji vald sitt til að skipa ríkisstjórn, eins og margir vilja lesa út úr 13. grein stjórnarskrárinnar, verður að teljast fremur hæpin túlkun þegar betur er að gáð. Sú grein kom með stjórnarskránni 1874 og fól í sér framsal á valdi konungs til umboðsmanns hans hér á landi. Það umboð kom til af því að á 19. öld voru ferðir til landsins stopular og ótryggar. Þar sem konungur sat í Kaupmannahöfn varð hann að láta ráðgjafa sinn á Íslandi framkvæma vald sitt. Nú háttar öðru vísi til og þó að forseti láti ráðherra framkvæma vald sitt þá hefur hann ekki afsalað sér því. Ráðherra getur því ekki framkvæmt vald í andstöðu við vilja forsetans enda hefur hann umboðið sitt frá forseta en ekki meirihluta þingsins. Það er að fullu í samræmi við þá höfuðáherslu stjórnarskrárinnar að tryggja þrískiptingu valdsins. Framkvæmd þessarar stefnu hefur breyst frá því Sveinn Björnsson stýrði för og Ásgeir Ásgeirsson á eftir honum en báðir gjörþekktu þeir inntak stjórnarskrárinnar. Sú staðreynd að aðrir forsetar lýðveldisins hafa haft mjög óljósa stefnu og haft sig lítið í frammi hefur orðið þess valdandi að ráðherrar hafa tekið sér meira og meira vald á kostnað annarra valdsviða og þannig grafið undan stjórnskipun landsins. Það hefur meðal annars gerst vegna þess að meirihluti þingsins hverju sinni hefur stutt við þessa þróun ráðherraræðis með hagsmuni stjórnmálaflokkanna í huga. Þannig hefur forseta smám saman verið ýtt út í horn og embættið aðeins látið sjá um að hafa milligöngu um ríkisstjóramyndanir og samskipi við erlenda þjóðhöfðingja. Sé litið til inntaks stjórnarskrárinnar um þrískiptingu valdsins og þeirrar staðreyndar að Ísland er stjórnarskrárbundið lýðveldi er ljóst að forseti sækir vald sitt til þjóðarinnar, rétt eins og Alþingi fær umboð til að fara með löggjafarvald í almennum þingkosningum. Það skýtur því skökku við að meirihluti þingsins skuli gera kröfu til þess að forseti skipi eingöngu ríkisstjórnir sem njóti náðar meirihluta Alþingis. Með því að forseti er kosinn beinni kosningu af þjóðinni er augljóst að hann hefur heimild til að skipa utanþingsstjórn, kjósi hann það. Slík stjórn yrði síðan að sætta sig við að semja um þau lagafrumvörp sem hún vildi koma í gegnum þingið, líkt og minnihlutastjórnir í Danmörku, Noregi og fleiri löndum hafa gert um langan aldur með góðum árangri. Um alla þessa þætti er fjallað í núverandi stjórnarskrá, það vantar bara að virkja þá á ný.
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar