
Þetta er Framsókn
Trú á stjórnmálin
Ég hafði sjálfur misst trú á stjórnmálum og ákveðið að halda mig fjarri þeim. Ég skil því vel fólk sem hefur efasemdir nú. Við efnahagshrunið varð hins vegar ljóst að stjórnmálin þyrftu að leysa vandann sem stjórnmál höfðu átt þátt í að skapa. Frá því að ég snéri mér að stjórnmálum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að vera reiðubúnir til að fórna frítíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að gera samfélagið betra fyrir aðra. Fólk með brennandi réttlætiskennd og sterka framtíðarsýn.
Grasrótin tekur völdin
Þetta er grasrótin sem stóð fyrir mestu endurnýjun í sögu Íslenskra stjórnmála og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til að sjá að samfélagið hefði farið út af sporinu og róttækar aðgerðir þyrfti til að finna aftur gildin sem samfélag þarf að byggjast á og verið hafa grunngildi flokksins.
Grasrótin krafðist þess að flokkurinn mundi ekki gera það sem væri best fyrir flokkinn á hverjum tíma heldur best fyrir landið og byggja endurreisnina á rökum og fagmennsku sem ekki væri háð sínum flokki eða öðrum.
Samvinna
Í öllum málum hafa framsóknarmenn verið reiðubúnir að vinna að góðum tillögum sama hvaðan þær hafa komið og leitað að hugmyndum og ráðgjöf utan flokks ekki síður en innan. Í landsmálunum vörðum við minnihlutastjórn í þeirri trú að allir væru að vinna að sömu hagsmunum og höfum iðulega lagt áherslu á samstarf ólíkra flokka í þinginu. Í sveitarstjórnamálum hafa menn lýst sig reiðubúna til að taka þátt í að leysa vanda annarra þótt þægilegast hefði verið að sitja á hliðarlínunni. Í Borgarbyggð hefðu framsóknarmenn t.d. getað setið hjá án þess að taka ábyrgð. Þess í stað buðust menn til að leggjast á árarnar og taka þátt í erfiðum ákvörðunum.
Þetta er Framsókn
Þetta er fólkið sem hleypur inn í brennandi hús þegar aðrir hlaupa út, fólkið sem gerir þá kröfu til sjálfs sín og annarra að hagsmunir samfélagsins séu settir ofar flokkshagsmunum, fólkið sem finnst skipta meira máli hvað menn gera en hvað þeir segja, þetta er Framsókn.
Höfundur er formaður Framsóknarflokksins
Skoðun

Þegar Halla Gunnarsdóttir lét Kevin Spacey heyra það
Drífa Snædal skrifar

Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk
Bjarni Már Magnússon skrifar

Ó-frjósemi eða val
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun?
Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar

Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda
Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar

Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna?
Guðmundur Björnsson skrifar

Við kjósum Kolbrúnu!
Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar

Geðheilbrigði snertir okkur öll
Sandra B. Franks skrifar

Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings
Guðmundur Einarsson skrifar

Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis
Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar

Konur láta lífið og karlar fá knús
Guðný S. Bjarnadóttir skrifar

VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters!
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Kosningar í VR
Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar

Kynjajafnrétti er mannanna verk
Stella Samúelsdóttir skrifar

Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd
Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar

Baráttan heldur áfram!
Svandís Svavarsdóttir skrifar

Jafnréttisparadís?
Guðrún Karls Helgudóttir skrifar

Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors
Haraldur Ólafsson skrifar

Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld
Sigvaldi Einarsson skrifar

Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál
Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar

Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd?
Björn B. Björnsson skrifar

Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið?
Magnús Magnússon skrifar

Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels?
Finnur Th. Eiríksson skrifar

10 atriði varðandi símabann í skólum
Skúli Bragi Geirdal skrifar

Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn
Viðar Hreinsson skrifar

Tilveran með ADHD
Sigrún V. Heimisdóttir skrifar

Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu
Inga Hlín Pálsdóttir skrifar