Þetta er Framsókn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 29. maí 2010 22:00 Ef lýðræði á að virka þarf að gera upp á milli flokka. Að undanförnu hefur varla verið talað um stjórnmál öðruvísi en að skella stjórnmálaflokkum saman í einn hóp sem nefndur er fjórflokkurinn eða stjórnmálastéttin. Ef mönnum er alvara með að stjórnmál þurfi að breytast og batna þarf hins vegar að aðgreina fólk og flokka og meta hverjir eru að þróast í rétta átt.Trú á stjórnmálin Ég hafði sjálfur misst trú á stjórnmálum og ákveðið að halda mig fjarri þeim. Ég skil því vel fólk sem hefur efasemdir nú. Við efnahagshrunið varð hins vegar ljóst að stjórnmálin þyrftu að leysa vandann sem stjórnmál höfðu átt þátt í að skapa. Frá því að ég snéri mér að stjórnmálum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að vera reiðubúnir til að fórna frítíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að gera samfélagið betra fyrir aðra. Fólk með brennandi réttlætiskennd og sterka framtíðarsýn.Grasrótin tekur völdin Þetta er grasrótin sem stóð fyrir mestu endurnýjun í sögu Íslenskra stjórnmála og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til að sjá að samfélagið hefði farið út af sporinu og róttækar aðgerðir þyrfti til að finna aftur gildin sem samfélag þarf að byggjast á og verið hafa grunngildi flokksins. Grasrótin krafðist þess að flokkurinn mundi ekki gera það sem væri best fyrir flokkinn á hverjum tíma heldur best fyrir landið og byggja endurreisnina á rökum og fagmennsku sem ekki væri háð sínum flokki eða öðrum.Samvinna Í öllum málum hafa framsóknarmenn verið reiðubúnir að vinna að góðum tillögum sama hvaðan þær hafa komið og leitað að hugmyndum og ráðgjöf utan flokks ekki síður en innan. Í landsmálunum vörðum við minnihlutastjórn í þeirri trú að allir væru að vinna að sömu hagsmunum og höfum iðulega lagt áherslu á samstarf ólíkra flokka í þinginu. Í sveitarstjórnamálum hafa menn lýst sig reiðubúna til að taka þátt í að leysa vanda annarra þótt þægilegast hefði verið að sitja á hliðarlínunni. Í Borgarbyggð hefðu framsóknarmenn t.d. getað setið hjá án þess að taka ábyrgð. Þess í stað buðust menn til að leggjast á árarnar og taka þátt í erfiðum ákvörðunum.Þetta er Framsókn Þetta er fólkið sem hleypur inn í brennandi hús þegar aðrir hlaupa út, fólkið sem gerir þá kröfu til sjálfs sín og annarra að hagsmunir samfélagsins séu settir ofar flokkshagsmunum, fólkið sem finnst skipta meira máli hvað menn gera en hvað þeir segja, þetta er Framsókn. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ef lýðræði á að virka þarf að gera upp á milli flokka. Að undanförnu hefur varla verið talað um stjórnmál öðruvísi en að skella stjórnmálaflokkum saman í einn hóp sem nefndur er fjórflokkurinn eða stjórnmálastéttin. Ef mönnum er alvara með að stjórnmál þurfi að breytast og batna þarf hins vegar að aðgreina fólk og flokka og meta hverjir eru að þróast í rétta átt.Trú á stjórnmálin Ég hafði sjálfur misst trú á stjórnmálum og ákveðið að halda mig fjarri þeim. Ég skil því vel fólk sem hefur efasemdir nú. Við efnahagshrunið varð hins vegar ljóst að stjórnmálin þyrftu að leysa vandann sem stjórnmál höfðu átt þátt í að skapa. Frá því að ég snéri mér að stjórnmálum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að vera reiðubúnir til að fórna frítíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að gera samfélagið betra fyrir aðra. Fólk með brennandi réttlætiskennd og sterka framtíðarsýn.Grasrótin tekur völdin Þetta er grasrótin sem stóð fyrir mestu endurnýjun í sögu Íslenskra stjórnmála og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til að sjá að samfélagið hefði farið út af sporinu og róttækar aðgerðir þyrfti til að finna aftur gildin sem samfélag þarf að byggjast á og verið hafa grunngildi flokksins. Grasrótin krafðist þess að flokkurinn mundi ekki gera það sem væri best fyrir flokkinn á hverjum tíma heldur best fyrir landið og byggja endurreisnina á rökum og fagmennsku sem ekki væri háð sínum flokki eða öðrum.Samvinna Í öllum málum hafa framsóknarmenn verið reiðubúnir að vinna að góðum tillögum sama hvaðan þær hafa komið og leitað að hugmyndum og ráðgjöf utan flokks ekki síður en innan. Í landsmálunum vörðum við minnihlutastjórn í þeirri trú að allir væru að vinna að sömu hagsmunum og höfum iðulega lagt áherslu á samstarf ólíkra flokka í þinginu. Í sveitarstjórnamálum hafa menn lýst sig reiðubúna til að taka þátt í að leysa vanda annarra þótt þægilegast hefði verið að sitja á hliðarlínunni. Í Borgarbyggð hefðu framsóknarmenn t.d. getað setið hjá án þess að taka ábyrgð. Þess í stað buðust menn til að leggjast á árarnar og taka þátt í erfiðum ákvörðunum.Þetta er Framsókn Þetta er fólkið sem hleypur inn í brennandi hús þegar aðrir hlaupa út, fólkið sem gerir þá kröfu til sjálfs sín og annarra að hagsmunir samfélagsins séu settir ofar flokkshagsmunum, fólkið sem finnst skipta meira máli hvað menn gera en hvað þeir segja, þetta er Framsókn. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar