Kálsopi Líf Magneudóttir skrifar 17. júní 2010 06:00 Það er orðið hálfgert tískufyrirbæri íslenskra stjórnmálamanna að boða sparnað með sameiningu ríkisstofnana. Vissulega er það ágætis leið þegar það er mögulegt að ná niður kostnaði með sameiningunum. En vel skal vanda það sem lengi skal standa segir máltækið og vísast er þörf á því að skipulag opinberra stofnana sé eins og best verður á kosið. Í því felst auðvitað að þjónustan sé góð og aðgengileg fyrir borgarana á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir alla sóun og bruðl. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leiddi aldeilis í ljós brotalamir á íslenskri stjórnsýslu og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sleifarlag fái að viðgangast í ríkiskerfinu, sem og annars staðar. Hins vegar eru til mýmörg dæmi um að sameiningar hafi orðið til trafala bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Fyrir því eru margar ástæður. Í sumum tilvikum flækist stjórnkerfið um of og boðleiðir verða flóknar sem gerir vinnuna erfiðari. Í öðrum tilvikum passar kúltúrinn einfaldlega ekki saman. Að ná fram hagræðingu úr sameiningum stofnana eða fyrirtækja getur tekið talsverðan tíma, jafnvel mörg ár, og þarfnast alltaf nokkurrar yfirlegu. Sjálfsagt er það þess vegna sem mörgum brá í brún þegar nýr meirihluti í Reykjavík tilkynnti um stórfelldar breytingar á nefndaskipulagi Reykjavíkurborgar. Hagræðingin tók ekki nema fimmtán daga. Vitaskuld er enginn á móti hagræðingu og aðhaldi og ætla ég síst af öllum að setja mig upp á móti því að reynt sé að spara á þessum síðustu og verstu tímum. Ég verð að treysta því að um sé að ræða úthugsaðar tillögur og að allar ákvarðanir hafi verið teknar af mikilli yfirvegun og skynsemi. Hins vegar má ætla að nýr meirihluti hafi verið að flýta sér dálítið þegar í ljós kom við skipun formanns stjórnar Strætó bs. að fulltrúi Besta flokksins uppfyllti ekki starfsgengisskilyrðin. Hefur einhverjum líklega láðst að fletta upp lögum og reglum í því tilviki. En þar gildir vonandi hið fornkveðna: Fall er faraheill! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Skoðanir Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Um vændi Drífa Snædal Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er orðið hálfgert tískufyrirbæri íslenskra stjórnmálamanna að boða sparnað með sameiningu ríkisstofnana. Vissulega er það ágætis leið þegar það er mögulegt að ná niður kostnaði með sameiningunum. En vel skal vanda það sem lengi skal standa segir máltækið og vísast er þörf á því að skipulag opinberra stofnana sé eins og best verður á kosið. Í því felst auðvitað að þjónustan sé góð og aðgengileg fyrir borgarana á sama tíma og reynt er að koma í veg fyrir alla sóun og bruðl. Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis leiddi aldeilis í ljós brotalamir á íslenskri stjórnsýslu og er nauðsynlegt að koma í veg fyrir að sleifarlag fái að viðgangast í ríkiskerfinu, sem og annars staðar. Hins vegar eru til mýmörg dæmi um að sameiningar hafi orðið til trafala bæði í einkageiranum og hinum opinbera. Fyrir því eru margar ástæður. Í sumum tilvikum flækist stjórnkerfið um of og boðleiðir verða flóknar sem gerir vinnuna erfiðari. Í öðrum tilvikum passar kúltúrinn einfaldlega ekki saman. Að ná fram hagræðingu úr sameiningum stofnana eða fyrirtækja getur tekið talsverðan tíma, jafnvel mörg ár, og þarfnast alltaf nokkurrar yfirlegu. Sjálfsagt er það þess vegna sem mörgum brá í brún þegar nýr meirihluti í Reykjavík tilkynnti um stórfelldar breytingar á nefndaskipulagi Reykjavíkurborgar. Hagræðingin tók ekki nema fimmtán daga. Vitaskuld er enginn á móti hagræðingu og aðhaldi og ætla ég síst af öllum að setja mig upp á móti því að reynt sé að spara á þessum síðustu og verstu tímum. Ég verð að treysta því að um sé að ræða úthugsaðar tillögur og að allar ákvarðanir hafi verið teknar af mikilli yfirvegun og skynsemi. Hins vegar má ætla að nýr meirihluti hafi verið að flýta sér dálítið þegar í ljós kom við skipun formanns stjórnar Strætó bs. að fulltrúi Besta flokksins uppfyllti ekki starfsgengisskilyrðin. Hefur einhverjum líklega láðst að fletta upp lögum og reglum í því tilviki. En þar gildir vonandi hið fornkveðna: Fall er faraheill!
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun