Öruggari og skemmtilegri miðborg 12. janúar 2010 06:00 Sóley Tómasdóttir skrifar um borgarmál Miðborg Reykjavíkur hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara verslun og þjónustu. Líflegur Austurvöllur og endurnar á tjörninni, höfnin, Hljómskálagarðurinn og Bakarabrekkan hafa aðdráttarafl með tilveru sinni einni saman. Þessir staðir eru þó mest sóttir að sumarlagi og því oft helst til dauflegt um að litast í miðborginni á köldum vetrardögum. Þessu má auðveldlega breyta. Útivist og hreyfing að vetrarlagi þarf ekki að kalla á ferðalög til fjalla eða heiða. Arnarhóll er ein besta fjölskyldusleðabrekka á landinu, á tjörninni geta verið frábærar aðstæður til skautaiðkunar og Hljómskálagarðurinn er ekki síður fallegur á vetrum. Miðborgin á að geta verið lífleg og skemmtileg allan ársins hring. Allt fram að lokum seinni heimstyrjaldar voru tilkynningar frá lögreglustjóra um sleðaferðir barna algengar í dagblöðum. Öll umferð bifreiða var þá bönnuð á ákveðnum götum og börnin gátu frjáls og áhyggjulaus stundað þessa vinsælu iðju. Sambærilegar tilraunir voru gerðar á sjötta áratugnum, en siðurinn er með öllu aflagður í dag. Hvers vegna er ekki vitað - en ólíklegt verður að teljast að það hafi verið vegna áhugaskorts meðal barna. Á undanförnum misserum hafa borgaryfirvöld aftur tekið upp á því að loka götum fyrir bílum. Pósthússtræti hefur nú verið lokað með reglulegu millibili að sumarlagi við góðar undirtektir og tilraunir með lokun Laugavegarins sl. haust gengu framar vonum. Í dag munu Vinstri græn leggja fram tillögu í umhverfisráði Reykjavíkur um lokun Lækjargötu frá Hverfisgötu að Geirsgötu þegar aðstæður eru til sleðaferða á Arnarhóli. Lokunin yrði þannig hluti af grænum skrefum borgarinnar og yrði án efa til þess að skapa fjölbreyttara líf í miðborginni, fjölga útivistarmöguleikum barna og fjölskyldna og hvetja fólk til útivistar og hreyfingar yfir vetrartímann. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sóley Tómasdóttir Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Sóley Tómasdóttir skrifar um borgarmál Miðborg Reykjavíkur hefur upp á svo miklu meira að bjóða en bara verslun og þjónustu. Líflegur Austurvöllur og endurnar á tjörninni, höfnin, Hljómskálagarðurinn og Bakarabrekkan hafa aðdráttarafl með tilveru sinni einni saman. Þessir staðir eru þó mest sóttir að sumarlagi og því oft helst til dauflegt um að litast í miðborginni á köldum vetrardögum. Þessu má auðveldlega breyta. Útivist og hreyfing að vetrarlagi þarf ekki að kalla á ferðalög til fjalla eða heiða. Arnarhóll er ein besta fjölskyldusleðabrekka á landinu, á tjörninni geta verið frábærar aðstæður til skautaiðkunar og Hljómskálagarðurinn er ekki síður fallegur á vetrum. Miðborgin á að geta verið lífleg og skemmtileg allan ársins hring. Allt fram að lokum seinni heimstyrjaldar voru tilkynningar frá lögreglustjóra um sleðaferðir barna algengar í dagblöðum. Öll umferð bifreiða var þá bönnuð á ákveðnum götum og börnin gátu frjáls og áhyggjulaus stundað þessa vinsælu iðju. Sambærilegar tilraunir voru gerðar á sjötta áratugnum, en siðurinn er með öllu aflagður í dag. Hvers vegna er ekki vitað - en ólíklegt verður að teljast að það hafi verið vegna áhugaskorts meðal barna. Á undanförnum misserum hafa borgaryfirvöld aftur tekið upp á því að loka götum fyrir bílum. Pósthússtræti hefur nú verið lokað með reglulegu millibili að sumarlagi við góðar undirtektir og tilraunir með lokun Laugavegarins sl. haust gengu framar vonum. Í dag munu Vinstri græn leggja fram tillögu í umhverfisráði Reykjavíkur um lokun Lækjargötu frá Hverfisgötu að Geirsgötu þegar aðstæður eru til sleðaferða á Arnarhóli. Lokunin yrði þannig hluti af grænum skrefum borgarinnar og yrði án efa til þess að skapa fjölbreyttara líf í miðborginni, fjölga útivistarmöguleikum barna og fjölskyldna og hvetja fólk til útivistar og hreyfingar yfir vetrartímann. Höfundur er borgarfulltrúi Vinstri grænna.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun