Sýndarmennska um sáttanefnd? Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 3. nóvember 2010 06:00 Það sem Íslendingar þurfa er sterkara atvinnulíf. Óvissa og óljós framtíð í helstu atvinnugreinum landsins er óþolandi. Það er alið á tortryggni og andúð á ákveðnum stéttum fólks. Niðurstaðan er kyrrstaða í íslensku atvinnulífi. Atvinnulífið í landinu líður fyrir sundrungu í ríkisstjórninni. Ég vil ekki vera neikvæð, neikvæðni er vont veganesti. En atvinnulífið þolir ekki lengri stöðnun. Sjávarútvegurinn hefur of lengi verið bitbein í samfélaginu. Flestir gera sér fullvel grein fyrir mikilvægi og nauðsyn þess að ná sátt til langframa um þessa atvinnugrein. Niðurstaða meirihluta svonefndrar sáttanefndar um sjávarútvegsmál á dögunum liggur fyrir. Mælt var með samningaleiðinni og að byggja skuli á ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfi; kerfi sem hefur aukið verðmæti íslenskra sjávarafurða og leitt til þess að íslenskur sjávarútvegur, er fyrirmynd annarra landa. En hvað gerir ríkisstjórnin? Í stað þess að grípa augljóst tækifæri og fara að tillögum sáttanefndarinnar, dregur ríkisstjórnin enn lappirnar. Hvers vegna? Var kannski niðurstaðan henni ekki að skapi? Var sáttanefndin bara sýndarmennska? Óvissan hefur gert það að verkum, að næstum engin fjárfesting eða framkvæmdir eru innan atvinnugreinarinnar. Allir halda að sér höndum, sem hefur í för með sér minni atvinnu, meðal annars fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem veita greininni þjónustu. Þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett á laggirnar var það umdeilt og erfitt fyrir margra hluta sakir. Menn greindi á um aðferðir við að skipta takmarkaðri auðlind. Þeir sem lengi höfðu stundað útgerð gátu ekki lengur fiskað að vild. Það kallaði á mikla og sársaukafulla hagræðingu innan greinarinnar sem margir virðast hafa gleymt. Það kann að vera að hægt sé að gagnrýna hvernig þáverandi stjórnvöld stóðu að breytingunum, en þær voru nauðsynlegar. Fiskistofnarnir voru á niðurleið, sumir segja að hruni komnir. Það þurfti að taka ákvörðun um framtíð fiskveiða. Það varð að takmarka veiðarnar. Það var gert þrátt fyrir pólitískar óvinsældir. Þá höfðu menn í huga að tryggja viðgang, verndun og hagkvæma nýtingu fiskistofnanna. Málið er ekkert flóknara nú. Mikilvægast er fyrir heimilin og samfélagið allt að koma atvinnulífinu af stað aftur. Hvað sjávarútveginn varðar er málið einfalt. Tillögurnar liggja fyrir. Það þarf ákvarðanir. Það þarf ríkisstjórn, sem þorir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Sjá meira
Það sem Íslendingar þurfa er sterkara atvinnulíf. Óvissa og óljós framtíð í helstu atvinnugreinum landsins er óþolandi. Það er alið á tortryggni og andúð á ákveðnum stéttum fólks. Niðurstaðan er kyrrstaða í íslensku atvinnulífi. Atvinnulífið í landinu líður fyrir sundrungu í ríkisstjórninni. Ég vil ekki vera neikvæð, neikvæðni er vont veganesti. En atvinnulífið þolir ekki lengri stöðnun. Sjávarútvegurinn hefur of lengi verið bitbein í samfélaginu. Flestir gera sér fullvel grein fyrir mikilvægi og nauðsyn þess að ná sátt til langframa um þessa atvinnugrein. Niðurstaða meirihluta svonefndrar sáttanefndar um sjávarútvegsmál á dögunum liggur fyrir. Mælt var með samningaleiðinni og að byggja skuli á ríkjandi fiskveiðistjórnunarkerfi; kerfi sem hefur aukið verðmæti íslenskra sjávarafurða og leitt til þess að íslenskur sjávarútvegur, er fyrirmynd annarra landa. En hvað gerir ríkisstjórnin? Í stað þess að grípa augljóst tækifæri og fara að tillögum sáttanefndarinnar, dregur ríkisstjórnin enn lappirnar. Hvers vegna? Var kannski niðurstaðan henni ekki að skapi? Var sáttanefndin bara sýndarmennska? Óvissan hefur gert það að verkum, að næstum engin fjárfesting eða framkvæmdir eru innan atvinnugreinarinnar. Allir halda að sér höndum, sem hefur í för með sér minni atvinnu, meðal annars fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki sem veita greininni þjónustu. Þegar núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi var sett á laggirnar var það umdeilt og erfitt fyrir margra hluta sakir. Menn greindi á um aðferðir við að skipta takmarkaðri auðlind. Þeir sem lengi höfðu stundað útgerð gátu ekki lengur fiskað að vild. Það kallaði á mikla og sársaukafulla hagræðingu innan greinarinnar sem margir virðast hafa gleymt. Það kann að vera að hægt sé að gagnrýna hvernig þáverandi stjórnvöld stóðu að breytingunum, en þær voru nauðsynlegar. Fiskistofnarnir voru á niðurleið, sumir segja að hruni komnir. Það þurfti að taka ákvörðun um framtíð fiskveiða. Það varð að takmarka veiðarnar. Það var gert þrátt fyrir pólitískar óvinsældir. Þá höfðu menn í huga að tryggja viðgang, verndun og hagkvæma nýtingu fiskistofnanna. Málið er ekkert flóknara nú. Mikilvægast er fyrir heimilin og samfélagið allt að koma atvinnulífinu af stað aftur. Hvað sjávarútveginn varðar er málið einfalt. Tillögurnar liggja fyrir. Það þarf ákvarðanir. Það þarf ríkisstjórn, sem þorir.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun