Mun eyða krónu Pawel Bartoszek skrifar 25. nóvember 2010 09:52 Ég hef eytt í kosningabaráttu mína. Flestir frambjóðendur koma til með að eyða í kosningabaráttuna, hafi þeir á annað borð áhuga á að ná kjöri. Menn munu auðvitað eyða tíma, kröftum sínum og vina sinna og svo munu menn eyða peningum. Margir munu síðan reyna að eyða mikilli orku til að fela það að þeir séu að eyða peningum. Peningar eru ekki vinsælir, og að eyða þeim er massaóvinsælt, nú um stundir. Ég setti upp heimasíðu, það kostaði pening. Ég lét taka myndir af mér, það kostaði pening. Allt þetta mun raunar nýtast mér í framtíðinni svo ég hefði kannski getað flokkað það sem persónuleg útgjöld sem ekki tengjast kosningabaráttunni, en auðvitað tengist þetta kosningabaráttunni. Ég hef ekki hugmyndaflug í það að skálda upp eitthvað rugl. Símreikningurinn í nóvember verður svo auðvitað í hærri kantinum. Ég býst við að taka símreikninginn frá því í september og skrá mismuninn sem kostnað vegna kosningabaráttu. Veit ekki hvort margir aðrir frambjóðendur ætla að gera það en þetta er rétta leiðin. Ef maður hringir símtöl vegna þess að maður er í kosningabaráttu þá er það kostnaður vegna kosningabaráttu. Ég hef leigt mér smá aðstöðu í skemmtilegu listamannakomplexinu Skipholti 11-13 þaðan sem ég get skrifað greinar og hringt símtöl. Við máluðum aðstöðuna og gerðum hana massahuggulega. Þetta tók svolítinn tíma og kostaði pening. Þar hef ég hef haldið partý, boðið fólki upp á kaffi, bjór og snakk. Það er gaman að halda partý og gefa vinum og kunningjum bjór. Ég sé ekki eftir krónu af þeim útgjöldum. Í vikunni mun ég svo fara til Akureyrar og kynna mín stefnumál þar, því auðvitað er stjórnarskráin ekki höfuðborgarmál. Það mun eflaust kosta eitthvað. Bæði tíma og pening Ég ákvað að auglýsa ekki í blöðum, eða á netinu, en ef einhver telur að það sé rétta leiðin til að koma sér á framfæri, þá er það ekki mitt mál. Landsmenn eru stundum furðumiklir efnishyggjumenn. Allir mega eiga bíla og hús fyrir margar milljónir en ef einhver leggur nokkra tugi þúsunda í kostnað við að kynna sín hjartans mál fyrir öðru fólki þá er það rosalega slæmt.Þegar kemur að útgjöldum þá er ég reyndar áhættufælin nánös. Ég bý í leiguhúsnæði og tek strætó í vinnuna. En ég geri ráð fyrir að eyða nokkru í þessa baráttu og maukskrá það allt í bókhaldið lögum samkvæmt. Mér finnst það líka prinsipp að borga fyrir sem flest. Önnur leið væri að biðja fullt af fólki um greiða. Mikið væri ömurleg hugmynd að vera kosinn á stjórnlagaþing með fullt af greiðaskuldum á bakinu. Ég vil frekar borga en skulda.Það er ef til vill stjarnfræðilega heimskt að upplýsa um væntanleg útgjöld í kosningabaráttu þegar vika er eftir af henni. Það er auðvitað betra að þegja yfir slíku ef enginn spyr, bíða þangað til að slagnum lýkur og byrja þá að afsaka allt og fegra. En þá það. Ég verð þá bara að fá að vera stjarnfræðilega heimskulega heiðarlegur í friði.Þeir sem vilja styrkja framboð mitt geta lagt fé inn á reikning 0311-26-9059, kt. 2509802059. Ég tek ekki við meiri styrkjum 10.000 kr., og mun ekki geta heitið nafnleynd. Vilji menn styðja mig nafnlaust, þá er ég afar þakklátur og bendi á kjörklefann. Þann nafnlausa stuðning þigg ég með stolti og þökkum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ekkert heilbrigðiseftirlit á Íslandi? Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson skrifar Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef eytt í kosningabaráttu mína. Flestir frambjóðendur koma til með að eyða í kosningabaráttuna, hafi þeir á annað borð áhuga á að ná kjöri. Menn munu auðvitað eyða tíma, kröftum sínum og vina sinna og svo munu menn eyða peningum. Margir munu síðan reyna að eyða mikilli orku til að fela það að þeir séu að eyða peningum. Peningar eru ekki vinsælir, og að eyða þeim er massaóvinsælt, nú um stundir. Ég setti upp heimasíðu, það kostaði pening. Ég lét taka myndir af mér, það kostaði pening. Allt þetta mun raunar nýtast mér í framtíðinni svo ég hefði kannski getað flokkað það sem persónuleg útgjöld sem ekki tengjast kosningabaráttunni, en auðvitað tengist þetta kosningabaráttunni. Ég hef ekki hugmyndaflug í það að skálda upp eitthvað rugl. Símreikningurinn í nóvember verður svo auðvitað í hærri kantinum. Ég býst við að taka símreikninginn frá því í september og skrá mismuninn sem kostnað vegna kosningabaráttu. Veit ekki hvort margir aðrir frambjóðendur ætla að gera það en þetta er rétta leiðin. Ef maður hringir símtöl vegna þess að maður er í kosningabaráttu þá er það kostnaður vegna kosningabaráttu. Ég hef leigt mér smá aðstöðu í skemmtilegu listamannakomplexinu Skipholti 11-13 þaðan sem ég get skrifað greinar og hringt símtöl. Við máluðum aðstöðuna og gerðum hana massahuggulega. Þetta tók svolítinn tíma og kostaði pening. Þar hef ég hef haldið partý, boðið fólki upp á kaffi, bjór og snakk. Það er gaman að halda partý og gefa vinum og kunningjum bjór. Ég sé ekki eftir krónu af þeim útgjöldum. Í vikunni mun ég svo fara til Akureyrar og kynna mín stefnumál þar, því auðvitað er stjórnarskráin ekki höfuðborgarmál. Það mun eflaust kosta eitthvað. Bæði tíma og pening Ég ákvað að auglýsa ekki í blöðum, eða á netinu, en ef einhver telur að það sé rétta leiðin til að koma sér á framfæri, þá er það ekki mitt mál. Landsmenn eru stundum furðumiklir efnishyggjumenn. Allir mega eiga bíla og hús fyrir margar milljónir en ef einhver leggur nokkra tugi þúsunda í kostnað við að kynna sín hjartans mál fyrir öðru fólki þá er það rosalega slæmt.Þegar kemur að útgjöldum þá er ég reyndar áhættufælin nánös. Ég bý í leiguhúsnæði og tek strætó í vinnuna. En ég geri ráð fyrir að eyða nokkru í þessa baráttu og maukskrá það allt í bókhaldið lögum samkvæmt. Mér finnst það líka prinsipp að borga fyrir sem flest. Önnur leið væri að biðja fullt af fólki um greiða. Mikið væri ömurleg hugmynd að vera kosinn á stjórnlagaþing með fullt af greiðaskuldum á bakinu. Ég vil frekar borga en skulda.Það er ef til vill stjarnfræðilega heimskt að upplýsa um væntanleg útgjöld í kosningabaráttu þegar vika er eftir af henni. Það er auðvitað betra að þegja yfir slíku ef enginn spyr, bíða þangað til að slagnum lýkur og byrja þá að afsaka allt og fegra. En þá það. Ég verð þá bara að fá að vera stjarnfræðilega heimskulega heiðarlegur í friði.Þeir sem vilja styrkja framboð mitt geta lagt fé inn á reikning 0311-26-9059, kt. 2509802059. Ég tek ekki við meiri styrkjum 10.000 kr., og mun ekki geta heitið nafnleynd. Vilji menn styðja mig nafnlaust, þá er ég afar þakklátur og bendi á kjörklefann. Þann nafnlausa stuðning þigg ég með stolti og þökkum.
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar