Barátta sem skilaði árangri 20. ágúst 2010 03:00 raunverulegi Avatar-ættbálkurinn Þeir sem mótmæltu framkvæmdum Vedanta beittu meðal annars því bragði að líkja aðgerðum fyrirtækisins við innrásina sem sagt var frá í myndinni Avatar. Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Indlands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxítvinnsla þar hefði að líkindum gjörbreytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Samarendra Das ólst upp á þessum slóðum og þótt hann tilheyri ekki ættbálknum á hann æskuvini úr honum. Hann hætti á sínum tíma að starfa sem blaðamaður á Indlandi, með bitra reynslu af áherslum fjölmiðla sem reknir eru í hagnaðarskyni, segir hann. Hann helgaði sig þess í stað baráttu gegn áliðnaðinum. Ekki þarf að leita lengi að Vedanta á Netinu til að sjá að það hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum svo sem Amnesty International vegna framkvæmdanna í kringum Fjallið helga. Svæðið er að auki sagt mikilvægt búsvæði villtra dýra. Í janúar 2009 tóku þúsundir manna höndum saman um eitt fjallið, bókstaflega, til að mótmæla framkvæmdunum. Vedanta hefur verið gagnrýnt vegna umhverfismála, en þegar bresk og norsk stjórnvöld fordæmdu fyrirtækið fyrir illa meðferð á Kondhi-fólkinu í október í fyrra, og Vedanta neitaði í framhaldinu að vinna með Bretum og OECD, fór boltinn að rúlla mótmælendum í hag. Nú er mikil óvissa um þessar framkvæmdir. Meðal þess sem Vedanta hefur lofað heimafólkinu er háskóli á heimsvísu, nefndur eftir fyrirtækinu. Sá hefði tekið 100.000 nemendur og hefði samkvæmt indverskum fjölmiðlum kostað tæpa fjóra milljarða dollara. Það er um 450 milljarða króna fjárfesting. En þau skilaboð bárust frá indverskum stjórnvöldum í vikunni að ættbálkarnir á svæðinu yrðu að samþykkja framkvæmdirnar áður en af þeim yrði. Annars myndu ættbálkar í landinu missa trúna á að landslög hafi merkingu. Þess skal getið að stjórn Orissa-fylkis er fylgjandi framkvæmdunum. Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Niyamgiri-fjöllin, eða Fjöllin helgu, í Orissa-fylki við austurströnd Indlands eru auðug af báxíti, sem er grunnmálmgrýtið sem ál er unnið úr. Þar hefur breska námufyrirtækið Vedanta viljað grafa og eytt í það hátt í milljarði Bandaríkjadala nú þegar. En fjöllin eru heilög í augum Dongaria Kondh ættbálksins, sem telur 7.952 sálir og er einn af 62 ættbálkum á svæðinu. Óheft báxítvinnsla þar hefði að líkindum gjörbreytt lífsstíl Kondha og skemmt náttúrulegt vistkerfi þeirra. Samarendra Das ólst upp á þessum slóðum og þótt hann tilheyri ekki ættbálknum á hann æskuvini úr honum. Hann hætti á sínum tíma að starfa sem blaðamaður á Indlandi, með bitra reynslu af áherslum fjölmiðla sem reknir eru í hagnaðarskyni, segir hann. Hann helgaði sig þess í stað baráttu gegn áliðnaðinum. Ekki þarf að leita lengi að Vedanta á Netinu til að sjá að það hefur verið gagnrýnt af mannréttindasamtökum svo sem Amnesty International vegna framkvæmdanna í kringum Fjallið helga. Svæðið er að auki sagt mikilvægt búsvæði villtra dýra. Í janúar 2009 tóku þúsundir manna höndum saman um eitt fjallið, bókstaflega, til að mótmæla framkvæmdunum. Vedanta hefur verið gagnrýnt vegna umhverfismála, en þegar bresk og norsk stjórnvöld fordæmdu fyrirtækið fyrir illa meðferð á Kondhi-fólkinu í október í fyrra, og Vedanta neitaði í framhaldinu að vinna með Bretum og OECD, fór boltinn að rúlla mótmælendum í hag. Nú er mikil óvissa um þessar framkvæmdir. Meðal þess sem Vedanta hefur lofað heimafólkinu er háskóli á heimsvísu, nefndur eftir fyrirtækinu. Sá hefði tekið 100.000 nemendur og hefði samkvæmt indverskum fjölmiðlum kostað tæpa fjóra milljarða dollara. Það er um 450 milljarða króna fjárfesting. En þau skilaboð bárust frá indverskum stjórnvöldum í vikunni að ættbálkarnir á svæðinu yrðu að samþykkja framkvæmdirnar áður en af þeim yrði. Annars myndu ættbálkar í landinu missa trúna á að landslög hafi merkingu. Þess skal getið að stjórn Orissa-fylkis er fylgjandi framkvæmdunum.
Fréttir Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Fleiri fréttir Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira