Innlent

Eldur í ruslabíl í Bríetartúni

Atli Ísleifsson skrifar
Ruslabíllinn er mikið skemmdur eftir eldinn.
Ruslabíllinn er mikið skemmdur eftir eldinn. Vísir/Árni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í ruslabíl í Bríetartúni í Reykjavík í morgun.

Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliði er búið að slökkva eldinn en tilkynnt var um eldinn um klukkan sjö.

Varðstjóri var í samtali við fréttastofu að greiðlega hafi gengið að slökkva eldinn en að reykræsta hafi þurft rými í nálægu húsi. 

Af myndum af vettvangi að dæmi brann bíllinn beint fyrir utan ungbarnaleikskóla Reykjavíkurborgar í Bríetartúni.

Slökkvilið var með nokkurn viðbúnað í Bríetartúni í morgun.Salvar
Salvar
Ruslabíllinn var lagður beint fyrir utan ungbarnaleikskóla Reykjavíkurborgar í Bríetartúni.Vísir/Árni

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×