Útskriftargjöfin til háskólanema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2010 08:45 Það setti að mér hroll, þegar ég sá auglýsinguna frá Bandalagi háskólamanna undir yfirskriftinni „útskriftargjöf til háskólanema" og svo var mynd af farmiða til útlanda - en bara aðra leiðina. Er þetta sú leið, sem ríkisstjórnin vill fara? Búa til þjóðfélag , sem hrekur burt hæfasta og menntaðasta fólkið? Háskólamenntun er forsenda nýsköpunar, enda er einn af gangráðum hagvaxtar vel menntuð þjóð. Rannsóknir sýna að allt að 20% hagvaxtar á Íslandi á árunum 1970 til 1992 má rekja til fjárfestingar í menntun. Einmitt þess vegna verður að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu, eins og stjórnvöld vilja gera. Nýlega sat ég fund á vegum EFTA og ESB um uppbyggingu nýsköpunar, mennta- og rannsóknarsamfélagsins til 2020. Þar voru menn sannfærðir um að efling þessara þátta muni leiða Evrópuþjóðir fyrr út úr þeim þrengingum sem þær standa frammi fyrir og styrkja undirstöður samfélagsins. Það sama gildir að sjálfsögðu um Ísland. Við eigum að halda áfram uppbyggingu háskóla. Við eigum að efla rannsóknar- og þróunarstarf á háskólastiginu en milli velmegunar þjóða og öflugs þekkingarsamfélags liggja sterk bönd. Það gerum við annars vegar með markvissu samstarfi háskóla og hins vegar með sameiningu háskóla. Við verðum að reyna að gera meira fyrir minna. Það er ákall um krefjandi nálgun svo hægt verði að standa vörð um háskólastarfið. kennslu og rannsóknir til lengri tíma. Héraðshöfðingjar verða að sjá hagsmuni heildarinnar í þessu máli. Þar vegur áherslan á gæði þungt. Við þurfum að auka hagvöxt. Mennta- og vísindasamfélagið er tæki til þess. Verkefni stjórnmálanna er að byggja á því sem vel er gert og sækja fram á réttum forsendum. Efla þarf menntun ungs fólks í tæknigreinum til að uppfylla áætlaða þörf í hátækniiðnaði á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þveröfuga leið. Sækja ætti í smiðju þeirra þjóða þar sem best hefur tekist til á þessu sviði og hvernig þjóðir eins og Finnar forgangsröðuðu á erfiðum tímum í ríkissfjármálum. Það kemur samfélaginu öllu til góða að reka öfluga háskóla. Að minnka fjárfestingu til þessa málaflokks með flötum niðurskurði líkt og ríkisstjórnin leggur til er glapræði. Við getum hagrætt. Við getum sparað. En gerum það rétt. Þorum að forgangsraða í þágu framtíðarinnar. Þannig að flugmiði barnanna okkar verði fram og til baka. Við viljum fá fólkið okkar aftur heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Það setti að mér hroll, þegar ég sá auglýsinguna frá Bandalagi háskólamanna undir yfirskriftinni „útskriftargjöf til háskólanema" og svo var mynd af farmiða til útlanda - en bara aðra leiðina. Er þetta sú leið, sem ríkisstjórnin vill fara? Búa til þjóðfélag , sem hrekur burt hæfasta og menntaðasta fólkið? Háskólamenntun er forsenda nýsköpunar, enda er einn af gangráðum hagvaxtar vel menntuð þjóð. Rannsóknir sýna að allt að 20% hagvaxtar á Íslandi á árunum 1970 til 1992 má rekja til fjárfestingar í menntun. Einmitt þess vegna verður að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu, eins og stjórnvöld vilja gera. Nýlega sat ég fund á vegum EFTA og ESB um uppbyggingu nýsköpunar, mennta- og rannsóknarsamfélagsins til 2020. Þar voru menn sannfærðir um að efling þessara þátta muni leiða Evrópuþjóðir fyrr út úr þeim þrengingum sem þær standa frammi fyrir og styrkja undirstöður samfélagsins. Það sama gildir að sjálfsögðu um Ísland. Við eigum að halda áfram uppbyggingu háskóla. Við eigum að efla rannsóknar- og þróunarstarf á háskólastiginu en milli velmegunar þjóða og öflugs þekkingarsamfélags liggja sterk bönd. Það gerum við annars vegar með markvissu samstarfi háskóla og hins vegar með sameiningu háskóla. Við verðum að reyna að gera meira fyrir minna. Það er ákall um krefjandi nálgun svo hægt verði að standa vörð um háskólastarfið. kennslu og rannsóknir til lengri tíma. Héraðshöfðingjar verða að sjá hagsmuni heildarinnar í þessu máli. Þar vegur áherslan á gæði þungt. Við þurfum að auka hagvöxt. Mennta- og vísindasamfélagið er tæki til þess. Verkefni stjórnmálanna er að byggja á því sem vel er gert og sækja fram á réttum forsendum. Efla þarf menntun ungs fólks í tæknigreinum til að uppfylla áætlaða þörf í hátækniiðnaði á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þveröfuga leið. Sækja ætti í smiðju þeirra þjóða þar sem best hefur tekist til á þessu sviði og hvernig þjóðir eins og Finnar forgangsröðuðu á erfiðum tímum í ríkissfjármálum. Það kemur samfélaginu öllu til góða að reka öfluga háskóla. Að minnka fjárfestingu til þessa málaflokks með flötum niðurskurði líkt og ríkisstjórnin leggur til er glapræði. Við getum hagrætt. Við getum sparað. En gerum það rétt. Þorum að forgangsraða í þágu framtíðarinnar. Þannig að flugmiði barnanna okkar verði fram og til baka. Við viljum fá fólkið okkar aftur heim.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun