Útskriftargjöfin til háskólanema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2010 08:45 Það setti að mér hroll, þegar ég sá auglýsinguna frá Bandalagi háskólamanna undir yfirskriftinni „útskriftargjöf til háskólanema" og svo var mynd af farmiða til útlanda - en bara aðra leiðina. Er þetta sú leið, sem ríkisstjórnin vill fara? Búa til þjóðfélag , sem hrekur burt hæfasta og menntaðasta fólkið? Háskólamenntun er forsenda nýsköpunar, enda er einn af gangráðum hagvaxtar vel menntuð þjóð. Rannsóknir sýna að allt að 20% hagvaxtar á Íslandi á árunum 1970 til 1992 má rekja til fjárfestingar í menntun. Einmitt þess vegna verður að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu, eins og stjórnvöld vilja gera. Nýlega sat ég fund á vegum EFTA og ESB um uppbyggingu nýsköpunar, mennta- og rannsóknarsamfélagsins til 2020. Þar voru menn sannfærðir um að efling þessara þátta muni leiða Evrópuþjóðir fyrr út úr þeim þrengingum sem þær standa frammi fyrir og styrkja undirstöður samfélagsins. Það sama gildir að sjálfsögðu um Ísland. Við eigum að halda áfram uppbyggingu háskóla. Við eigum að efla rannsóknar- og þróunarstarf á háskólastiginu en milli velmegunar þjóða og öflugs þekkingarsamfélags liggja sterk bönd. Það gerum við annars vegar með markvissu samstarfi háskóla og hins vegar með sameiningu háskóla. Við verðum að reyna að gera meira fyrir minna. Það er ákall um krefjandi nálgun svo hægt verði að standa vörð um háskólastarfið. kennslu og rannsóknir til lengri tíma. Héraðshöfðingjar verða að sjá hagsmuni heildarinnar í þessu máli. Þar vegur áherslan á gæði þungt. Við þurfum að auka hagvöxt. Mennta- og vísindasamfélagið er tæki til þess. Verkefni stjórnmálanna er að byggja á því sem vel er gert og sækja fram á réttum forsendum. Efla þarf menntun ungs fólks í tæknigreinum til að uppfylla áætlaða þörf í hátækniiðnaði á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þveröfuga leið. Sækja ætti í smiðju þeirra þjóða þar sem best hefur tekist til á þessu sviði og hvernig þjóðir eins og Finnar forgangsröðuðu á erfiðum tímum í ríkissfjármálum. Það kemur samfélaginu öllu til góða að reka öfluga háskóla. Að minnka fjárfestingu til þessa málaflokks með flötum niðurskurði líkt og ríkisstjórnin leggur til er glapræði. Við getum hagrætt. Við getum sparað. En gerum það rétt. Þorum að forgangsraða í þágu framtíðarinnar. Þannig að flugmiði barnanna okkar verði fram og til baka. Við viljum fá fólkið okkar aftur heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Það setti að mér hroll, þegar ég sá auglýsinguna frá Bandalagi háskólamanna undir yfirskriftinni „útskriftargjöf til háskólanema" og svo var mynd af farmiða til útlanda - en bara aðra leiðina. Er þetta sú leið, sem ríkisstjórnin vill fara? Búa til þjóðfélag , sem hrekur burt hæfasta og menntaðasta fólkið? Háskólamenntun er forsenda nýsköpunar, enda er einn af gangráðum hagvaxtar vel menntuð þjóð. Rannsóknir sýna að allt að 20% hagvaxtar á Íslandi á árunum 1970 til 1992 má rekja til fjárfestingar í menntun. Einmitt þess vegna verður að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu, eins og stjórnvöld vilja gera. Nýlega sat ég fund á vegum EFTA og ESB um uppbyggingu nýsköpunar, mennta- og rannsóknarsamfélagsins til 2020. Þar voru menn sannfærðir um að efling þessara þátta muni leiða Evrópuþjóðir fyrr út úr þeim þrengingum sem þær standa frammi fyrir og styrkja undirstöður samfélagsins. Það sama gildir að sjálfsögðu um Ísland. Við eigum að halda áfram uppbyggingu háskóla. Við eigum að efla rannsóknar- og þróunarstarf á háskólastiginu en milli velmegunar þjóða og öflugs þekkingarsamfélags liggja sterk bönd. Það gerum við annars vegar með markvissu samstarfi háskóla og hins vegar með sameiningu háskóla. Við verðum að reyna að gera meira fyrir minna. Það er ákall um krefjandi nálgun svo hægt verði að standa vörð um háskólastarfið. kennslu og rannsóknir til lengri tíma. Héraðshöfðingjar verða að sjá hagsmuni heildarinnar í þessu máli. Þar vegur áherslan á gæði þungt. Við þurfum að auka hagvöxt. Mennta- og vísindasamfélagið er tæki til þess. Verkefni stjórnmálanna er að byggja á því sem vel er gert og sækja fram á réttum forsendum. Efla þarf menntun ungs fólks í tæknigreinum til að uppfylla áætlaða þörf í hátækniiðnaði á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þveröfuga leið. Sækja ætti í smiðju þeirra þjóða þar sem best hefur tekist til á þessu sviði og hvernig þjóðir eins og Finnar forgangsröðuðu á erfiðum tímum í ríkissfjármálum. Það kemur samfélaginu öllu til góða að reka öfluga háskóla. Að minnka fjárfestingu til þessa málaflokks með flötum niðurskurði líkt og ríkisstjórnin leggur til er glapræði. Við getum hagrætt. Við getum sparað. En gerum það rétt. Þorum að forgangsraða í þágu framtíðarinnar. Þannig að flugmiði barnanna okkar verði fram og til baka. Við viljum fá fólkið okkar aftur heim.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun