Allir verða að vanda sig Svandís Svavarsdóttir skrifar 12. október 2010 06:00 Ekki hefur farið framhjá neinum að ástandið í samfélaginu er erfitt. Atvinnuleysi er umtalsvert og margir eiga í fjárhagslegum og þar af leiðandi sárum persónulegum erfiðleikum. Nú vill svo til að ég þekki talsvert af fólki sem hefur misst vinnuna og sér ekki fyrir endann á því hvernig það á að geta staðið undir skuldbindingum sem það tók á sig í góðri trú um að geta staðið í skilum. Framtíðaráform, sér í lagi ungs barnafólks, hafa breyst og vonbrigðin eru mikil. Fátt er mikilvægara en að rétta hlut þessa fólks. Ríkisstjórn vinstriflokkanna hefur lagt sig fram í þeim efnum en betur má ef duga skal. Við aðstæður vonbrigða er jarðvegurinn opinn fyrir þá sem vilja ala á reiðinni. Stjórnmál dómhörku og heiftar virðast því miður blómstra hjá sumum stjórnmálamönnum Sjálfstæðisflokksins við aðstæður sem þessar. Ósannindin og sleggjudómarnir birtast meðal annars í síendurteknum fullyrðingum um að ég stoppi allt og sé á móti framförum! Ég ætla ekki að hafa hér eftir þau ummæli sem um mig hafa verið höfð á Alþingi og í fjölmiðlum. En hins vegar tel ég mér skylt að leiðrétta helstu rangfærslur sem á hafa gengið undanfarna daga og vikur. Hérna eru nokkrar staðreyndir: HelguvíkÓvissuþættir varðandi framkvæmdina í Helguvík eru fjölmargir og ber þar hæst orkuöflun og fjármögnun. Enn er ekki vitað hvaðan sú orka á að koma eða hvort hún sé yfir höfuð til. Þar stendur einnig á fjármagni til þess að byggja höfn fyrir álverið. Þar vantar fé til að virkja. Allar skipulagstillögur sem ég hef fengið til staðfestingar og lúta að þessari framkvæmd hafa verið afgreiddar í umhverfisráðuneytinu að einni undanskilinni. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíðavirkjunar og Bitruvirkjunar þar sem ég hef lýst mig vanhæfa til að taka ákvörðun um þann þátt skipulagsins. Vandinn varðandi Helguvíkurverkefnið liggur í því að hugmyndin snýst um óraunhæft umfang, risaverksmiðju sem ekki er til orka fyrir. Ekki í einstökum skipulagsákvörðunum. Skipulag ÖlfussStaðreyndir um afgreiðslu skipulags Ölfuss eru þessar: Þegar málið kom á borð til mín til afgreiðslu seinni hluta ágústmánaðar bað ég um að kannað yrði hæfi mitt til að taka ákvörðun í málinu. Fór málið strax í þann farveg sem gildir ef vafi leikur á hæfi ráðherra, þ.e. að rannsaka hæfið og, tilkynna forsætisráðherra ef ráðuneytið telur um vanhæfi að ræða. Forsætisráðherra tekur síðan málið upp í ríkisstjórn sem er að lokum staðfest af forseta Íslands. Mál koma almennt ekki á borð ráðherra fyrr en málið er tækt til afgreiðslu. Það er að segja þegar að öll gögn sem varða málið liggja fyrir og tryggt er að mál sé nægilega upplýst, aðilar hafi notið andmælaréttar og að málsmeðferð sé í samræmi við stjórnsýslulög. ÁfrýjuninUm aðalskipulag Flóahrepps og áfrýjun héraðsdóms er þetta að segja: Greiðslusamkomulag milli Landsvirkjunar og Flóahrepps hefur verið umdeilt og sætti m.a. kæru hjá samgönguráðuneytinu sem var í fyrstu vísað frá en í kjölfar athugasemda umboðsmanns Alþingis var kæran tekin fyrir aftur. Samgönguráðuneytið lýsti 6. gr. umrædds samkomulags ólögmæta vegna fyrirmæla 34. gr. skipulags- og byggingarlaga. Um lögmæti þessa samkomulags er deilt og því málið fyrir dómstólum. Þeir sem gagnrýna áfrýjun mína í þessu máli verða að gera sér grein fyrir því að það er ekki smekksatriði að það séu tvö dómstig á landinu, hver maður og hvert stjórnvald á rétt til áfrýjunar ekki bara til þess að freista þess að hrinda tapi eða ná sigri heldur til að ná fram skýrari niðurstöðu um hvernig túlka skuli umdeild lagaákvæði. Aðalskipulag MýrdalshreppsHinn 3. maí sl. mælti Skipulagsstofnun með að aðalskipulag Mýrdalshrepps yrði staðfest en þeim hluta skipulagsins er varðaði breytta veglínu Suðurlandsvegar yrði frestað m.a. vegna formgalla þar sem samgönguráðherra hafi ekki úrskurðað um lögmæti málsmeðferðar við gerð aðalskipulagsins. Málið var hjá samgönguráðuneytinu frá því 8. maí 2009 og lauk með úrskurði samgönguráðuneytisins hinn 25. júní 2010. Í úrskurði samgönguráðuneytisins var komist að þeirri niðurstöðu að einn sveitarstjórnarmanna hafi verið vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu sveitarstjórnarinnar er varðaði tillögu að nýrri veglínu þjóðvegar nr. 1 sem taka á upp í aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Ákvörðunin væri því ógild. Hér er á ferðinni flókið mál sem taka þarf afstöðu til en reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í næstu viku. VatnajökulsþjóðgarðurHvað viðkemur verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs þá er um að ræða fyrstu verndaráætlunina í stærsta þjóðgarði Evrópu. Áætlunin hefur verið til vinnslu hjá stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sem skilaði tillögum til mín hinn 8. september sl. Áætlunin er nú til umfjöllunar hjá ráðuneytinu þar sem fjallað er bæði um efnislega og formlega þætti áætlunarinnar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar. VinnubrögðinAf því yfirliti sem birtist hér á undan sést að ég er að sjálfsögðu ekki að tefja nein mál eins og haldið er fram. Þvert á móti hefur verið unnið með faglegum hætti að því að fá fram lausnir eins hratt og kostur er, en það má aldrei verða á kostnað vandaðra vinnubragða. Rannsóknarskýrsla Alþingis skýrir vel afleiðingu óvandaðra vinnubragða og þess að regluverki stjórnsýslunnar er ýtt til hliðar. Það verða allir að vanda sig en við sem störfum í umboði kjósenda verðum að vanda okkur sérstaklega. Þeir sem hæst hafa og dýpst taka í árinni mega hugleiða það líka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ekki hefur farið framhjá neinum að ástandið í samfélaginu er erfitt. Atvinnuleysi er umtalsvert og margir eiga í fjárhagslegum og þar af leiðandi sárum persónulegum erfiðleikum. Nú vill svo til að ég þekki talsvert af fólki sem hefur misst vinnuna og sér ekki fyrir endann á því hvernig það á að geta staðið undir skuldbindingum sem það tók á sig í góðri trú um að geta staðið í skilum. Framtíðaráform, sér í lagi ungs barnafólks, hafa breyst og vonbrigðin eru mikil. Fátt er mikilvægara en að rétta hlut þessa fólks. Ríkisstjórn vinstriflokkanna hefur lagt sig fram í þeim efnum en betur má ef duga skal. Við aðstæður vonbrigða er jarðvegurinn opinn fyrir þá sem vilja ala á reiðinni. Stjórnmál dómhörku og heiftar virðast því miður blómstra hjá sumum stjórnmálamönnum Sjálfstæðisflokksins við aðstæður sem þessar. Ósannindin og sleggjudómarnir birtast meðal annars í síendurteknum fullyrðingum um að ég stoppi allt og sé á móti framförum! Ég ætla ekki að hafa hér eftir þau ummæli sem um mig hafa verið höfð á Alþingi og í fjölmiðlum. En hins vegar tel ég mér skylt að leiðrétta helstu rangfærslur sem á hafa gengið undanfarna daga og vikur. Hérna eru nokkrar staðreyndir: HelguvíkÓvissuþættir varðandi framkvæmdina í Helguvík eru fjölmargir og ber þar hæst orkuöflun og fjármögnun. Enn er ekki vitað hvaðan sú orka á að koma eða hvort hún sé yfir höfuð til. Þar stendur einnig á fjármagni til þess að byggja höfn fyrir álverið. Þar vantar fé til að virkja. Allar skipulagstillögur sem ég hef fengið til staðfestingar og lúta að þessari framkvæmd hafa verið afgreiddar í umhverfisráðuneytinu að einni undanskilinni. Þar er um að ræða breytingu á aðalskipulagi Ölfuss vegna fyrirhugaðrar Hverahlíðavirkjunar og Bitruvirkjunar þar sem ég hef lýst mig vanhæfa til að taka ákvörðun um þann þátt skipulagsins. Vandinn varðandi Helguvíkurverkefnið liggur í því að hugmyndin snýst um óraunhæft umfang, risaverksmiðju sem ekki er til orka fyrir. Ekki í einstökum skipulagsákvörðunum. Skipulag ÖlfussStaðreyndir um afgreiðslu skipulags Ölfuss eru þessar: Þegar málið kom á borð til mín til afgreiðslu seinni hluta ágústmánaðar bað ég um að kannað yrði hæfi mitt til að taka ákvörðun í málinu. Fór málið strax í þann farveg sem gildir ef vafi leikur á hæfi ráðherra, þ.e. að rannsaka hæfið og, tilkynna forsætisráðherra ef ráðuneytið telur um vanhæfi að ræða. Forsætisráðherra tekur síðan málið upp í ríkisstjórn sem er að lokum staðfest af forseta Íslands. Mál koma almennt ekki á borð ráðherra fyrr en málið er tækt til afgreiðslu. Það er að segja þegar að öll gögn sem varða málið liggja fyrir og tryggt er að mál sé nægilega upplýst, aðilar hafi notið andmælaréttar og að málsmeðferð sé í samræmi við stjórnsýslulög. ÁfrýjuninUm aðalskipulag Flóahrepps og áfrýjun héraðsdóms er þetta að segja: Greiðslusamkomulag milli Landsvirkjunar og Flóahrepps hefur verið umdeilt og sætti m.a. kæru hjá samgönguráðuneytinu sem var í fyrstu vísað frá en í kjölfar athugasemda umboðsmanns Alþingis var kæran tekin fyrir aftur. Samgönguráðuneytið lýsti 6. gr. umrædds samkomulags ólögmæta vegna fyrirmæla 34. gr. skipulags- og byggingarlaga. Um lögmæti þessa samkomulags er deilt og því málið fyrir dómstólum. Þeir sem gagnrýna áfrýjun mína í þessu máli verða að gera sér grein fyrir því að það er ekki smekksatriði að það séu tvö dómstig á landinu, hver maður og hvert stjórnvald á rétt til áfrýjunar ekki bara til þess að freista þess að hrinda tapi eða ná sigri heldur til að ná fram skýrari niðurstöðu um hvernig túlka skuli umdeild lagaákvæði. Aðalskipulag MýrdalshreppsHinn 3. maí sl. mælti Skipulagsstofnun með að aðalskipulag Mýrdalshrepps yrði staðfest en þeim hluta skipulagsins er varðaði breytta veglínu Suðurlandsvegar yrði frestað m.a. vegna formgalla þar sem samgönguráðherra hafi ekki úrskurðað um lögmæti málsmeðferðar við gerð aðalskipulagsins. Málið var hjá samgönguráðuneytinu frá því 8. maí 2009 og lauk með úrskurði samgönguráðuneytisins hinn 25. júní 2010. Í úrskurði samgönguráðuneytisins var komist að þeirri niðurstöðu að einn sveitarstjórnarmanna hafi verið vanhæfur til að taka þátt í afgreiðslu sveitarstjórnarinnar er varðaði tillögu að nýrri veglínu þjóðvegar nr. 1 sem taka á upp í aðalskipulagi Mýrdalshrepps. Ákvörðunin væri því ógild. Hér er á ferðinni flókið mál sem taka þarf afstöðu til en reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir í næstu viku. VatnajökulsþjóðgarðurHvað viðkemur verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs þá er um að ræða fyrstu verndaráætlunina í stærsta þjóðgarði Evrópu. Áætlunin hefur verið til vinnslu hjá stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs sem skilaði tillögum til mín hinn 8. september sl. Áætlunin er nú til umfjöllunar hjá ráðuneytinu þar sem fjallað er bæði um efnislega og formlega þætti áætlunarinnar. Engar ákvarðanir hafa verið teknar. VinnubrögðinAf því yfirliti sem birtist hér á undan sést að ég er að sjálfsögðu ekki að tefja nein mál eins og haldið er fram. Þvert á móti hefur verið unnið með faglegum hætti að því að fá fram lausnir eins hratt og kostur er, en það má aldrei verða á kostnað vandaðra vinnubragða. Rannsóknarskýrsla Alþingis skýrir vel afleiðingu óvandaðra vinnubragða og þess að regluverki stjórnsýslunnar er ýtt til hliðar. Það verða allir að vanda sig en við sem störfum í umboði kjósenda verðum að vanda okkur sérstaklega. Þeir sem hæst hafa og dýpst taka í árinni mega hugleiða það líka.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun