Forsetinn og fjárfesting Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 11. desember 2010 03:00 Ólafur Ragnar Grímsson hefur undanfarið ár verið á við margar ríkisstjórnir í kynningu á málstað Íslands erlendis. Ólafur Ragnar lét nýverið hafa eftir sér í viðtali við The Banker að Íslendingar kæmust af án erlendrar fjárfestingar. Nokkrir spekingar sem einhverra hluta vegna hafa látið kynningarstarf forsetans fara í taugarnar á sér sáu sér leik á borði. Þarna virtist komið kjörið tækifæri til að sýna að forsetinn væri heimóttarlegur og óraunsær. Komið var nýtt tilefni til að koma með yfirlætislegar yfirlýsingar um að við getum nú ekki lokað landinu og farið aftur í torfkofana og allt þetta dæmalausa frasarugl. Hver var boðskapurinn? Í fyrsta lagi voru skilaboðin ekki þau að erlend fjárfesting væri alltaf slæm heldur miklu frekar að Íslendingar gætu bjargað sér sjálfir ef svo bæri undir. Þetta eru æskileg skilaboð vilji menn auka á viðskipti við útlönd enda ekki eftirsótt að eiga viðskipti við þá sem eru á vonarvöl (nema af hálfu þeirra sem vilja nýta sér neyðina). En málið minnir einnig á nokkuð sem oft vill gleymast í umræðu um erlenda fjárfestingu, nefnilega það að hagfræðilega er erlend fjárfesting sama eðlis og erlend lántaka. Meira út en inn Þegar útlendingar kaupa íslensk hlutabréf eða ráðast sjálfir í framkvæmdir hér á landi er ætlunin sú að þeir fái á endanum meira til baka en þeir lögðu fram, þ.e. taki á endanum hærri upphæð út úr hagkerfinu en þeir settu inn í það. -Helst töluvert hærri upphæð því annars hefði viðkomandi einfaldlega lagt peningana inn á öruggan vaxtareikning. Fólki hættir til að ímynda sér að erlend fjárfesting valdi hreinu innstreymi fjármagns í hagkerfið en sú er ekki raunin. Þó geta fylgt kostir Hins vegar er erlend fjárfesting mikilvæg í bland vegna þess að henni fylgir oft sérfræðiþekking og bolmagn til að ráðast í stórar framkvæmdir. Auk þess er stundum skortur á fólki eða fyrirtækjum sem eru til í að leggja fram áhættufé og æskilegt getur verið að deila áhættu með útlendingum. Þegar vel gengur skapast störf í landinu og ríkið fær skatttekjur en fjárfestirinn hirðir hagnaðinn. Það væri til dæmis óskandi að álverin væru í eigu Íslendinga þegar þau skila miklum hagnaði sem streymir út úr landinu til erlendra eigenda. Spurningin er hins vegar sú hvort Íslendingar hafi verið fjárhagslega og tæknilega í stakk búnir til að reisa eigin álver og bera alla áhættuna. Það er hins vegar ekki að ástæðulausu sem við takmörkum erlenda fjárfestingu í grundvallarauðlindum landsins. Þjóðir sem missa yfirráð yfir auðlindum og framleiðsluþáttum sínum til erlendra fjárfesta verða af stórum hluta verðmætasköpunarinnar og verða öðrum háðar. Hvers erum við mengnug nú? Þá komum við aftur að þeirri skoðun forsetans að hér sé nægt fjármagn til uppbyggingar. Það er rétt að ótrúlega mikið íslenskt fjármagn liggur aðgerðalaust á bankareikningum og ávaxtast á kostnað ríkisins, líklega hátt í 2.000 milljarðar. Ef ríkisvaldið skapar þær aðstæður að fólk sjái sér aftur hag í að fjárfesta í stað þess að láta fjármagnið liggja óhreift má skapa mikla atvinnu og verðmæti fyrir þjóðarbúið úr þessum peningum. Í bland væri þó æskilegt að útlendingar með sérþekkingu á ólíkum sviðum sæju sér hag í að fjárfesta hér í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Því miður hefur stefna stjórnvalda hins vegar verið þveröfug. Háir vextir hafa verið greiddir fyrir að halda fjármagni úr umferð, skattar hækkaðir, ýmsir öfugir hvatar innleiddir og útlendingar fældir burt með óstöðugu stjórnarfari. Það er mikil synd því að hér voru á margan hátt að skapast kjöraðstæður fyrir fjárfestingu. Tækifærin og hætturnar Ef við snúum dæminu við getur getur Ísland fljótt orðið að landi tækifæranna. Eins og forsetinn benti óbeint á verðum við þó að muna að erlend fjárfesting er ekki ókeypis peningur. Erlend fjárfesting til að skapa verðmæti er góð en innlend fjárfesting er betri (ef hún gefur sama arð). Hér er allt til reiðu. Það að ætla að skuldsetja ríkið í von um að þannig streymi inn erlent fjármagn, eins og sumir af gagnrýnendum forsetans virðast telja vænlegt, er hins vegar stórhættulegt. Gengdarlaus erlend skuldsetning ríkis um leið og kerfinu er haldið gangandi með erlendri fjárfestingu er uppskriftin að arðrændu þriðjaheimsríki. Þetta er í raun sáraeinfalt. Það á að reka ríki eins og gott bú. Það getur borgað sig að taka lán til að kaupa dráttarvél en við seljum ekki frá okkur mjólkurkýrnar. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að skapa verðmæti og eyða ekki meiru en aflað er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar Sjá meira
Ólafur Ragnar Grímsson hefur undanfarið ár verið á við margar ríkisstjórnir í kynningu á málstað Íslands erlendis. Ólafur Ragnar lét nýverið hafa eftir sér í viðtali við The Banker að Íslendingar kæmust af án erlendrar fjárfestingar. Nokkrir spekingar sem einhverra hluta vegna hafa látið kynningarstarf forsetans fara í taugarnar á sér sáu sér leik á borði. Þarna virtist komið kjörið tækifæri til að sýna að forsetinn væri heimóttarlegur og óraunsær. Komið var nýtt tilefni til að koma með yfirlætislegar yfirlýsingar um að við getum nú ekki lokað landinu og farið aftur í torfkofana og allt þetta dæmalausa frasarugl. Hver var boðskapurinn? Í fyrsta lagi voru skilaboðin ekki þau að erlend fjárfesting væri alltaf slæm heldur miklu frekar að Íslendingar gætu bjargað sér sjálfir ef svo bæri undir. Þetta eru æskileg skilaboð vilji menn auka á viðskipti við útlönd enda ekki eftirsótt að eiga viðskipti við þá sem eru á vonarvöl (nema af hálfu þeirra sem vilja nýta sér neyðina). En málið minnir einnig á nokkuð sem oft vill gleymast í umræðu um erlenda fjárfestingu, nefnilega það að hagfræðilega er erlend fjárfesting sama eðlis og erlend lántaka. Meira út en inn Þegar útlendingar kaupa íslensk hlutabréf eða ráðast sjálfir í framkvæmdir hér á landi er ætlunin sú að þeir fái á endanum meira til baka en þeir lögðu fram, þ.e. taki á endanum hærri upphæð út úr hagkerfinu en þeir settu inn í það. -Helst töluvert hærri upphæð því annars hefði viðkomandi einfaldlega lagt peningana inn á öruggan vaxtareikning. Fólki hættir til að ímynda sér að erlend fjárfesting valdi hreinu innstreymi fjármagns í hagkerfið en sú er ekki raunin. Þó geta fylgt kostir Hins vegar er erlend fjárfesting mikilvæg í bland vegna þess að henni fylgir oft sérfræðiþekking og bolmagn til að ráðast í stórar framkvæmdir. Auk þess er stundum skortur á fólki eða fyrirtækjum sem eru til í að leggja fram áhættufé og æskilegt getur verið að deila áhættu með útlendingum. Þegar vel gengur skapast störf í landinu og ríkið fær skatttekjur en fjárfestirinn hirðir hagnaðinn. Það væri til dæmis óskandi að álverin væru í eigu Íslendinga þegar þau skila miklum hagnaði sem streymir út úr landinu til erlendra eigenda. Spurningin er hins vegar sú hvort Íslendingar hafi verið fjárhagslega og tæknilega í stakk búnir til að reisa eigin álver og bera alla áhættuna. Það er hins vegar ekki að ástæðulausu sem við takmörkum erlenda fjárfestingu í grundvallarauðlindum landsins. Þjóðir sem missa yfirráð yfir auðlindum og framleiðsluþáttum sínum til erlendra fjárfesta verða af stórum hluta verðmætasköpunarinnar og verða öðrum háðar. Hvers erum við mengnug nú? Þá komum við aftur að þeirri skoðun forsetans að hér sé nægt fjármagn til uppbyggingar. Það er rétt að ótrúlega mikið íslenskt fjármagn liggur aðgerðalaust á bankareikningum og ávaxtast á kostnað ríkisins, líklega hátt í 2.000 milljarðar. Ef ríkisvaldið skapar þær aðstæður að fólk sjái sér aftur hag í að fjárfesta í stað þess að láta fjármagnið liggja óhreift má skapa mikla atvinnu og verðmæti fyrir þjóðarbúið úr þessum peningum. Í bland væri þó æskilegt að útlendingar með sérþekkingu á ólíkum sviðum sæju sér hag í að fjárfesta hér í fjölbreyttri atvinnustarfsemi. Því miður hefur stefna stjórnvalda hins vegar verið þveröfug. Háir vextir hafa verið greiddir fyrir að halda fjármagni úr umferð, skattar hækkaðir, ýmsir öfugir hvatar innleiddir og útlendingar fældir burt með óstöðugu stjórnarfari. Það er mikil synd því að hér voru á margan hátt að skapast kjöraðstæður fyrir fjárfestingu. Tækifærin og hætturnar Ef við snúum dæminu við getur getur Ísland fljótt orðið að landi tækifæranna. Eins og forsetinn benti óbeint á verðum við þó að muna að erlend fjárfesting er ekki ókeypis peningur. Erlend fjárfesting til að skapa verðmæti er góð en innlend fjárfesting er betri (ef hún gefur sama arð). Hér er allt til reiðu. Það að ætla að skuldsetja ríkið í von um að þannig streymi inn erlent fjármagn, eins og sumir af gagnrýnendum forsetans virðast telja vænlegt, er hins vegar stórhættulegt. Gengdarlaus erlend skuldsetning ríkis um leið og kerfinu er haldið gangandi með erlendri fjárfestingu er uppskriftin að arðrændu þriðjaheimsríki. Þetta er í raun sáraeinfalt. Það á að reka ríki eins og gott bú. Það getur borgað sig að taka lán til að kaupa dráttarvél en við seljum ekki frá okkur mjólkurkýrnar. Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta um að skapa verðmæti og eyða ekki meiru en aflað er.
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Skoðun Virðing og framkoma í rökræðum um málefni minnihlutahópa Esjar Smári Blær Gunnarsson skrifar