Meistaradeildin: Inter og CSKA Moskva komin áfram Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2010 15:38 Úr leik Chelsea og Inter í kvöld. Jose Mourinho var enn og aftur sigurvegarinn á Stamford Bridge í kvöld þegar lærisveinar hans í Inter skelltu fyrrum lærisveinum hans í Chelsea, 0-1, og 3-1 samanlagt. Sigur Inter var sanngjarn. Liðið sterkara lengst af, gaf nánast engin færi á sér og Eto´o nýtti svo eitt af færum Inter en ítalska liðið fékk mun fleiri færi í leiknum. Didier Drogba lét skapið hlaupa með sig í gönur í síðari hálfleik er hann traðkaði á Thiago Motta og var rekinn af velli. Nánari leiklýsingu má svo lesa hér að neðan. CSKA Moskva er svo mjög óvænt komið áfram eftir magnaðan 1-2 sigur á Sevilla á Spáni. Chelsea-Inter 0-1 0-1 Samuel Eto´o (78.) - sending inn fyrir teig og Eto´o afgreiddi færið laglega. Sanngjörn staða og Inter líklega á leið áfram í átta liða úrslit.86. Didier Drogba fær rautt spjald fyrir að stíga á Thiago Motta. - Inter hefur fengið tvö dauðafæri á síðustu fimm mínútum en klúðrað báðum. Gæti verið dýrt spaug. 0-0 og 20 mínútur eftir.- Chelsea verið sprækara liðið í síðari hálfleik enda þarf liðið að skora. Enn markalaust eftir 58 mínútur.- Markalaust í leikhléi. Inter sterkara liðið heilt yfir en Chelsea náði að ógna á lokamínútunum en varnarmenn Inter björguðu ávallt á elleftu stundu. Chelsea vildi fá víti er Walter Samuel reif Drogba niður í teignum. Einhverjir dómarar hefðu dæmt þar. - Eto´o fær dauðafæri eftir 33 mínútur en skalli hans af markteig er afleitur. Í grasið og yfir markið. - Enn beðið eftir fyrsta alvöru færinu eftir 30 mínútur. Inter ívið sterkari ef eitthvað er.- Stál í stál eftir 20 mínútur. Engin færi litið dagsins ljós en mikill hiti í mönnum. Það er verið að spila mikla skák á vellinum. Inter vann fyrri leikinn, 2-1 Byrjunarlið Chelsea: Turnbull, Ivanovic, Lampard, Drogba, Obi Mikel, Ballack, Malouda, Zhirkov, Terry, Alex, Anelka.Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Zanetti, Lucio, Thiago Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev. Sevilla-CSKA Moskva 1-2 0-1 Tomas Necid (39.), 1-1 Diego Perotti (41.), 1-2 Keisuke Honda (55.).CSKA fer áfram, 2-3, samanlagt. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira
Jose Mourinho var enn og aftur sigurvegarinn á Stamford Bridge í kvöld þegar lærisveinar hans í Inter skelltu fyrrum lærisveinum hans í Chelsea, 0-1, og 3-1 samanlagt. Sigur Inter var sanngjarn. Liðið sterkara lengst af, gaf nánast engin færi á sér og Eto´o nýtti svo eitt af færum Inter en ítalska liðið fékk mun fleiri færi í leiknum. Didier Drogba lét skapið hlaupa með sig í gönur í síðari hálfleik er hann traðkaði á Thiago Motta og var rekinn af velli. Nánari leiklýsingu má svo lesa hér að neðan. CSKA Moskva er svo mjög óvænt komið áfram eftir magnaðan 1-2 sigur á Sevilla á Spáni. Chelsea-Inter 0-1 0-1 Samuel Eto´o (78.) - sending inn fyrir teig og Eto´o afgreiddi færið laglega. Sanngjörn staða og Inter líklega á leið áfram í átta liða úrslit.86. Didier Drogba fær rautt spjald fyrir að stíga á Thiago Motta. - Inter hefur fengið tvö dauðafæri á síðustu fimm mínútum en klúðrað báðum. Gæti verið dýrt spaug. 0-0 og 20 mínútur eftir.- Chelsea verið sprækara liðið í síðari hálfleik enda þarf liðið að skora. Enn markalaust eftir 58 mínútur.- Markalaust í leikhléi. Inter sterkara liðið heilt yfir en Chelsea náði að ógna á lokamínútunum en varnarmenn Inter björguðu ávallt á elleftu stundu. Chelsea vildi fá víti er Walter Samuel reif Drogba niður í teignum. Einhverjir dómarar hefðu dæmt þar. - Eto´o fær dauðafæri eftir 33 mínútur en skalli hans af markteig er afleitur. Í grasið og yfir markið. - Enn beðið eftir fyrsta alvöru færinu eftir 30 mínútur. Inter ívið sterkari ef eitthvað er.- Stál í stál eftir 20 mínútur. Engin færi litið dagsins ljós en mikill hiti í mönnum. Það er verið að spila mikla skák á vellinum. Inter vann fyrri leikinn, 2-1 Byrjunarlið Chelsea: Turnbull, Ivanovic, Lampard, Drogba, Obi Mikel, Ballack, Malouda, Zhirkov, Terry, Alex, Anelka.Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Zanetti, Lucio, Thiago Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev. Sevilla-CSKA Moskva 1-2 0-1 Tomas Necid (39.), 1-1 Diego Perotti (41.), 1-2 Keisuke Honda (55.).CSKA fer áfram, 2-3, samanlagt.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Féll á lyfjaprófi á HM íslenska hestsins og missir silfur: „Eins og ég sé glæpamaður“ Sport Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum Körfubolti Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn „Þetta svíður mig mjög sárt“ Fótbolti Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Íslenski boltinn Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn Körfubolti Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri Körfubolti Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Fótbolti Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin Fótbolti Fleiri fréttir Lætur ekki einn slæman leik hafa áhrif á verkefnið Elías Rafn stóð vaktina í sigri Midtjylland á Nottingham Forest Palace neitar að tapa „Örugglega enginn sem nennir að hlusta á það“ Lausanne - Breiðablik 3-0 | Enn stigalausir á stóra sviðinu Sævar Atli neitar að fara úr markaskónum Hákon Arnar skoraði sigurmarkið en Özer stal fyrirsögninni Gömlu United-mennirnir blómstruðu í Meistaradeildinni Gullboltahafinn ekki til Íslands Íranar mega ekki mæta á HM-dráttinn Þorsteinn fær annan aðstoðarmann frá Þrótti Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ Drónabannið í Danmörku skapar vandamál fyrir fótboltafélögin „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? „Eins og það sé ekkert sem hann hræðist“ FIFA: Donald Trump ræður engu um það Frammistaðan í deildinni skiptir engu máli í dag Sjáðu Meistaradeildarmörkin hjá manninum sem United gat ekki notað Sveindís Jane að missa góðan liðsfélaga: „Sakna þín strax“ „Þetta svíður mig mjög sárt“ Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Töpuðu fyrir Íslandi en ekki í Meistaradeildinni Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Sjá meira