Meistaradeildin: Inter og CSKA Moskva komin áfram Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. mars 2010 15:38 Úr leik Chelsea og Inter í kvöld. Jose Mourinho var enn og aftur sigurvegarinn á Stamford Bridge í kvöld þegar lærisveinar hans í Inter skelltu fyrrum lærisveinum hans í Chelsea, 0-1, og 3-1 samanlagt. Sigur Inter var sanngjarn. Liðið sterkara lengst af, gaf nánast engin færi á sér og Eto´o nýtti svo eitt af færum Inter en ítalska liðið fékk mun fleiri færi í leiknum. Didier Drogba lét skapið hlaupa með sig í gönur í síðari hálfleik er hann traðkaði á Thiago Motta og var rekinn af velli. Nánari leiklýsingu má svo lesa hér að neðan. CSKA Moskva er svo mjög óvænt komið áfram eftir magnaðan 1-2 sigur á Sevilla á Spáni. Chelsea-Inter 0-1 0-1 Samuel Eto´o (78.) - sending inn fyrir teig og Eto´o afgreiddi færið laglega. Sanngjörn staða og Inter líklega á leið áfram í átta liða úrslit.86. Didier Drogba fær rautt spjald fyrir að stíga á Thiago Motta. - Inter hefur fengið tvö dauðafæri á síðustu fimm mínútum en klúðrað báðum. Gæti verið dýrt spaug. 0-0 og 20 mínútur eftir.- Chelsea verið sprækara liðið í síðari hálfleik enda þarf liðið að skora. Enn markalaust eftir 58 mínútur.- Markalaust í leikhléi. Inter sterkara liðið heilt yfir en Chelsea náði að ógna á lokamínútunum en varnarmenn Inter björguðu ávallt á elleftu stundu. Chelsea vildi fá víti er Walter Samuel reif Drogba niður í teignum. Einhverjir dómarar hefðu dæmt þar. - Eto´o fær dauðafæri eftir 33 mínútur en skalli hans af markteig er afleitur. Í grasið og yfir markið. - Enn beðið eftir fyrsta alvöru færinu eftir 30 mínútur. Inter ívið sterkari ef eitthvað er.- Stál í stál eftir 20 mínútur. Engin færi litið dagsins ljós en mikill hiti í mönnum. Það er verið að spila mikla skák á vellinum. Inter vann fyrri leikinn, 2-1 Byrjunarlið Chelsea: Turnbull, Ivanovic, Lampard, Drogba, Obi Mikel, Ballack, Malouda, Zhirkov, Terry, Alex, Anelka.Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Zanetti, Lucio, Thiago Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev. Sevilla-CSKA Moskva 1-2 0-1 Tomas Necid (39.), 1-1 Diego Perotti (41.), 1-2 Keisuke Honda (55.).CSKA fer áfram, 2-3, samanlagt. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira
Jose Mourinho var enn og aftur sigurvegarinn á Stamford Bridge í kvöld þegar lærisveinar hans í Inter skelltu fyrrum lærisveinum hans í Chelsea, 0-1, og 3-1 samanlagt. Sigur Inter var sanngjarn. Liðið sterkara lengst af, gaf nánast engin færi á sér og Eto´o nýtti svo eitt af færum Inter en ítalska liðið fékk mun fleiri færi í leiknum. Didier Drogba lét skapið hlaupa með sig í gönur í síðari hálfleik er hann traðkaði á Thiago Motta og var rekinn af velli. Nánari leiklýsingu má svo lesa hér að neðan. CSKA Moskva er svo mjög óvænt komið áfram eftir magnaðan 1-2 sigur á Sevilla á Spáni. Chelsea-Inter 0-1 0-1 Samuel Eto´o (78.) - sending inn fyrir teig og Eto´o afgreiddi færið laglega. Sanngjörn staða og Inter líklega á leið áfram í átta liða úrslit.86. Didier Drogba fær rautt spjald fyrir að stíga á Thiago Motta. - Inter hefur fengið tvö dauðafæri á síðustu fimm mínútum en klúðrað báðum. Gæti verið dýrt spaug. 0-0 og 20 mínútur eftir.- Chelsea verið sprækara liðið í síðari hálfleik enda þarf liðið að skora. Enn markalaust eftir 58 mínútur.- Markalaust í leikhléi. Inter sterkara liðið heilt yfir en Chelsea náði að ógna á lokamínútunum en varnarmenn Inter björguðu ávallt á elleftu stundu. Chelsea vildi fá víti er Walter Samuel reif Drogba niður í teignum. Einhverjir dómarar hefðu dæmt þar. - Eto´o fær dauðafæri eftir 33 mínútur en skalli hans af markteig er afleitur. Í grasið og yfir markið. - Enn beðið eftir fyrsta alvöru færinu eftir 30 mínútur. Inter ívið sterkari ef eitthvað er.- Stál í stál eftir 20 mínútur. Engin færi litið dagsins ljós en mikill hiti í mönnum. Það er verið að spila mikla skák á vellinum. Inter vann fyrri leikinn, 2-1 Byrjunarlið Chelsea: Turnbull, Ivanovic, Lampard, Drogba, Obi Mikel, Ballack, Malouda, Zhirkov, Terry, Alex, Anelka.Byrjunarlið Inter: Julio Cesar, Zanetti, Lucio, Thiago Motta, Eto´o, Sneijder, Maicon, Cambiasso, Milito, Samuel, Pandev. Sevilla-CSKA Moskva 1-2 0-1 Tomas Necid (39.), 1-1 Diego Perotti (41.), 1-2 Keisuke Honda (55.).CSKA fer áfram, 2-3, samanlagt.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Fleiri fréttir Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bolivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Sjá meira