Með lögum skal land byggja Jón Gunnarsson skrifar 29. júlí 2009 06:00 Ástand í lögreglumálum landsins er óþolandi. Við þessa þróun mála verður ekki unað. Öryggi borgaranna er grundvallaratriði í okkar samfélagi og við þær erfiðu og sársaukafullu aðstæður sem nú eru uppi verður að forgangsraða í þágu þeirra. Framlög til löggæslumála hækkaðu umfram launavísitölu á árunum 2004 til 2008. Um það má deila hvort nóg hafi verið að gert því ljóst er að verkefnum fjölgaði mikið á þessu tímabili. Ráðist hefur verið í mikilvægar og góðar skipulagsbreytingar á undanförnum árum og áfram verður að feta þá leið af skynsemi. Atburðir vetrarins minna okkur á mikilvægi þess að hafa vel mannað lögreglulið. Það var aðdáunarvert að fylgjast með öryggisgæslu lögreglunnar við mjög krefjandi aðstæður á Austurvelli í vetur. Yfirvegun og skilningur einkenndu vinnubrögð og framkomu lögreglunnar á meðan almenningur lét reiði sína bitna á henni við skyldustörf. Á sama tíma lögðust einstaka þingmenn Vinstri grænna svo lágt að gagnrýna yfirveguð vinnubrögð þeirra og hreinlega hvöttu unga mótmælendur til að ganga lengra í mótmælum sínum. Nú situr þetta sama fólk við stjórnvölinn og við búum við aðgerðarleysi þeirra á þessum vettvangi sem öðrum. Það verður ekki búið við að lögregla og Landhelgisgæsla, hornsteinar í öryggismálum, búi við það ástand að öryggi íbúanna sé ógnað og tilheyrandi atgervisflótti úr þessum stéttum verði staðreynd. Mikil hætta er á því ef ekki verður búið vel að því góða fólki sem sinnir þessum mikilvægu störfum. Við verðum að búa því mannsæmandi vinnuaðstöðu og tryggja öryggi þess sem best verður kosið. Aðstæður í samfélagi okkar kalla á aukin verkefni lögreglu. Það sést best á þeirri aukningu afbrotamanna sem bíða afplánunar vegna yfirfullra fangelsa. Við þær aðstæður er óverjandi að fækka frekar í lögregluliði okkar. Á meðan endurskipulagning í málaflokknum fer fram verðum við að halda sjó. Það er algert ábyrgðarleysi af hálfu vinstri stjórnarinnar ef þess verður ekki gætt. Höfundur er alþingismaður og formaður stjórnar Samhæfingarstöðvarinnar Skógarhlíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Sjá meira
Ástand í lögreglumálum landsins er óþolandi. Við þessa þróun mála verður ekki unað. Öryggi borgaranna er grundvallaratriði í okkar samfélagi og við þær erfiðu og sársaukafullu aðstæður sem nú eru uppi verður að forgangsraða í þágu þeirra. Framlög til löggæslumála hækkaðu umfram launavísitölu á árunum 2004 til 2008. Um það má deila hvort nóg hafi verið að gert því ljóst er að verkefnum fjölgaði mikið á þessu tímabili. Ráðist hefur verið í mikilvægar og góðar skipulagsbreytingar á undanförnum árum og áfram verður að feta þá leið af skynsemi. Atburðir vetrarins minna okkur á mikilvægi þess að hafa vel mannað lögreglulið. Það var aðdáunarvert að fylgjast með öryggisgæslu lögreglunnar við mjög krefjandi aðstæður á Austurvelli í vetur. Yfirvegun og skilningur einkenndu vinnubrögð og framkomu lögreglunnar á meðan almenningur lét reiði sína bitna á henni við skyldustörf. Á sama tíma lögðust einstaka þingmenn Vinstri grænna svo lágt að gagnrýna yfirveguð vinnubrögð þeirra og hreinlega hvöttu unga mótmælendur til að ganga lengra í mótmælum sínum. Nú situr þetta sama fólk við stjórnvölinn og við búum við aðgerðarleysi þeirra á þessum vettvangi sem öðrum. Það verður ekki búið við að lögregla og Landhelgisgæsla, hornsteinar í öryggismálum, búi við það ástand að öryggi íbúanna sé ógnað og tilheyrandi atgervisflótti úr þessum stéttum verði staðreynd. Mikil hætta er á því ef ekki verður búið vel að því góða fólki sem sinnir þessum mikilvægu störfum. Við verðum að búa því mannsæmandi vinnuaðstöðu og tryggja öryggi þess sem best verður kosið. Aðstæður í samfélagi okkar kalla á aukin verkefni lögreglu. Það sést best á þeirri aukningu afbrotamanna sem bíða afplánunar vegna yfirfullra fangelsa. Við þær aðstæður er óverjandi að fækka frekar í lögregluliði okkar. Á meðan endurskipulagning í málaflokknum fer fram verðum við að halda sjó. Það er algert ábyrgðarleysi af hálfu vinstri stjórnarinnar ef þess verður ekki gætt. Höfundur er alþingismaður og formaður stjórnar Samhæfingarstöðvarinnar Skógarhlíð.
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar