Staða eldri borgara í dag Kolbrún Halldórsdóttir. skrifar 27. febrúar 2009 17:14 Það er ekki langt síðan að margir höfðu þá trú að uppsveifla ríkti í íslensku þjóðfélagi. Annað kom á daginn á haustmánuðum 2008 þegar efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi. Óhætt er að fullyrða að enginn fari varhluta af áhrifum og afleiðingum hrunsins. Sú uppsveifla sem átti sér stað fram að því hafði leitt til þess að sumar atvinnugreinar stækkuðu á meðan aðrar drógust saman. Á tímabili var töluverður fólksflótti úr þeim störfum þar sem ekki var krafist framhalds- eða háskólamenntunar. Þau störf sem síst voru eftirsótt á þessum tíma voru m.a. ýmis aðhlynningar-, umönnunar- og þjónustustörf. Á þessum tíma var bæði leitað til eldri borgara og þeir sjálfir, sem treystu sér til, tóku að sér ýmis verkefni út í atvinnulífinu. Flestir voru og eru sammála um að starfskraftar úr röðum eldri borgara eru eftirsóttir starfskraftar enda fólk sem hefur lifað tímana tvenna, safnað að sér fjölþættri þekkingu og áratuga reynslu. Nú þegar aðstæður hafa breyst til hins verra og atvinnuleysi fer vaxandi með hverjum degi er því miður fyrirsjáanlegt að einmitt þessi litli hópur sem e.t.v. var að byrja að hasla sér völl á ný þegar þörfin var hvað mest hverfi nú hratt af vinnumarkaðnum. Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur sem eiga það aðeins eitt sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert líkari eða ólíkari en hópar fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Þegar vísað er til hópsins eldri borgarar kemur gjarnan upp í hugann hugtakið heilsa og hvort hún sé góð eða slæm. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er ljóst að með hækkandi aldri aukast líkur á heilsubresti. En hópurinn sem við köllum eldri borgarar er ekki einsleitur hópur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Félagslegar aðstæður eldri borgara eru einnig afar mismunandi. Sumir eiga því láni að fagna að eiga maka á lífi. Aðrir hafa misst maka sína, og í erfiðustu tilvikunum eru báðir aðilar orðnir máttfarnir og sjúkir. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður er stór áhrifaþáttur í lífi eldri borgara. Leiða má líkum að því að margir eldri borgarar búi við þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Þeir hafa margir hverjir á langri ævi unnið mikið, eignast húsnæði og alið upp börnin sín og geta nú notið ævistarfsins áhyggjulaus. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að fólk eigi að geta lifað áhyggjulausu lífi þegar það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Sú staða að eldri borgari þessa lands líði skort er fyrir flesta ónotaleg tilfinning. Þegar þessar efnahagshörmungar dundu yfir í lok síðasta árs töpuðu margir eldri borgarar miklu fé, sumir ævilöngum sparnaði sínum. Vitað var að dágóður hópur eldri borgara hafði ekki nægjanleg fjárráð áður en hrunið skall á. Fleiri hafa nú bæst í þann hóp. Það hlýtur að vera markmið allra stjórnmálaflokka sem vilja gera sig gildandi við stjórnvöl þjóðarskútunnar að helst enginn hvort sem það eru ungir eða aldnir fylli hóp þeirra sem líða skort. Það hlýtur jafnframt að vera markmið núverandi og komandi ráðamanna að leggja allt af mörkum til að geta boðið eldri borgurum að vera á vinnumarkaði eins og þeir treysta sér til. Með þátttöku þeirra í atvinnulífinu geta eldri borgarar miðlað til okkar hinna sem yngri eru þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum og dýrmætum menningararfi. Slík arfleifð skilar sér í munnlegum samskiptum, þegar fólk talar saman. Tenging kynslóða er ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ekki langt síðan að margir höfðu þá trú að uppsveifla ríkti í íslensku þjóðfélagi. Annað kom á daginn á haustmánuðum 2008 þegar efnahagskerfi þjóðarinnar hrundi. Óhætt er að fullyrða að enginn fari varhluta af áhrifum og afleiðingum hrunsins. Sú uppsveifla sem átti sér stað fram að því hafði leitt til þess að sumar atvinnugreinar stækkuðu á meðan aðrar drógust saman. Á tímabili var töluverður fólksflótti úr þeim störfum þar sem ekki var krafist framhalds- eða háskólamenntunar. Þau störf sem síst voru eftirsótt á þessum tíma voru m.a. ýmis aðhlynningar-, umönnunar- og þjónustustörf. Á þessum tíma var bæði leitað til eldri borgara og þeir sjálfir, sem treystu sér til, tóku að sér ýmis verkefni út í atvinnulífinu. Flestir voru og eru sammála um að starfskraftar úr röðum eldri borgara eru eftirsóttir starfskraftar enda fólk sem hefur lifað tímana tvenna, safnað að sér fjölþættri þekkingu og áratuga reynslu. Nú þegar aðstæður hafa breyst til hins verra og atvinnuleysi fer vaxandi með hverjum degi er því miður fyrirsjáanlegt að einmitt þessi litli hópur sem e.t.v. var að byrja að hasla sér völl á ný þegar þörfin var hvað mest hverfi nú hratt af vinnumarkaðnum. Eldri borgarar eru fjölbreyttur hópur sem eiga það aðeins eitt sameiginlegt að hafa náð ákveðnum aldri sem skilgreinir þá sem eldri borgara. Að öðru leyti er þessi hópur ekkert líkari eða ólíkari en hópar fólks á einhverju öðru aldursskeiði. Þegar vísað er til hópsins eldri borgarar kemur gjarnan upp í hugann hugtakið heilsa og hvort hún sé góð eða slæm. Þótt heilsuleysi geti gert vart við sig á öllum aldursskeiðum er ljóst að með hækkandi aldri aukast líkur á heilsubresti. En hópurinn sem við köllum eldri borgarar er ekki einsleitur hópur. Hluti þeirra er við góða heilsu, hluti við þokkalega heilsu og enn annar við bágborna heilsu. Félagslegar aðstæður eldri borgara eru einnig afar mismunandi. Sumir eiga því láni að fagna að eiga maka á lífi. Aðrir hafa misst maka sína, og í erfiðustu tilvikunum eru báðir aðilar orðnir máttfarnir og sjúkir. Fjárhagur og fjárhagsaðstæður er stór áhrifaþáttur í lífi eldri borgara. Leiða má líkum að því að margir eldri borgarar búi við þokkalegt fjárhagslegt öryggi. Þeir hafa margir hverjir á langri ævi unnið mikið, eignast húsnæði og alið upp börnin sín og geta nú notið ævistarfsins áhyggjulaus. Sjálfsagt er að gera ráð fyrir að fólk eigi að geta lifað áhyggjulausu lífi þegar það hefur lagt sitt af mörkum til samfélagsins. Sú staða að eldri borgari þessa lands líði skort er fyrir flesta ónotaleg tilfinning. Þegar þessar efnahagshörmungar dundu yfir í lok síðasta árs töpuðu margir eldri borgarar miklu fé, sumir ævilöngum sparnaði sínum. Vitað var að dágóður hópur eldri borgara hafði ekki nægjanleg fjárráð áður en hrunið skall á. Fleiri hafa nú bæst í þann hóp. Það hlýtur að vera markmið allra stjórnmálaflokka sem vilja gera sig gildandi við stjórnvöl þjóðarskútunnar að helst enginn hvort sem það eru ungir eða aldnir fylli hóp þeirra sem líða skort. Það hlýtur jafnframt að vera markmið núverandi og komandi ráðamanna að leggja allt af mörkum til að geta boðið eldri borgurum að vera á vinnumarkaði eins og þeir treysta sér til. Með þátttöku þeirra í atvinnulífinu geta eldri borgarar miðlað til okkar hinna sem yngri eru þroskuðum viðhorfum, sögulegum venjum og hefðum og dýrmætum menningararfi. Slík arfleifð skilar sér í munnlegum samskiptum, þegar fólk talar saman. Tenging kynslóða er ávinningur fyrir samfélagið í heild sinni. Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur gefur kost á sér í 4.-5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun