Hátæknisjúkrahús 19. janúar 2009 04:00 Jón Gunnarsson skrifar um sjúkrahús Hörð viðbrögð hafa víða komið vegna tillagna heilbrigðisráðherra um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk hans við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu er ekki öfundsvert. Málaflokkurinn er mikilvægur og sterkar tilfinningar eru gagnvart sjúkrastofnunum. Framtíðaráætlanir gera ráð fyrir að byggt verði hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Um er að ræða einhverja dýrustu framkvæmd sem farið hefur verið í hérlendis. Á fjárlögum þessa árs er reiknað með 400 milljónum í undirbúningsvinnu vegna verkefnisins. Áætlaður byggingarkostnaður er á reiki en talað er um að hann verði ekki langt frá 100 milljörðum króna. Þá er ótalinn mikill kostnaður vegna nauðsynlegra samgöngumannvirkja sem óhjákvæmilegt verður að byggja samhliða. Ég hef alla tíð verið efins vegna þessarar stefnu og tilheyrt þeim hópi sem hefur viljað skoða þá leið að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu þ.m.t. svokölluð kragasjúkrahús. Margur ávinningur er af þeirri leið og deildar meiningar eru um rekstrarhagræði af einni stórri stofnun sem tæki til sín stóran hluta verkefna og fjármagns. Efling minni sjúkrastofnana eflir læknisþjónustu í héraði, veitir persónulegri og skilvirkari þjónustu. Einnig má rökstyðja að ákveðin samkeppni sem myndast milli stofnana auki líkur á betri nýtingu þess fjármagns sem þær hafa til ráðstöfunar. Í umræðum síðustu daga hafa fulltrúar sveitarfélaga, þar sem staðsettar eru sjúkrastofnanir, komið fram og lýst yfir áhuga á að taka yfir rekstur þeirra. Sú hugmynd er allrar athygli verð og kemur heim og saman við þá skoðun að nærþjónusta við íbúana sé betur komin í höndum sveitarfélaga. Breytingar í íslensku samfélagi kalla á endurmat þess hvert stefna skuli í málefnum sjúkrastofnana. Áður en margar þeirra hugmynda sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt koma til framkvæmda þarf að endurmeta stöðuna. Á meðan er nauðsynlegt að fresta öllum ákvörðunum um að leggja í frekari framkvæmdir við hátæknisjúkrahús. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson skrifar um sjúkrahús Hörð viðbrögð hafa víða komið vegna tillagna heilbrigðisráðherra um hagræðingu í heilbrigðiskerfinu. Hlutverk hans við þær erfiðu aðstæður sem nú eru í samfélaginu er ekki öfundsvert. Málaflokkurinn er mikilvægur og sterkar tilfinningar eru gagnvart sjúkrastofnunum. Framtíðaráætlanir gera ráð fyrir að byggt verði hátæknisjúkrahús í Vatnsmýrinni í Reykjavík. Um er að ræða einhverja dýrustu framkvæmd sem farið hefur verið í hérlendis. Á fjárlögum þessa árs er reiknað með 400 milljónum í undirbúningsvinnu vegna verkefnisins. Áætlaður byggingarkostnaður er á reiki en talað er um að hann verði ekki langt frá 100 milljörðum króna. Þá er ótalinn mikill kostnaður vegna nauðsynlegra samgöngumannvirkja sem óhjákvæmilegt verður að byggja samhliða. Ég hef alla tíð verið efins vegna þessarar stefnu og tilheyrt þeim hópi sem hefur viljað skoða þá leið að efla og sérhæfa starfsemi stærri sjúkrahúsa á nokkrum stöðum á landinu þ.m.t. svokölluð kragasjúkrahús. Margur ávinningur er af þeirri leið og deildar meiningar eru um rekstrarhagræði af einni stórri stofnun sem tæki til sín stóran hluta verkefna og fjármagns. Efling minni sjúkrastofnana eflir læknisþjónustu í héraði, veitir persónulegri og skilvirkari þjónustu. Einnig má rökstyðja að ákveðin samkeppni sem myndast milli stofnana auki líkur á betri nýtingu þess fjármagns sem þær hafa til ráðstöfunar. Í umræðum síðustu daga hafa fulltrúar sveitarfélaga, þar sem staðsettar eru sjúkrastofnanir, komið fram og lýst yfir áhuga á að taka yfir rekstur þeirra. Sú hugmynd er allrar athygli verð og kemur heim og saman við þá skoðun að nærþjónusta við íbúana sé betur komin í höndum sveitarfélaga. Breytingar í íslensku samfélagi kalla á endurmat þess hvert stefna skuli í málefnum sjúkrastofnana. Áður en margar þeirra hugmynda sem heilbrigðisráðherra hefur kynnt koma til framkvæmda þarf að endurmeta stöðuna. Á meðan er nauðsynlegt að fresta öllum ákvörðunum um að leggja í frekari framkvæmdir við hátæknisjúkrahús. Höfundur er alþingismaður.
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir Skoðun