
Hvatning til þjóðarinnar
Íslendingar eiga þó alla möguleika á að vinna sig út úr efnahagskreppunni á farsælan hátt. Til þess þarf skýr leiðarljós, samráð og samstöðu um grundvallarákvarðanir, því sagan sýnir að þegar íslenska þjóðin stendur saman vegnar henni vel.
Stefna stjórnvalda undanfarna tvo áratugi um eflingu menntunar skiptir miklu við þessar aðstæður og vegna auðlinda okkar og sterkra innviða erum við í öfundsverðri stöðu í flestu tilliti samanborið við aðrar þjóðir.
Nú skiptir öllu að stjórnvöld beiti hvetjandi aðgerðum til að blása þjóðinni kjark í brjóst og tiltrú á framtíðarmöguleika okkar. Aðgerðir ríkisstjórnarinnar á líðandi ári munu á hinn bóginn hafa letjandi áhrif, því hærri skattar og þyngri álögur draga úr frumkvæði og lama sköpunarkraft. Sú hætta steðjar að okkur að þjóðin missi móðinn, hætti að trúa á að hún geti sigrast á erfiðleikunum. Slíkt vonleysi hefur gríðarlega neikvæð áhrif á uppbyggingu samfélagsins.
Nú þarf að örva atvinnulífið, en ekki brjóta það niður. Nýta verður auðlindirnar til verðmætasköpunar og atvinnuuppbyggingar, í þjónustu, iðnaði og á öðrum sviðum. Heimilin í landinu verða einnig að fá svör við því hvernig bregðast á við skuldavanda þeirra. Meðan á þeim svörum stendur aukast líkur á að ungar fjölskyldur, sem ástandið bitnar hvað verst á, missi móðinn.
Ríkisstjórnin hefur á síðustu mánuðum eytt öllum sínum kröftum í að fá Icesave-málið samþykkt á Alþingi. Þeir samningar sem liggja málinu til grundvallar fela í sér mestu mistök íslenskrar ríkisstjórnar í áraraðir. Niðurstaða málsins gengur gegn hagsmunum Íslendinga en tekur þess í stað mið af þeim kröfum og skilmálum sem viðsemjendur okkar hafa þvingað fram og ríkisstjórnin gefið eftir. Það er því ekki ofmælt að segja ríkisstjórnina hafa brugðist hagsmunagæsluhlutverki sínu fyrir almenning.
Komist Sjálfstæðisflokkurinn til áhrifa við landsstjórnina mun það verða fyrsta verk okkar að leita allra leiða til þess að rétta hlut íslensku þjóðarinnar sem hefur svo illilega verið fyrir borð borinn. Það er skylda okkar gagnvart framtíðarkynslóðum þessa lands og undan henni munum við ekki hlaupast.
Sagan geymir mörg dæmi um meiri erfiðleika en þá sem við fáumst nú við og við Íslendingar höfum sigrast farsællega á. Af sögunni má bæði draga lærdóm og sækja kjark og baráttuþrek. Það er einnig mikilvægt að við nýtum reynslu annarra þjóða, þeirra sem best hefur tekist að vinna sig út úr áföllum.
Brýnt er að að byrja á að ávinna sér traust og trúverðugleika þegna sinna með aðgerðum sem samstaða hefur verið um. Það er best gert með skýrri framtíðarstefnu, aðgerðaráætlun og ítarlegri greiningu á vandanum sem við blasir. Mikilvægt er að leggja kapp á að lágmarka atvinnuleysi og nýta þekkingu og þann mannauð sem í fólkinu býr, m.a. með því að byggja upp hugvit og verkvit í atvinnulífi og menntakerfi. Þeim hefur farnast best sem sýnt hafa aðhald í ríkisrekstri, forðast óþarfa skuldsetningu og sagt sóun stríð á hendur. Nauðsynlegt er einnig að nýta til hins ýtrasta tækifæri til uppbyggingar, á þeim grunnstoðum atvinnulífsins sem fyrir eru, sem og á vettvangi nýsköpunar. Af þessari reynslu eigum við Íslendingar að læra, nýta okkur mun betur en gert hefur verið og snúa af þeirri braut sem ríkisstjórnin er lögð af stað eftir. Sjálfstæðisflokkurinn mun hér eftir sem hingað til leggja áherslu á uppbyggingu og framfarir á þessum forsendum.
Á næstu vikum mun rannsóknarnefnd Alþingis kynna niðurstöður sínar. Þær þarf að taka alvarlega, ræða af yfirvegun og nýta á uppbyggilegan hátt meðal annars með hliðsjón af reynslu annarra þjóða. Af þeim þurfum við að læra og á grundvelli þeirra meta hvernig endurskipuleggja beri stjórn- og eftirlitskerfi með það að markmiði að tryggja að sagan endurtaki sig ekki. Lánist okkur það munum við standa sterkari eftir.
Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég landsmönnum öllum árs og friðar og velfarnaðar á komandi ári.
Höfundur er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Skoðun

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Erlingur Erlingsson skrifar

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar

Stöndum vörð um akademískt frelsi
Björn Þorsteinsson skrifar

Samræmd próf jafna stöðuna
Jón Pétur Zimsen skrifar

VR og við sem erum miðaldra
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Áslaug Arna - minn formaður
Katrín Atladóttir skrifar

Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa
Pétur Henry Petersen skrifar

Djarfar áherslur – sterkara VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn!
Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum
Sigvaldi Einarsson skrifar

Síðasti naglinn í líkkistuna?
Ragnheiður Stephensen skrifar

Af töppum
Einar Bárðarson skrifar

Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn
Birgir Dýrfjörð skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins?
Ingunn Björnsdóttir skrifar

Stétt með stétt?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Áfram kennarar!
Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar

Landshornalýðurinn á Hálsunum
Hákon Gunnarsson skrifar

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar

Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi
Árni Einarsson skrifar

Hugleiðing á konudag
Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma
Svanur Guðmundsson skrifar

Hafnaðir þú Margrét Sanders?
Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar

Viðbrögð barna við sorg
Matthildur Bjarnadóttir skrifar

Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf
Hafrún Kristjánsdóttir skrifar

Aðgát skal höfð...
Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar