Heildartök á stjórn efnahagsmála 5. nóvember 2009 06:00 Nýtt skipurit forsætisráðuneytisins öðlaðist gildi þann 1. október síðastliðinn. Við endurskipulagninguna var m.a. litið til annarra Norðurlanda og þá einkum Danmerkur. Í forsætisráðuneytum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru ekki sérstakar efnahagsskrifstofur og efnahagsmál eru ekki skilgreind sérstaklega á ábyrgðarsviði forsætisráðherra í þessum löndum. Finnski sérfræðingurinn Karlo Jännäri gagnrýndi í ítarlegri skýrslu sinni til íslenskra stjórnvalda að efnahagsmál heyrðu undir of marga aðila hér á landi. Hann lagði til að efnahagsmál yrðu færð undir eitt ráðuneyti. Niðurstaðan varð að færa það hlutverk til eflds viðskiptaráðuneytis sem ber nú heitið efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Með þeirri breytingu gefst tækifæri til þess að endurskipuleggja starfsemi allra sem áður fjölluðu um efnahagsmál á vettvangi ríkisins. Í fámennri og smárri stjórnsýslu er afar mikilvægt að samræma þessi verkefni. Efnahagsskrifstofa forsætisráðuneytisins og efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins hafa verið sameinaðar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og Seðlabankinn, Hagstofan og Fjármálaeftirlitið heyra nú undir efnahags- og viðskiptaráðherrann. Áður var ábyrgð efnahagsmála dreifð á þrjá ráðherra og það gafst því miður ekki vel. Efnahagsmál forgangsmálForsætisráðuneytið mun fyrst og fremst sinna forystu- og samræmingarhlutverki innan stjórnarráðsins í heild sinni samkvæmt nýju skipulagi og verkstjórnarhlutverk þess verður eflt umtalsvert. Umfjöllun um efnahagsmál, stöðu mála og eftirfylgni verður meðal forgangsmála innan forsætisráðuneytisins. Í samræmi við það er í nýju skipulagi forsætisráðuneytisins sett á fót ráðherranefnd um efnahagsmál og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gildandi efnahagsáætlun, undir forystu forsætisráðherra. Nefndin starfar samkvæmt sérstökum reglum og hittist á vikulegum fundum og fer yfir stöðu helstu verkefna á sviði efnahagsmála. Í nefndinni eru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Nefndin kallar eftir atvikum á sinn fund aðra ráðherra og hagsmunaaðila, s.s. Samband íslenskra sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa viðskiptalífsins. Fjórar nýjar ráðherranefndirAuk ráðherranefndar um efnahagsmál hafa verið settar á fót í forsætisráðuneytinu ráðherranefndir um ríkisfjármál, Evrópumál og jafnréttismál. Skipulag þessara nefnda er aðgengilegt á heimasíðu forsætisráðuneytisins http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/skipurit/ og munu þær starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin. Forsætisráðherra mun þannig hafa glögga yfirsýn og áhrif á þessum veigamiklu málefnasviðum og jafnframt nýta í hverju máli fagþekkingu sem liggur í einstökum ráðuneytum og stofnunum þeirra. Þannig eflist þekking og starfsemi fyrst og fremst á hverju fagsviði fyrir sig en ekki á sérstakri fámennri einingu innan forsætisráðuneytisins. Með þessu nýja skipulagi er jafnframt m.a. mætt gagnrýni í nýútkominni greinargerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem smæð íslenskra stofnana er gagnrýnd. Bætt úr ágöllumÍsland hefur allt frá um 1980 verið í hópi hagsælustu þjóða heims og efnisleg lífsgæði verið mikil. Efnislegum gæðum var þó misskipt og fór misskiptingin ört vaxandi í löngum aðdraganda banka- og gjaldeyriskreppunnar haustið 2008 þegar hugmyndum nýfrjálshyggjunnar var sleppt lausum af helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hluti hinna efnislegu gæða var fjármagnaður með lánsfé og viðskiptahalli þjóðarbúsins var svo mikill og langvarandi að harðri lendingu efnahagslífsins hafði verið spáð um árabil. Það er því ekki að ófyrirsynju sem „útrásartíminn" svokallaði hefur fremur verið kenndur við óráðsíu en raunverulega hagsæld eins og bent er á í Íslandi 2009, stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þjóðin geldur nú fyrir þróun undanfarinna ára með viðamiklum bakreikningum. Um það verður ekki deilt að margt brást hér í stjórn efnahagsmála á löngum tíma í aðdraganda hrunsins. Ástæður þess má meðal annars rekja til þess að of margir aðilar voru að fást við stjórn þeirra án þess að heildarábyrgð væri ljós. Nú hefur verið bætt úr því og mótaður grundvöllur til þess að ná heildartökum á stjórn efnahagsmála innan stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar. Almenningur á heimtingu á því. Höfundur er forsætisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Sjá meira
Nýtt skipurit forsætisráðuneytisins öðlaðist gildi þann 1. október síðastliðinn. Við endurskipulagninguna var m.a. litið til annarra Norðurlanda og þá einkum Danmerkur. Í forsætisráðuneytum í Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Danmörku eru ekki sérstakar efnahagsskrifstofur og efnahagsmál eru ekki skilgreind sérstaklega á ábyrgðarsviði forsætisráðherra í þessum löndum. Finnski sérfræðingurinn Karlo Jännäri gagnrýndi í ítarlegri skýrslu sinni til íslenskra stjórnvalda að efnahagsmál heyrðu undir of marga aðila hér á landi. Hann lagði til að efnahagsmál yrðu færð undir eitt ráðuneyti. Niðurstaðan varð að færa það hlutverk til eflds viðskiptaráðuneytis sem ber nú heitið efnahags- og viðskiptaráðuneyti. Með þeirri breytingu gefst tækifæri til þess að endurskipuleggja starfsemi allra sem áður fjölluðu um efnahagsmál á vettvangi ríkisins. Í fámennri og smárri stjórnsýslu er afar mikilvægt að samræma þessi verkefni. Efnahagsskrifstofa forsætisráðuneytisins og efnahagsskrifstofa fjármálaráðuneytisins hafa verið sameinaðar í efnahags- og viðskiptaráðuneytinu og Seðlabankinn, Hagstofan og Fjármálaeftirlitið heyra nú undir efnahags- og viðskiptaráðherrann. Áður var ábyrgð efnahagsmála dreifð á þrjá ráðherra og það gafst því miður ekki vel. Efnahagsmál forgangsmálForsætisráðuneytið mun fyrst og fremst sinna forystu- og samræmingarhlutverki innan stjórnarráðsins í heild sinni samkvæmt nýju skipulagi og verkstjórnarhlutverk þess verður eflt umtalsvert. Umfjöllun um efnahagsmál, stöðu mála og eftirfylgni verður meðal forgangsmála innan forsætisráðuneytisins. Í samræmi við það er í nýju skipulagi forsætisráðuneytisins sett á fót ráðherranefnd um efnahagsmál og samskipti við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og gildandi efnahagsáætlun, undir forystu forsætisráðherra. Nefndin starfar samkvæmt sérstökum reglum og hittist á vikulegum fundum og fer yfir stöðu helstu verkefna á sviði efnahagsmála. Í nefndinni eru forsætisráðherra, fjármálaráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra. Nefndin kallar eftir atvikum á sinn fund aðra ráðherra og hagsmunaaðila, s.s. Samband íslenskra sveitarfélaga, aðila vinnumarkaðarins og fulltrúa viðskiptalífsins. Fjórar nýjar ráðherranefndirAuk ráðherranefndar um efnahagsmál hafa verið settar á fót í forsætisráðuneytinu ráðherranefndir um ríkisfjármál, Evrópumál og jafnréttismál. Skipulag þessara nefnda er aðgengilegt á heimasíðu forsætisráðuneytisins http://www.forsaetisraduneyti.is/raduneyti/skipurit/ og munu þær starfa samkvæmt formföstu skipulagi og á föstum fundum á sama hátt og ríkisstjórnin. Forsætisráðherra mun þannig hafa glögga yfirsýn og áhrif á þessum veigamiklu málefnasviðum og jafnframt nýta í hverju máli fagþekkingu sem liggur í einstökum ráðuneytum og stofnunum þeirra. Þannig eflist þekking og starfsemi fyrst og fremst á hverju fagsviði fyrir sig en ekki á sérstakri fámennri einingu innan forsætisráðuneytisins. Með þessu nýja skipulagi er jafnframt m.a. mætt gagnrýni í nýútkominni greinargerð starfsmanna Alþjóðagjaldeyrissjóðsins þar sem smæð íslenskra stofnana er gagnrýnd. Bætt úr ágöllumÍsland hefur allt frá um 1980 verið í hópi hagsælustu þjóða heims og efnisleg lífsgæði verið mikil. Efnislegum gæðum var þó misskipt og fór misskiptingin ört vaxandi í löngum aðdraganda banka- og gjaldeyriskreppunnar haustið 2008 þegar hugmyndum nýfrjálshyggjunnar var sleppt lausum af helmingaskiptastjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks. Hluti hinna efnislegu gæða var fjármagnaður með lánsfé og viðskiptahalli þjóðarbúsins var svo mikill og langvarandi að harðri lendingu efnahagslífsins hafði verið spáð um árabil. Það er því ekki að ófyrirsynju sem „útrásartíminn" svokallaði hefur fremur verið kenndur við óráðsíu en raunverulega hagsæld eins og bent er á í Íslandi 2009, stöðuskýrslu Félagsvísindastofnunar og Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands. Þjóðin geldur nú fyrir þróun undanfarinna ára með viðamiklum bakreikningum. Um það verður ekki deilt að margt brást hér í stjórn efnahagsmála á löngum tíma í aðdraganda hrunsins. Ástæður þess má meðal annars rekja til þess að of margir aðilar voru að fást við stjórn þeirra án þess að heildarábyrgð væri ljós. Nú hefur verið bætt úr því og mótaður grundvöllur til þess að ná heildartökum á stjórn efnahagsmála innan stjórnarráðsins og stjórnsýslunnar. Almenningur á heimtingu á því. Höfundur er forsætisráðherra.
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar