Frumkvöðullinn Þórgunnur Oddsdóttir skrifar 27. febrúar 2009 06:00 Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. Hann vissi af sambærilegri þjónustu erlendis. Í Úkraínu var til dæmis hægt að panta sér ferðir til draugaborgarinnar Chernobyl svo hann var ekki í nokkrum vafa um að fólk myndi flykkjast til Íslands til þess að skoða íslensku draugahverfin þar sem glænýir steinkumbaldar standa mannlausir í hrönnum. Minnisvarðar um mesta góðæri Íslandssögunnar, afspyrnu ljótan byggingarstíl og skammsýni fámennrar þjóðar sem gleymdi að reikna hversu marga steinsteypta fermetra þarf undir 300 þúsund hræður. Þetta voru dagsferðir sem hann bauð uppá og þær seldust vel. Yfirleitt sótti hann ferðalangana á Keflavíkurflugvöll og brunaði með þá beint í úthverfi borgarinnar sem tóku þögul og mannlaus á móti þeim. Eftir notalega nestispásu í ónotaðri Bauhaus-skemmunni við Vesturlandsveg var brunað upp í Kópavog og þaðan í Garðabæ þar sem ferðalangarnir tóku myndir af sér brosandi fyrir framan óseljanlegar blokkir og kyrrstæða byggingarkrana. Á leiðinni niður í miðbæ var hann vanur að staldra aðeins við í Borgartúninu þar sem hann rukkaði fólkið um nokkrar evrur fyrir að fá að hlusta á tónverkið sem verður til þegar vindurinn blæs í gegnum hálfbyggðan turninn við Höfðatorg. Þaðan var haldið í grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins en þar hélt hann stuttan fyrirlestur og sýndi ljósmyndir af ókláruðum nýbyggingum utan höfuðborgarsvæðisins. Svo svaraði hann fyrirspurnum. „Ef þið áttuð svona mikla peninga af hverju byggðuð þið þá svona ljót hús?" var algengasta spurningin og hann kom sér iðulega undan því að svara henni með því að smala liðinu upp í rútuna á ný og rifja upp ferðaáætlunina. Vallahverfið í Hafnarfirði var næsti áfangastaður og síðan var það rúsínan í pylsuendanum. „Við ætlum að taka smá krók á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll og kíkja í kaffi til konu í Grindavík sem býr alein í nýbyggðri sjö hæða blokk," tilkynnti hann og það brást ekki að allir tóku andköf. Sigling um Jökulsárlón eða ganga á Hvannadalshnjúk í miðnætursól næðu aldrei að toppa þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórgunnur Oddsdóttir Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Hann fékk hugmyndina einn sunnudag þegar fjölskyldan fór í bíltúr um nýju íbúðahverfin á höfuðborgarsvæðinu. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér fokheld hús og grunna sem verktakar höfðu náð að steypa áður en peningarnir kláruðust áttaði hann sig á því að þetta var vannýtt auðlind. Mánuði síðar hafði hann stofnað lítið sprotafyrirtæki og var kominn í blússandi ferðamannabisness. Hann vissi af sambærilegri þjónustu erlendis. Í Úkraínu var til dæmis hægt að panta sér ferðir til draugaborgarinnar Chernobyl svo hann var ekki í nokkrum vafa um að fólk myndi flykkjast til Íslands til þess að skoða íslensku draugahverfin þar sem glænýir steinkumbaldar standa mannlausir í hrönnum. Minnisvarðar um mesta góðæri Íslandssögunnar, afspyrnu ljótan byggingarstíl og skammsýni fámennrar þjóðar sem gleymdi að reikna hversu marga steinsteypta fermetra þarf undir 300 þúsund hræður. Þetta voru dagsferðir sem hann bauð uppá og þær seldust vel. Yfirleitt sótti hann ferðalangana á Keflavíkurflugvöll og brunaði með þá beint í úthverfi borgarinnar sem tóku þögul og mannlaus á móti þeim. Eftir notalega nestispásu í ónotaðri Bauhaus-skemmunni við Vesturlandsveg var brunað upp í Kópavog og þaðan í Garðabæ þar sem ferðalangarnir tóku myndir af sér brosandi fyrir framan óseljanlegar blokkir og kyrrstæða byggingarkrana. Á leiðinni niður í miðbæ var hann vanur að staldra aðeins við í Borgartúninu þar sem hann rukkaði fólkið um nokkrar evrur fyrir að fá að hlusta á tónverkið sem verður til þegar vindurinn blæs í gegnum hálfbyggðan turninn við Höfðatorg. Þaðan var haldið í grunn tónlistar- og ráðstefnuhússins en þar hélt hann stuttan fyrirlestur og sýndi ljósmyndir af ókláruðum nýbyggingum utan höfuðborgarsvæðisins. Svo svaraði hann fyrirspurnum. „Ef þið áttuð svona mikla peninga af hverju byggðuð þið þá svona ljót hús?" var algengasta spurningin og hann kom sér iðulega undan því að svara henni með því að smala liðinu upp í rútuna á ný og rifja upp ferðaáætlunina. Vallahverfið í Hafnarfirði var næsti áfangastaður og síðan var það rúsínan í pylsuendanum. „Við ætlum að taka smá krók á leiðinni út á Keflavíkurflugvöll og kíkja í kaffi til konu í Grindavík sem býr alein í nýbyggðri sjö hæða blokk," tilkynnti hann og það brást ekki að allir tóku andköf. Sigling um Jökulsárlón eða ganga á Hvannadalshnjúk í miðnætursól næðu aldrei að toppa þetta.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar