Sex málum hefur verið vísað til FME Óli Kristján Ármannsson skrifar 22. apríl 2009 00:01 Seðlabankinn. Mynd/Heiða Frá því lög um gjaldeyrishöft tóku gildi í lok nóvember síðastliðins hefur sex málum verið vísað til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) vegna gruns um brot á þeim. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að málin séu enn til skoðunar hjá eftirlitinu. „Rétt er að taka fram að reglur um íslenska gjaldmiðilinn og gjaldeyrismál heyra undir Seðlabanka Íslands. Í lögum um gjaldeyrismál númer 87/1992, samanber lög númer 134/2008 kemur fram að vakni grunur um brot gegn lögunum skuli Seðlabanki Íslands, eða eftir atvikum lögreglan, tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það," segir í svari FME. Tekið er fram að ef slíkar rannsóknir eftirlitsins leiði til þess að grunur um brot sé staðfestur geti slíkum málum lokið hjá Fjármálaeftirlitinu með stjórnvaldssektum, með sátt eða með því að Fjármálaeftirlitið vísi málum til lögreglu, eða eftir atvikum til sérstaks saksóknara. Áréttað er að brot gegn lögunum og reglum settum á grundvelli þeirra sæti aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru FME til lögreglu. Í lögunum kemur fram að rúmur refsirammi sé vegna brota gegn þeim. Þannig geta sektir sem lagðar eru á einstaklinga numið frá 10 þúsund krónum til 20 milljóna króna. Sektir á lögaðila geta svo numið frá 50 þúsund krónum til 75 milljóna króna. „Við ákvörðun sekta skal meðal annars tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar," segir í lögunum, en sektirnar renna í ríkissjóð. Greint var frá því í Markaðnum fyrir viku að enn væru brestir í gjaldeyrishöftunum sem hér hefur verið komið á, þrátt fyrir að reglur um gjaldeyrisviðskipti hafi verið hertar í byrjun þessa mánaðar. Heimildir blaðsins herma að útflytjendur hafi í einhverjum tilvikum samið beint við erlenda eigendur krónubréfa um eigendaskipti á bréfunum. Opinber gögn um að eigendaskipti hafi orðið á krónubréfum liggja þó ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum eru slík viðskipti óheimil. Svein Harald Øygard seðlabankastjóri upplýsti á ársfundi bankans síðastliðinn föstudag að Seðlabankinn hafi nú hert enn frekar eftirlit sitt með því að farið sé að settum reglum um gjaldeyrisviðskipti. Unnið sé að því að koma á fót í bankanum nýrri eftirlitseiningu og verið sé að breyta reglum á þann veg að bönkum verði skylt að tilkynna um meint óleyfileg viðskipti. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði einnig orð á mikilvægi gjaldeyrishaftanna í ræðu sinni á ársfundi bankans og kvað lykilatriði að ná stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. „Það er því ófyrirgefanlegt þegar fyrirtæki og einstaklingar fara á svig við þær reglur og þau gjaldeyrishöft sem við höfum neyðst til þess að setja," sagði hún. Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Frá því lög um gjaldeyrishöft tóku gildi í lok nóvember síðastliðins hefur sex málum verið vísað til rannsóknar hjá Fjármálaeftirlitinu (FME) vegna gruns um brot á þeim. Í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Markaðarins kemur fram að málin séu enn til skoðunar hjá eftirlitinu. „Rétt er að taka fram að reglur um íslenska gjaldmiðilinn og gjaldeyrismál heyra undir Seðlabanka Íslands. Í lögum um gjaldeyrismál númer 87/1992, samanber lög númer 134/2008 kemur fram að vakni grunur um brot gegn lögunum skuli Seðlabanki Íslands, eða eftir atvikum lögreglan, tilkynna Fjármálaeftirlitinu um það," segir í svari FME. Tekið er fram að ef slíkar rannsóknir eftirlitsins leiði til þess að grunur um brot sé staðfestur geti slíkum málum lokið hjá Fjármálaeftirlitinu með stjórnvaldssektum, með sátt eða með því að Fjármálaeftirlitið vísi málum til lögreglu, eða eftir atvikum til sérstaks saksóknara. Áréttað er að brot gegn lögunum og reglum settum á grundvelli þeirra sæti aðeins opinberri rannsókn að undangenginni kæru FME til lögreglu. Í lögunum kemur fram að rúmur refsirammi sé vegna brota gegn þeim. Þannig geta sektir sem lagðar eru á einstaklinga numið frá 10 þúsund krónum til 20 milljóna króna. Sektir á lögaðila geta svo numið frá 50 þúsund krónum til 75 milljóna króna. „Við ákvörðun sekta skal meðal annars tekið tillit til alvarleika brots, hvað það hefur staðið lengi, samstarfsvilja hins brotlega aðila og hvort um ítrekað brot er að ræða. Ákvarðanir um stjórnvaldssektir skulu teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins og eru þær aðfararhæfar," segir í lögunum, en sektirnar renna í ríkissjóð. Greint var frá því í Markaðnum fyrir viku að enn væru brestir í gjaldeyrishöftunum sem hér hefur verið komið á, þrátt fyrir að reglur um gjaldeyrisviðskipti hafi verið hertar í byrjun þessa mánaðar. Heimildir blaðsins herma að útflytjendur hafi í einhverjum tilvikum samið beint við erlenda eigendur krónubréfa um eigendaskipti á bréfunum. Opinber gögn um að eigendaskipti hafi orðið á krónubréfum liggja þó ekki fyrir, en samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum eru slík viðskipti óheimil. Svein Harald Øygard seðlabankastjóri upplýsti á ársfundi bankans síðastliðinn föstudag að Seðlabankinn hafi nú hert enn frekar eftirlit sitt með því að farið sé að settum reglum um gjaldeyrisviðskipti. Unnið sé að því að koma á fót í bankanum nýrri eftirlitseiningu og verið sé að breyta reglum á þann veg að bönkum verði skylt að tilkynna um meint óleyfileg viðskipti. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hafði einnig orð á mikilvægi gjaldeyrishaftanna í ræðu sinni á ársfundi bankans og kvað lykilatriði að ná stöðugleika á gjaldeyrismarkaði. „Það er því ófyrirgefanlegt þegar fyrirtæki og einstaklingar fara á svig við þær reglur og þau gjaldeyrishöft sem við höfum neyðst til þess að setja," sagði hún.
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira