Sex lönd sýna leit á Drekasvæðinu áhuga 25. febrúar 2009 00:01 Kristinn Einarsson Rúmur tugur félaga frá sex löndum hefur skoðað gögn Orkustofnunar um olíuleit á Drekasvæðinu, svo vitað sé. einnig er hægt að nálgast flest gögnin á heimasíðu stofnunarinnar. Kristinn Einarsson hjá Orkustofnun vill ekki gefa upp frá hvaða löndum fyrirtækin eru, en staðfestir að Norðmenn séu þar á meðal. „Já, þeir sýna þessu áhuga og félagar okkar hjá Norsku olíustofnuninni fylgjast með fyrir hönd norskra stjórnvalda. Þau hafa rétt á að ganga inn í með um 25 prósenta hlut, fari svo að við úthlutum leyfum," segir hann. Nýverið greindi tímaritið Oil & Gas Journal frá auknum vísbendingum um olíu á Drekasvæðinu þar sem flekkir í jarðlögum væru taldir líklegir til að hafa að geyma olíu. Félög þurfa að skila tilboðum í rannsóknarleyfi fyrir 15. maí. Þeim verður svo úthlutað undir haust. Þá gæti þurft að bíða lengi eftir því að olía finnist. Sævar Þór Jónsson lögfræðingur hefur kynnt sér tekjumöguleika af olíuvinnslu og skoðað hvernig staðið er að leit, vinnslu og skattlagningu í Færeyjum og Kanada. Hann segir ekki hlaupið að því að finna nægilega arðbæra og nýtanlega olíulind og líkir leitinni við lottó, oft þurfi að spila áður en vinningur fæst. „Töluverður tími og fjármunir fara í leit áður en vinnslustigi er náð," segir hann. Þannig hafa Grænlendingar leitað að olíu í þrjátíu ár og ekki fundið vinnanlegt magn. Í Norðursjó hafa 3.500 tilraunaholur verið boraðar á síðustu áratugum og hafa 200 gefið vinnanlega olíu. Kanadamenn hafa borað 132 tilraunaholur og vinna nú olíu á Hibernia, Terra Nova og White Rose. Á fimmtán ára tímabili, frá 1990 til 2005, fannst engin nýtanleg olía. „Sumir sérfræðingar telja að olíumagnið á Drekasvæðinu sé álíka og í Norðursjó. Sé það rétt er ljóst að gríðarleg verðmæti er þar að finna," segir Sævar og finnst því ekki mikið að setja nokkur hundruð milljónir í uppbyggingu á Norðurlandi. - kóþ/ghs/óká Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira
Rúmur tugur félaga frá sex löndum hefur skoðað gögn Orkustofnunar um olíuleit á Drekasvæðinu, svo vitað sé. einnig er hægt að nálgast flest gögnin á heimasíðu stofnunarinnar. Kristinn Einarsson hjá Orkustofnun vill ekki gefa upp frá hvaða löndum fyrirtækin eru, en staðfestir að Norðmenn séu þar á meðal. „Já, þeir sýna þessu áhuga og félagar okkar hjá Norsku olíustofnuninni fylgjast með fyrir hönd norskra stjórnvalda. Þau hafa rétt á að ganga inn í með um 25 prósenta hlut, fari svo að við úthlutum leyfum," segir hann. Nýverið greindi tímaritið Oil & Gas Journal frá auknum vísbendingum um olíu á Drekasvæðinu þar sem flekkir í jarðlögum væru taldir líklegir til að hafa að geyma olíu. Félög þurfa að skila tilboðum í rannsóknarleyfi fyrir 15. maí. Þeim verður svo úthlutað undir haust. Þá gæti þurft að bíða lengi eftir því að olía finnist. Sævar Þór Jónsson lögfræðingur hefur kynnt sér tekjumöguleika af olíuvinnslu og skoðað hvernig staðið er að leit, vinnslu og skattlagningu í Færeyjum og Kanada. Hann segir ekki hlaupið að því að finna nægilega arðbæra og nýtanlega olíulind og líkir leitinni við lottó, oft þurfi að spila áður en vinningur fæst. „Töluverður tími og fjármunir fara í leit áður en vinnslustigi er náð," segir hann. Þannig hafa Grænlendingar leitað að olíu í þrjátíu ár og ekki fundið vinnanlegt magn. Í Norðursjó hafa 3.500 tilraunaholur verið boraðar á síðustu áratugum og hafa 200 gefið vinnanlega olíu. Kanadamenn hafa borað 132 tilraunaholur og vinna nú olíu á Hibernia, Terra Nova og White Rose. Á fimmtán ára tímabili, frá 1990 til 2005, fannst engin nýtanleg olía. „Sumir sérfræðingar telja að olíumagnið á Drekasvæðinu sé álíka og í Norðursjó. Sé það rétt er ljóst að gríðarleg verðmæti er þar að finna," segir Sævar og finnst því ekki mikið að setja nokkur hundruð milljónir í uppbyggingu á Norðurlandi. - kóþ/ghs/óká
Markaðir Mest lesið Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Fleiri fréttir Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Guðjón og Ómar Ingi unnu Gulleggið Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Bankarnir áður svikið neytendur Sjá meira