Viðskipti innlent

Þrjú kvár stýra fyrir­tækjum

Agnar Már Másson skrifar
Kvárin eru talsvert fleiri í ár heldur en á síðasta Kvennafrídegi, fyrir tveimur árum. Væntanlega ganga þá fleiri kvár út af vinnustaðnum í ár heldur en í október 2023, og vitaskuld fleiri en á Kvennafrídeginum 1975.
Kvárin eru talsvert fleiri í ár heldur en á síðasta Kvennafrídegi, fyrir tveimur árum. Væntanlega ganga þá fleiri kvár út af vinnustaðnum í ár heldur en í október 2023, og vitaskuld fleiri en á Kvennafrídeginum 1975.

Alls sátu þrjú kvár í stjórn fyrirtækja árið 2024 og um 97 kvár voru á vinnumarkaði það ár samkvæmt tölum frá Hagstofunni.

Fjöldi starfandi kvára á vinnumarkaði hefur aukist um 76 prósent frá árinu 2022 en þá voru um 55 á vinnumarkaði. 

Kvenna- og kváraverkfall er haldið í dag þar sem konur og kvár eru hvött til að leggja niður. Verkfallið er haldið í tilefni þess að hálf öld er liðin frá fyrsta Kvennafríinu 1975. 

Í Facebook-færslu Hagstofu Íslands kemur fram að 104 þúsund konur séu á vinnumarkaði og 125 þúsund karlar. Þá er bent á að 72 prósent þeirra sem starfa í heilbrigðis- og félagsþjónustu séu konur og 76 prósent þeirra sem starfi í fræðslustarfsemi.

Alls voru 199 skráð sem kvár 1. janúar 2025. Á sama tíma í fyrra nam fjöldinn 159 manns.

Frá Hagstofunni.Facebook

Þetta þýðir að eitt af hverjum 66 kvárum situr í stjórn fyrirtækis, samkvæmt þeim gögnum sem hér eru rakin, en ein af hverjum 22 konum og einn af hverjum níu karlmönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×