Sólarkísilverksmiðja farin út af kortinu 27. ágúst 2008 00:01 Ólafur Áki Ragnarsson „Margir þættir réðu þessari ákvörðun. Þar á meðal orkuöflun og verð, aðgangur að hæfu vinnuafli, verksmiðjustæðið og fleira. Staðan í stjórnmálum á Íslandi hefur hins vegar ekki verið neinn lykilþáttur í okkar ákvörðunum," segir Erik Thorsen, forstjóri norska stórfyrirtækisins REC (Renewable Energy Corporation). REC hefur ákveðið að finna nýrri sólarkísilverksmiðju sinni stað í Quebec í Kanada. Um tíma stóð til að verksmiðjan yrði reist hér á landi, í sveitarfélaginu Ölfusi. Félagið átti einnig í viðræðum við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um raforkaup. „Það er ágætt hljóð í okkur, en það er mikið áfall að þetta skyldi ekki gerast," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Orkuveita Reykjavíkur hafði tryggt raforku í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Hins vegar hefur verið óvissa um framhaldið, meðal annars vegna mismunandi skoðana meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hverju sinni á því hvort reisa skuli Bitruvirkjun. Þetta telur Ólafur Áki að kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun Norðmanna, ásamt því að Skipulagsstofnun hafi kveðið uppúr um að verksmiðjan skyldi í umhverfismat. Hann hafði þó ekki heyrt formlega í Norðmönnum um málið þegar Markaðurinn ræddi við hann. Landsvirkjun hafði einnig rætt við REC um orku. „Þetta er bagalegt fyrir okkur en undirstrikar um leið hvað hátækniiðnaðurinn er eftirsóttur," segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Fjallað er um málið í fjölmörgum kanadískum og alþjóðlegum miðlum. Fjárfesting REC í Kanada nemur sem svarar ríflega eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji framleiðslu í Quebec árið 2012, en hún kaupir raforku frá vatnsaflsvirkjunum. REC hafði rætt við sveitarfélagið Ölfus um 120 hektara lóð undir verksmiðjuna. Hún hefði orðið 300 manna vinnustaður, þar af hefði þriðjungur verið háskólamenntaður. Byggingin tæki þrjú ár og um 500 manns fengju vinnu við hana. Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Margir þættir réðu þessari ákvörðun. Þar á meðal orkuöflun og verð, aðgangur að hæfu vinnuafli, verksmiðjustæðið og fleira. Staðan í stjórnmálum á Íslandi hefur hins vegar ekki verið neinn lykilþáttur í okkar ákvörðunum," segir Erik Thorsen, forstjóri norska stórfyrirtækisins REC (Renewable Energy Corporation). REC hefur ákveðið að finna nýrri sólarkísilverksmiðju sinni stað í Quebec í Kanada. Um tíma stóð til að verksmiðjan yrði reist hér á landi, í sveitarfélaginu Ölfusi. Félagið átti einnig í viðræðum við Landsvirkjun og Orkuveitu Reykjavíkur um raforkaup. „Það er ágætt hljóð í okkur, en það er mikið áfall að þetta skyldi ekki gerast," segir Ólafur Áki Ragnarsson, bæjarstjóri í Ölfusi. Orkuveita Reykjavíkur hafði tryggt raforku í fyrsta áfanga verksmiðjunnar. Hins vegar hefur verið óvissa um framhaldið, meðal annars vegna mismunandi skoðana meirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur hverju sinni á því hvort reisa skuli Bitruvirkjun. Þetta telur Ólafur Áki að kunni að hafa haft áhrif á ákvörðun Norðmanna, ásamt því að Skipulagsstofnun hafi kveðið uppúr um að verksmiðjan skyldi í umhverfismat. Hann hafði þó ekki heyrt formlega í Norðmönnum um málið þegar Markaðurinn ræddi við hann. Landsvirkjun hafði einnig rætt við REC um orku. „Þetta er bagalegt fyrir okkur en undirstrikar um leið hvað hátækniiðnaðurinn er eftirsóttur," segir Þorsteinn Hilmarsson, upplýsingafulltrúi fyrirtækisins. Fjallað er um málið í fjölmörgum kanadískum og alþjóðlegum miðlum. Fjárfesting REC í Kanada nemur sem svarar ríflega eitt hundrað milljörðum íslenskra króna. Stefnt er að því að verksmiðjan hefji framleiðslu í Quebec árið 2012, en hún kaupir raforku frá vatnsaflsvirkjunum. REC hafði rætt við sveitarfélagið Ölfus um 120 hektara lóð undir verksmiðjuna. Hún hefði orðið 300 manna vinnustaður, þar af hefði þriðjungur verið háskólamenntaður. Byggingin tæki þrjú ár og um 500 manns fengju vinnu við hana.
Markaðir Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira