Þannig er laganna hljóðan Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 24. ágúst 2007 06:00 Þorsteinn Pálsson gerir ummæli mín um hugmyndir um olíuhreinsistöð að umfjöllunarefni í ritstjórnargrein 22. ágúst sl. Þar sér hann ástæðu til að taka nýjan umhverfisráðherra í kennslustund í stjórnsýslufræðum og segir m.a.: „Hlutverk stjórnvalda er að sjá um að farið sé að lögbundnum leikreglum. Í regluverki og hugmyndaheimi liðins tíma gátu stjórnvöld fyrir fram gert sumar hugmyndir að gæluverkefnu en lagt stein í götu annarra. Nokkuð eimir eftir af þessum gamla tíðaranda í yfirlýsingum umhverfisráðherra.“ Lögunum fylgtEkki fæ ég skilið hvaða yfirlýsingar mínar gefa ritstjóranum tilefni til að draga þá ályktun að umhverfisráðherra vilji ekki fylgja lögum landsins. Aðspurð hef ég greint frá því að ríkisvaldið stöðvi ekki framkvæmdir sem uppfylla skilyrði laga, m.a. þau sem lúta að útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Ég hef hins vegar ekki leynt þeirri skoðun minni að mér líst illa á að reisa olíuhreinsistöð hér á landi. Ekki þekki ég þann lagabókstaf sem bannar ráðherrum að hafa skoðun á málefnum lands og þjóðar. Kannski ritstjórinn viti betur. Skammt á veg komiðAð öðru leyti hef ég í umræðum um olíuhreinsistöð lagt áherslu á að málið sé komið mjög skammt á veg þrátt fyrir að umræða í fjölmiðlum bendi til annars. Því hefur verið haldið fram að framkvæmdir við olíuhreinsunarstöð geti hafist næsta sumar og að í kjölfarið muni 500 ný störf skapast á Vestfjörðum. Allir sem eitthvað hafa kynnt sér málið vita að framundan er langt ferli sem leiða mun í ljós hagkvæmni og áhrif slíkrar framkvæmdar á umhverfið. Þá eiga hugmyndasmiðir olíuhreinsistöðvar eftir að sækja um losunarheimildir til úthlutunarnefndar en í landinu gilda lög um losun gróðurhúsalofttegunda sem eiga að tryggja að hún verði ekki meiri en alþjóðlegar skuldbindingar Íslands leyfa. Skoðanir einstakra stjórnmálamanna á olíuhreinsistöðvum, þar á meðal mínar, hafa engin áhrif á þær alþjóðlegu skuldbindingar íslenska ríkisins. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson gerir ummæli mín um hugmyndir um olíuhreinsistöð að umfjöllunarefni í ritstjórnargrein 22. ágúst sl. Þar sér hann ástæðu til að taka nýjan umhverfisráðherra í kennslustund í stjórnsýslufræðum og segir m.a.: „Hlutverk stjórnvalda er að sjá um að farið sé að lögbundnum leikreglum. Í regluverki og hugmyndaheimi liðins tíma gátu stjórnvöld fyrir fram gert sumar hugmyndir að gæluverkefnu en lagt stein í götu annarra. Nokkuð eimir eftir af þessum gamla tíðaranda í yfirlýsingum umhverfisráðherra.“ Lögunum fylgtEkki fæ ég skilið hvaða yfirlýsingar mínar gefa ritstjóranum tilefni til að draga þá ályktun að umhverfisráðherra vilji ekki fylgja lögum landsins. Aðspurð hef ég greint frá því að ríkisvaldið stöðvi ekki framkvæmdir sem uppfylla skilyrði laga, m.a. þau sem lúta að útstreymi gróðurhúsalofttegunda. Ég hef hins vegar ekki leynt þeirri skoðun minni að mér líst illa á að reisa olíuhreinsistöð hér á landi. Ekki þekki ég þann lagabókstaf sem bannar ráðherrum að hafa skoðun á málefnum lands og þjóðar. Kannski ritstjórinn viti betur. Skammt á veg komiðAð öðru leyti hef ég í umræðum um olíuhreinsistöð lagt áherslu á að málið sé komið mjög skammt á veg þrátt fyrir að umræða í fjölmiðlum bendi til annars. Því hefur verið haldið fram að framkvæmdir við olíuhreinsunarstöð geti hafist næsta sumar og að í kjölfarið muni 500 ný störf skapast á Vestfjörðum. Allir sem eitthvað hafa kynnt sér málið vita að framundan er langt ferli sem leiða mun í ljós hagkvæmni og áhrif slíkrar framkvæmdar á umhverfið. Þá eiga hugmyndasmiðir olíuhreinsistöðvar eftir að sækja um losunarheimildir til úthlutunarnefndar en í landinu gilda lög um losun gróðurhúsalofttegunda sem eiga að tryggja að hún verði ekki meiri en alþjóðlegar skuldbindingar Íslands leyfa. Skoðanir einstakra stjórnmálamanna á olíuhreinsistöðvum, þar á meðal mínar, hafa engin áhrif á þær alþjóðlegu skuldbindingar íslenska ríkisins. Höfundur er umhverfisráðherra.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun