Brauðmolabisness bæjarstjórans 20. júlí 2007 05:45 Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur nú tekist það ætlunarverk sitt að koma stórum hluta Hitaveitu Suðurnesja í hendur einkaaðila og samstarfsaðila. Þessir aðilar, sem nú eignast þriðjungshlut í HS, eiga einnig ráðandi hlut í Fasteign hf. sem á og rekur allar fasteignir sveitarfélagsins og er áskrifandi að lánveitingum vegna allra byggingarframkvæmda, sem ráðist er í á vegum bæjarins. Svo eindreginn var Árni í þessu máli að þegar upp kom sú staða að önnur sveitarfélög sem hlut áttu í HS, voru ekki sammála honum, var þeim hótað með því að Reykjanesbær myndi beita handafli til þess að fá sínu framgengt. Reykjanesbær myndi nýta alla möguleika til kaupa á hlutafé í HS þar til 2/3 hlut yrði náð. Þá yrði samþykktum Hitaveitunnar breytt svo hægt yrði að selja einkaaðilum, eins og honum þóknaðist. Þessi hótun fór ekkert dult enda mátti lesa hana í fjölmiðlum í viðtölum við Árna.BrauðmolabinessFyrirtæki sem hefur burði og er tilbúið til að eyða fimmtán til tuttugu þúsund milljónum í eina fjárfestingu, munar að sjálfsögðu ekkert um að láta nokkra brauðmola falla hér og hvar, svo að smælingjarnir geti glaðst. Ennþá betra er, ef hægt er að setja slíkt í samninga, þannig að hægt sé að réttlæta samningsgerðina og láta pöpulinn hrópa húrra.En í raun er það þannig í þessu tilviki að Reykjanesbær greiðir þessa dúsu sjálfur, því samþykkt var að selja forkaupsréttarhlutinn til Geysis Green Energy á genginu 6,72 í stað 7,1 sem var það gengi sem önnur sveitarfélög seldu á. Þar varð Reykjanesbær af u.þ.b 150 milljónum króna.Þegar bæjarstjóri kynnti til sögunnar Geysi Green Energy fyrir nokkrum mánuðum síðan, vakti það almennt ánægju hér í sveitarfélaginu. Fyrirtækið ætlaði að staðsetja sig hér á svæðinu og hefja samstarf við aðila á ýmsum sviðum s.s Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangurinn með komu þess hingað, var hins vegar allt annar, eins og nú er komið í ljós. Það hefur nú fengist staðfest rétt einn ganginn, að setja verður fyrirvara við gjörðir bæjarstjórans og meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Það býr alltaf eitthvað undir þegar þessir aðilar eiga í hlut.Útrás orkufyrirtækja – á kostnað hverra?Haft hefur verið eftir forráðamönnum Geysis Green Energy, að Hitaveita Suðurnesja verði góður grunnur í þeirri útrás sem fyrirhuguð er af hálfu þessara aðila. Tilgangurinn með henni er að sjálfsögðu að ávaxta þá fjármuni sem í hana verða settir.En hlutirnir fara oft á annan veg en ætlað er og hvað gerist ef þessi útrás heppnast ekki? Verður Hitaveitan notuð sem veðsetningargrunnur fyrir útrás þessara aðila? Ætla fjárfestarnir sjálfir að taka skellinn ef miður fer eða verður Hitaveitan einnig notuð sem grunnur ef erlendar fjárfestingar þeirra bera ekki þann ávöxt sem að var stefnt. Hverjir verða þá látnir borga?Höfundur er oddviti A-listans í Reykjanesbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Sjá meira
Árna Sigfússyni, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, hefur nú tekist það ætlunarverk sitt að koma stórum hluta Hitaveitu Suðurnesja í hendur einkaaðila og samstarfsaðila. Þessir aðilar, sem nú eignast þriðjungshlut í HS, eiga einnig ráðandi hlut í Fasteign hf. sem á og rekur allar fasteignir sveitarfélagsins og er áskrifandi að lánveitingum vegna allra byggingarframkvæmda, sem ráðist er í á vegum bæjarins. Svo eindreginn var Árni í þessu máli að þegar upp kom sú staða að önnur sveitarfélög sem hlut áttu í HS, voru ekki sammála honum, var þeim hótað með því að Reykjanesbær myndi beita handafli til þess að fá sínu framgengt. Reykjanesbær myndi nýta alla möguleika til kaupa á hlutafé í HS þar til 2/3 hlut yrði náð. Þá yrði samþykktum Hitaveitunnar breytt svo hægt yrði að selja einkaaðilum, eins og honum þóknaðist. Þessi hótun fór ekkert dult enda mátti lesa hana í fjölmiðlum í viðtölum við Árna.BrauðmolabinessFyrirtæki sem hefur burði og er tilbúið til að eyða fimmtán til tuttugu þúsund milljónum í eina fjárfestingu, munar að sjálfsögðu ekkert um að láta nokkra brauðmola falla hér og hvar, svo að smælingjarnir geti glaðst. Ennþá betra er, ef hægt er að setja slíkt í samninga, þannig að hægt sé að réttlæta samningsgerðina og láta pöpulinn hrópa húrra.En í raun er það þannig í þessu tilviki að Reykjanesbær greiðir þessa dúsu sjálfur, því samþykkt var að selja forkaupsréttarhlutinn til Geysis Green Energy á genginu 6,72 í stað 7,1 sem var það gengi sem önnur sveitarfélög seldu á. Þar varð Reykjanesbær af u.þ.b 150 milljónum króna.Þegar bæjarstjóri kynnti til sögunnar Geysi Green Energy fyrir nokkrum mánuðum síðan, vakti það almennt ánægju hér í sveitarfélaginu. Fyrirtækið ætlaði að staðsetja sig hér á svæðinu og hefja samstarf við aðila á ýmsum sviðum s.s Hitaveitu Suðurnesja. Tilgangurinn með komu þess hingað, var hins vegar allt annar, eins og nú er komið í ljós. Það hefur nú fengist staðfest rétt einn ganginn, að setja verður fyrirvara við gjörðir bæjarstjórans og meirihluta bæjarstjórnar Reykjanesbæjar. Það býr alltaf eitthvað undir þegar þessir aðilar eiga í hlut.Útrás orkufyrirtækja – á kostnað hverra?Haft hefur verið eftir forráðamönnum Geysis Green Energy, að Hitaveita Suðurnesja verði góður grunnur í þeirri útrás sem fyrirhuguð er af hálfu þessara aðila. Tilgangurinn með henni er að sjálfsögðu að ávaxta þá fjármuni sem í hana verða settir.En hlutirnir fara oft á annan veg en ætlað er og hvað gerist ef þessi útrás heppnast ekki? Verður Hitaveitan notuð sem veðsetningargrunnur fyrir útrás þessara aðila? Ætla fjárfestarnir sjálfir að taka skellinn ef miður fer eða verður Hitaveitan einnig notuð sem grunnur ef erlendar fjárfestingar þeirra bera ekki þann ávöxt sem að var stefnt. Hverjir verða þá látnir borga?Höfundur er oddviti A-listans í Reykjanesbæ.
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar