Afeitrun Byrgisins var brot á lögum 19. desember 2006 18:30 Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra.Í desember 1999 sendi Landlæknisembættið frá sér skýr skilaboð til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar um að Byrgið væri ekki sjúkrastofnun og hefði þar af leiðandi ekki leyfi til að stunda afeitrun.Þrátt fyrir það er skýrsla unnin fyrir heilbrigðisráðherra birt í mars 2005 þar sem enginn vafi leikur á að Byrgið stundar afeitrun á fólki þótt það sé lögbrot.Þannig er í skýrslunni birt tafla yfir rými til afeitrunar og fjölda innlagna árin 2001 og 2002. Gögn Byrgisins fyrir fyrra árið eru ekki aðgengileg en 2002 voru tólf rými til afeitrunar í Byrginu og 297 innlagnir.Skýrslan er unnin í kjölfar þverpólitískrar þingsályktunar um mótun heildarstefnu um rekstur meðferðastofnana. Ekki bólar enn á þeirri heildarstefnu.Um fimmhundruð manneskjur leita til Stígamóta á hverju ári og helmingur vegna nýrra mála. Þar af eru um fimm prósent kærð. Það er því sárasjaldgæft að kynferðisbrotamál séu leidd til lykta en sýslumaðurinn á Selfossi hefur sagt að upplýsingarnar í Kompási séu ekki grundvöllur fyrir rannsókn. "Mér finnst það ekki nothæf afsökun," segir Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum. "Það er ljóst að þetta þarf að rannsaka."Í lögum er skýrt kveðið á um að ef umsjónarmaður eða starfsmaður á ýmsum gerðum stofnana hefur samræði eða kynferðismök við vistmann á stofnuninni varði það allt að fjögurra ára fangelsisvist.Samband milli þess sem þarfnast hjálpar og þeirra sem gefa sig út fyrir að hjálpa er alltaf skakkt segir Guðrún. "Og að misnota slíkt samband er stóralvarlegt mál."Grímur Atlason þroskaþjálfi og bæjarstjóri gerði fyrir nokkrum árum úttekt á meðferðarmálum á Íslandi. Hann segir lítið hafa breyst síðan. Tilfinnanlega skorti yfirsýn yfir meðferðarmál á Íslandi.Grímur segir Ísland eiga líklega eitt besta meðferðarkerfi í heimi, þannig sé Vogur til fyrirmyndar og mikil fagþekking þar. Hins vegar sé kerfið í heild sinni óskilvirkt.Það eru miklir peningar í þessum geira og blóðug samkeppni milli meðferðarstofnana segja menn sem fréttastofa ræddi við í dag. En lítið faglegt eftirlit, segir Grímur, býður hættunni á misnotkun heim. Fréttir Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Byrgið braut lög, með vitneskju yfirvalda, þegar þar var stunduð afeitrun árum saman. Skortur á eftirliti með meðferðarheimilum býður hættunni heim, segir þroskaþjálfi sem gerði úttekt á meðferðarmálum landsins. Stígamót segja alveg ljóst að rannsaka þurfi mál þeirra kvenna sem saka forstöðumann Byrgisins um að hafa misnotað sér sjúkleika þeirra.Í desember 1999 sendi Landlæknisembættið frá sér skýr skilaboð til Heilbrigðiseftirlits Hafnarfjarðar um að Byrgið væri ekki sjúkrastofnun og hefði þar af leiðandi ekki leyfi til að stunda afeitrun.Þrátt fyrir það er skýrsla unnin fyrir heilbrigðisráðherra birt í mars 2005 þar sem enginn vafi leikur á að Byrgið stundar afeitrun á fólki þótt það sé lögbrot.Þannig er í skýrslunni birt tafla yfir rými til afeitrunar og fjölda innlagna árin 2001 og 2002. Gögn Byrgisins fyrir fyrra árið eru ekki aðgengileg en 2002 voru tólf rými til afeitrunar í Byrginu og 297 innlagnir.Skýrslan er unnin í kjölfar þverpólitískrar þingsályktunar um mótun heildarstefnu um rekstur meðferðastofnana. Ekki bólar enn á þeirri heildarstefnu.Um fimmhundruð manneskjur leita til Stígamóta á hverju ári og helmingur vegna nýrra mála. Þar af eru um fimm prósent kærð. Það er því sárasjaldgæft að kynferðisbrotamál séu leidd til lykta en sýslumaðurinn á Selfossi hefur sagt að upplýsingarnar í Kompási séu ekki grundvöllur fyrir rannsókn. "Mér finnst það ekki nothæf afsökun," segir Guðrún Jónsdóttir hjá Stígamótum. "Það er ljóst að þetta þarf að rannsaka."Í lögum er skýrt kveðið á um að ef umsjónarmaður eða starfsmaður á ýmsum gerðum stofnana hefur samræði eða kynferðismök við vistmann á stofnuninni varði það allt að fjögurra ára fangelsisvist.Samband milli þess sem þarfnast hjálpar og þeirra sem gefa sig út fyrir að hjálpa er alltaf skakkt segir Guðrún. "Og að misnota slíkt samband er stóralvarlegt mál."Grímur Atlason þroskaþjálfi og bæjarstjóri gerði fyrir nokkrum árum úttekt á meðferðarmálum á Íslandi. Hann segir lítið hafa breyst síðan. Tilfinnanlega skorti yfirsýn yfir meðferðarmál á Íslandi.Grímur segir Ísland eiga líklega eitt besta meðferðarkerfi í heimi, þannig sé Vogur til fyrirmyndar og mikil fagþekking þar. Hins vegar sé kerfið í heild sinni óskilvirkt.Það eru miklir peningar í þessum geira og blóðug samkeppni milli meðferðarstofnana segja menn sem fréttastofa ræddi við í dag. En lítið faglegt eftirlit, segir Grímur, býður hættunni á misnotkun heim.
Fréttir Innlent Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira