Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 6. nóvember 2025 17:55 Neyðarkallinn í ár er til heiðurs Sigurði Kristófer. Landsbjörg Nítján ára björgunarsveitarkona fékk að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit Neyðarkalls Landsbjargar í ár þegar hún sinnti fjáröfluninni. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir atvikið afar leiðinlegt en engar aðrar tilkynningar um slíkar athugasemdir hafi borist þeim. Í færslu á Facebook segir Ingvar Jónsson markþjálfi frá því hvernig nítján ára dóttir hans og björgunarsveitarkona hafi fengið að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit nýja Neyðarkallsins í ár. „Ég verð að segja að við foreldrarnir trúðum varla því sem hún lýsti fyrir okkur. Að fullorðið fólk - bæði karlar og konur - tókst að niðurlægja sjálft sig með þeim hætti sem raun bar vitni - með fúkyrðum og niðrandi orðræðu opinberaði það rasisma sinn með skammarlegum hætti,“ segir Ingvar. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan. „Í kjölfarið var, í samráði við hans fjölskyldu, tekin ákvörðun um að heiðra minningu hans með Neyðarkalli ársins sem er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við afhjúpun Neyðarkallsins í vikunni. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn í ár Ingvar segir dóttur sína hafa verið miður sín og spyr hvort að samfélagið sé virkilega á þeim stað að nítján ára sjálfboðaliði sem sé reiðubúinn að fórna flestu til að koma þessu sama fólki til bjargar þurfi að upplifa slíka óvild. „Ég velti fyrir mér ef þetta sama fólk lendir í aðstæðum þar sem líf þeirra væri í hættu - ætli það myndi afþakka björgun frá öðrum en hreinræktuðum Íslendingi?“ spyr Ingvar. „Það sem sameinar alla meðlimi Landsbjargar er manngæska og fórnfýsi. Allir starfa sem sjálfboðaliðar og bregðast ávallt við af góðvild og umhyggju fyrir öðrum, óháð því hvert það á rætur sínar að rekja eða hver húðlitur þeirra er.“ Ingvar hvetur alla til að styðja við Landsbjörg, sérstaklega þegar sjálfboðaliðar „þurfa ítrekað að standa í skugga hreinræktaðs rasisma fátækra sála.“ „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki.“ Starfa með öllum og aðstoða alla Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þetta tilfelli vera það eina sem hafi borist skrifstofu Landsbjargar. „Þetta er það fyrsta sem að við heyrum af þessu og þykir það afar leiðinlegt. Sérstaklega að einhverjir skuli taka út mismunandi skoðanir sínar á ungu sölufólki, það gerir þetta enn leiðinlegra,“ segir hann. Landsbjörg séu ekki samtök sem fari í eitthvað manngreiningarálit. „Við erum ekki samtök sem að förum í manngreiningarálit á neinn hátt, hvorki sem að snýr að kyni, húðlit, uppruna eða neinu öðru. Við erum opin öllum sem vilja starfa með okkur og aðstoðum alla sem þurfa á aðstoða að halda.“ Björgunarsveitir Kynþáttafordómar Félagasamtök Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Í færslu á Facebook segir Ingvar Jónsson markþjálfi frá því hvernig nítján ára dóttir hans og björgunarsveitarkona hafi fengið að heyra ítrekaðar niðrandi athugasemdir um húðlit nýja Neyðarkallsins í ár. „Ég verð að segja að við foreldrarnir trúðum varla því sem hún lýsti fyrir okkur. Að fullorðið fólk - bæði karlar og konur - tókst að niðurlægja sjálft sig með þeim hætti sem raun bar vitni - með fúkyrðum og niðrandi orðræðu opinberaði það rasisma sinn með skammarlegum hætti,“ segir Ingvar. Neyðarkallinn í ár er straumvatnsbjörgunarmaður í minningu Sigurðar Kristófers McQuillans Óskarssonar, formanns björgunarsveitarinnar Kyndils í Mosfellsbæ, sem lést í hörmulegu slysi á æfingu í straumvatnsbjörgun fyrir um ári síðan. „Í kjölfarið var, í samráði við hans fjölskyldu, tekin ákvörðun um að heiðra minningu hans með Neyðarkalli ársins sem er í hlutverki straumvatnsbjörgunarmanns,“ sagði Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, við afhjúpun Neyðarkallsins í vikunni. Enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn í ár Ingvar segir dóttur sína hafa verið miður sín og spyr hvort að samfélagið sé virkilega á þeim stað að nítján ára sjálfboðaliði sem sé reiðubúinn að fórna flestu til að koma þessu sama fólki til bjargar þurfi að upplifa slíka óvild. „Ég velti fyrir mér ef þetta sama fólk lendir í aðstæðum þar sem líf þeirra væri í hættu - ætli það myndi afþakka björgun frá öðrum en hreinræktuðum Íslendingi?“ spyr Ingvar. „Það sem sameinar alla meðlimi Landsbjargar er manngæska og fórnfýsi. Allir starfa sem sjálfboðaliðar og bregðast ávallt við af góðvild og umhyggju fyrir öðrum, óháð því hvert það á rætur sínar að rekja eða hver húðlitur þeirra er.“ Ingvar hvetur alla til að styðja við Landsbjörg, sérstaklega þegar sjálfboðaliðar „þurfa ítrekað að standa í skugga hreinræktaðs rasisma fátækra sála.“ „Í ár tel ég enn mikilvægara að kaupa Neyðarkallinn - því við erum ekki bara að styðja við þetta frábæra starf - heldur einnig að standa saman gegn fordómum - ekki bara í orðum heldur einnig í verki.“ Starfa með öllum og aðstoða alla Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, segir þetta tilfelli vera það eina sem hafi borist skrifstofu Landsbjargar. „Þetta er það fyrsta sem að við heyrum af þessu og þykir það afar leiðinlegt. Sérstaklega að einhverjir skuli taka út mismunandi skoðanir sínar á ungu sölufólki, það gerir þetta enn leiðinlegra,“ segir hann. Landsbjörg séu ekki samtök sem fari í eitthvað manngreiningarálit. „Við erum ekki samtök sem að förum í manngreiningarálit á neinn hátt, hvorki sem að snýr að kyni, húðlit, uppruna eða neinu öðru. Við erum opin öllum sem vilja starfa með okkur og aðstoðum alla sem þurfa á aðstoða að halda.“
Björgunarsveitir Kynþáttafordómar Félagasamtök Mest lesið „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Erlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Fleiri fréttir Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent