Björn á leikinn Hreinn Loftsson skrifar 19. nóvember 2006 05:00 Í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær kemur fram áskorun til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um viðbrögð við grein Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Í leiðaranum bendir Þorsteinn á að grein Arnars feli í sér þá aðdróttun,að dómstólar hafi brugðist í „Baugsmálinu". Grein Arnars verði ekki skilin öðruvísi en svo, að dómstólar mismuni borgurum landsins, gangi erinda auðmanna og „Baugsmálið" sé sönnun þess. Orðrétt segir Arnar í greininni: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Hér hafa þung orð verið látin falla af háttsettum lögreglumanni hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem er æðsti yfirmaður lögreglu í landinu. Undir greininni kemur fram starfsheiti Arnars hjá embættinu, hann hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali, að hann hafi kynnt yfirmönnum sínum efni greinarinnar áður en hún birtist og þeir ekki gert athugasemdir. Hann setur því fram ásakanir sínar að höfðu samráði við yfirmenn sína. Hér hafa því gerst tíðindi, sem dómsmálaráðherra hlýtur að bregðast við. Einu viðbrögð hans til þessa eru þau, að vekja athygli á grein Arnars á heimasíðu sinni. Alþingismenn hljóta að taka þetta mál upp og krefja ráðherrann um viðbrögð og afstöðu. Annaðhvort stendur hann með dómstólunum gagnvart þessari atlögu lögreglunnar eða ekki. Líkt og Þorsteinn Pálsson bendir á, þá getur aðeins tvennt gerst í þeirri stöðu, sem upp er komin eftir grein Arnars. Annaðhvort metur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þessa gagnrýni einskis og aðhefst þá ekkert eða lýsir því yfir, að hann hafi fulla trú á dómstólunum. Sú afstaða gengisfellir þá embætti ríkislögreglustjórans og jafngildir vantrausti ráðherrans á embættið. Taki hann á hinn bóginn mark á þessari gagnrýni, þá hlýtur hann að bregðast við skjótt, en hann er það yfirvald í landinu, sem Arnar ákallar í grein sinni. Líkt og Þorsteinn bendir á í leiðaranum yrði Björn þá, að „grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða". Þá dugi ekkert minna en „endurreisn dómstóla með nýrri löggjöf". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Sjá meira
Í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær kemur fram áskorun til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um viðbrögð við grein Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Í leiðaranum bendir Þorsteinn á að grein Arnars feli í sér þá aðdróttun,að dómstólar hafi brugðist í „Baugsmálinu". Grein Arnars verði ekki skilin öðruvísi en svo, að dómstólar mismuni borgurum landsins, gangi erinda auðmanna og „Baugsmálið" sé sönnun þess. Orðrétt segir Arnar í greininni: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Hér hafa þung orð verið látin falla af háttsettum lögreglumanni hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem er æðsti yfirmaður lögreglu í landinu. Undir greininni kemur fram starfsheiti Arnars hjá embættinu, hann hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali, að hann hafi kynnt yfirmönnum sínum efni greinarinnar áður en hún birtist og þeir ekki gert athugasemdir. Hann setur því fram ásakanir sínar að höfðu samráði við yfirmenn sína. Hér hafa því gerst tíðindi, sem dómsmálaráðherra hlýtur að bregðast við. Einu viðbrögð hans til þessa eru þau, að vekja athygli á grein Arnars á heimasíðu sinni. Alþingismenn hljóta að taka þetta mál upp og krefja ráðherrann um viðbrögð og afstöðu. Annaðhvort stendur hann með dómstólunum gagnvart þessari atlögu lögreglunnar eða ekki. Líkt og Þorsteinn Pálsson bendir á, þá getur aðeins tvennt gerst í þeirri stöðu, sem upp er komin eftir grein Arnars. Annaðhvort metur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þessa gagnrýni einskis og aðhefst þá ekkert eða lýsir því yfir, að hann hafi fulla trú á dómstólunum. Sú afstaða gengisfellir þá embætti ríkislögreglustjórans og jafngildir vantrausti ráðherrans á embættið. Taki hann á hinn bóginn mark á þessari gagnrýni, þá hlýtur hann að bregðast við skjótt, en hann er það yfirvald í landinu, sem Arnar ákallar í grein sinni. Líkt og Þorsteinn bendir á í leiðaranum yrði Björn þá, að „grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða". Þá dugi ekkert minna en „endurreisn dómstóla með nýrri löggjöf".
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun