Björn á leikinn Hreinn Loftsson skrifar 19. nóvember 2006 05:00 Í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær kemur fram áskorun til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um viðbrögð við grein Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Í leiðaranum bendir Þorsteinn á að grein Arnars feli í sér þá aðdróttun,að dómstólar hafi brugðist í „Baugsmálinu". Grein Arnars verði ekki skilin öðruvísi en svo, að dómstólar mismuni borgurum landsins, gangi erinda auðmanna og „Baugsmálið" sé sönnun þess. Orðrétt segir Arnar í greininni: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Hér hafa þung orð verið látin falla af háttsettum lögreglumanni hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem er æðsti yfirmaður lögreglu í landinu. Undir greininni kemur fram starfsheiti Arnars hjá embættinu, hann hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali, að hann hafi kynnt yfirmönnum sínum efni greinarinnar áður en hún birtist og þeir ekki gert athugasemdir. Hann setur því fram ásakanir sínar að höfðu samráði við yfirmenn sína. Hér hafa því gerst tíðindi, sem dómsmálaráðherra hlýtur að bregðast við. Einu viðbrögð hans til þessa eru þau, að vekja athygli á grein Arnars á heimasíðu sinni. Alþingismenn hljóta að taka þetta mál upp og krefja ráðherrann um viðbrögð og afstöðu. Annaðhvort stendur hann með dómstólunum gagnvart þessari atlögu lögreglunnar eða ekki. Líkt og Þorsteinn Pálsson bendir á, þá getur aðeins tvennt gerst í þeirri stöðu, sem upp er komin eftir grein Arnars. Annaðhvort metur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þessa gagnrýni einskis og aðhefst þá ekkert eða lýsir því yfir, að hann hafi fulla trú á dómstólunum. Sú afstaða gengisfellir þá embætti ríkislögreglustjórans og jafngildir vantrausti ráðherrans á embættið. Taki hann á hinn bóginn mark á þessari gagnrýni, þá hlýtur hann að bregðast við skjótt, en hann er það yfirvald í landinu, sem Arnar ákallar í grein sinni. Líkt og Þorsteinn bendir á í leiðaranum yrði Björn þá, að „grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða". Þá dugi ekkert minna en „endurreisn dómstóla með nýrri löggjöf". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið 3003 Elliði Vignisson Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Grundvallaratriði að auka lóðaframboð Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðalánasjóður fjármagnaði ekki íbúðalán bankanna! Hallur Magnússon skrifar Skoðun Húsnæðisliðurinn í vísitölu neysluverðs Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þakklæti og árangur, uppbygging og samstarf Jóhanna Ýr Johannsdóttir skrifar Skoðun Hver vakir yfir þínum hagsmunum sem fasteignaeiganda? Ívar Halldórsson skrifar Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær kemur fram áskorun til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um viðbrögð við grein Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Í leiðaranum bendir Þorsteinn á að grein Arnars feli í sér þá aðdróttun,að dómstólar hafi brugðist í „Baugsmálinu". Grein Arnars verði ekki skilin öðruvísi en svo, að dómstólar mismuni borgurum landsins, gangi erinda auðmanna og „Baugsmálið" sé sönnun þess. Orðrétt segir Arnar í greininni: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Hér hafa þung orð verið látin falla af háttsettum lögreglumanni hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem er æðsti yfirmaður lögreglu í landinu. Undir greininni kemur fram starfsheiti Arnars hjá embættinu, hann hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali, að hann hafi kynnt yfirmönnum sínum efni greinarinnar áður en hún birtist og þeir ekki gert athugasemdir. Hann setur því fram ásakanir sínar að höfðu samráði við yfirmenn sína. Hér hafa því gerst tíðindi, sem dómsmálaráðherra hlýtur að bregðast við. Einu viðbrögð hans til þessa eru þau, að vekja athygli á grein Arnars á heimasíðu sinni. Alþingismenn hljóta að taka þetta mál upp og krefja ráðherrann um viðbrögð og afstöðu. Annaðhvort stendur hann með dómstólunum gagnvart þessari atlögu lögreglunnar eða ekki. Líkt og Þorsteinn Pálsson bendir á, þá getur aðeins tvennt gerst í þeirri stöðu, sem upp er komin eftir grein Arnars. Annaðhvort metur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þessa gagnrýni einskis og aðhefst þá ekkert eða lýsir því yfir, að hann hafi fulla trú á dómstólunum. Sú afstaða gengisfellir þá embætti ríkislögreglustjórans og jafngildir vantrausti ráðherrans á embættið. Taki hann á hinn bóginn mark á þessari gagnrýni, þá hlýtur hann að bregðast við skjótt, en hann er það yfirvald í landinu, sem Arnar ákallar í grein sinni. Líkt og Þorsteinn bendir á í leiðaranum yrði Björn þá, að „grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða". Þá dugi ekkert minna en „endurreisn dómstóla með nýrri löggjöf".
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun
Skoðun Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar
Skoðun Skattaglufuflokkar hinna betur settu þykjast hafa uppgötvað alla hina Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Endurhæfing sem bjargar lífum – reynsla fólks hjá Hugarafli Auður Axelsdóttir,Grétar Björnsson skrifar
Viljum við hagkerfi sem þjónar fólki og náttúru, eða fólk sem þjónar hagkerfinu? Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun