Björn á leikinn Hreinn Loftsson skrifar 19. nóvember 2006 05:00 Í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær kemur fram áskorun til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um viðbrögð við grein Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Í leiðaranum bendir Þorsteinn á að grein Arnars feli í sér þá aðdróttun,að dómstólar hafi brugðist í „Baugsmálinu". Grein Arnars verði ekki skilin öðruvísi en svo, að dómstólar mismuni borgurum landsins, gangi erinda auðmanna og „Baugsmálið" sé sönnun þess. Orðrétt segir Arnar í greininni: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Hér hafa þung orð verið látin falla af háttsettum lögreglumanni hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem er æðsti yfirmaður lögreglu í landinu. Undir greininni kemur fram starfsheiti Arnars hjá embættinu, hann hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali, að hann hafi kynnt yfirmönnum sínum efni greinarinnar áður en hún birtist og þeir ekki gert athugasemdir. Hann setur því fram ásakanir sínar að höfðu samráði við yfirmenn sína. Hér hafa því gerst tíðindi, sem dómsmálaráðherra hlýtur að bregðast við. Einu viðbrögð hans til þessa eru þau, að vekja athygli á grein Arnars á heimasíðu sinni. Alþingismenn hljóta að taka þetta mál upp og krefja ráðherrann um viðbrögð og afstöðu. Annaðhvort stendur hann með dómstólunum gagnvart þessari atlögu lögreglunnar eða ekki. Líkt og Þorsteinn Pálsson bendir á, þá getur aðeins tvennt gerst í þeirri stöðu, sem upp er komin eftir grein Arnars. Annaðhvort metur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þessa gagnrýni einskis og aðhefst þá ekkert eða lýsir því yfir, að hann hafi fulla trú á dómstólunum. Sú afstaða gengisfellir þá embætti ríkislögreglustjórans og jafngildir vantrausti ráðherrans á embættið. Taki hann á hinn bóginn mark á þessari gagnrýni, þá hlýtur hann að bregðast við skjótt, en hann er það yfirvald í landinu, sem Arnar ákallar í grein sinni. Líkt og Þorsteinn bendir á í leiðaranum yrði Björn þá, að „grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða". Þá dugi ekkert minna en „endurreisn dómstóla með nýrri löggjöf". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Glæðing vonar - ekki hjúkrunargreiningin Karen Ósk Björnsdóttir skrifar Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar Skoðun 60% landsmanna á móti vopnakaupunum Hildur Þórðardóttir skrifar Sjá meira
Í leiðara Þorsteins Pálssonar í Fréttablaðinu í gær kemur fram áskorun til Björns Bjarnasonar dómsmálaráðherra um viðbrögð við grein Arnars Jenssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem birtist í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Í leiðaranum bendir Þorsteinn á að grein Arnars feli í sér þá aðdróttun,að dómstólar hafi brugðist í „Baugsmálinu". Grein Arnars verði ekki skilin öðruvísi en svo, að dómstólar mismuni borgurum landsins, gangi erinda auðmanna og „Baugsmálið" sé sönnun þess. Orðrétt segir Arnar í greininni: „Við búum við þróaðar réttarreglur sem eiga að vera nægilega traustar til þess að tryggja að allir fái sömu réttlátu málsmeðferðina, hvort sem um er að ræða auðmann, fjölmiðlakóng, einstætt foreldri eða öryrkja. Hvort sem í hlut á Jón eða séra Jón. Baugsmálið er dæmi um að svo er ekki. Þessi þróun er óþolandi og ég kalla á viðbrögð yfirvalda þessa lands." Hér hafa þung orð verið látin falla af háttsettum lögreglumanni hjá embætti ríkislögreglustjóra, sem er æðsti yfirmaður lögreglu í landinu. Undir greininni kemur fram starfsheiti Arnars hjá embættinu, hann hefur lýst því yfir í sjónvarpsviðtali, að hann hafi kynnt yfirmönnum sínum efni greinarinnar áður en hún birtist og þeir ekki gert athugasemdir. Hann setur því fram ásakanir sínar að höfðu samráði við yfirmenn sína. Hér hafa því gerst tíðindi, sem dómsmálaráðherra hlýtur að bregðast við. Einu viðbrögð hans til þessa eru þau, að vekja athygli á grein Arnars á heimasíðu sinni. Alþingismenn hljóta að taka þetta mál upp og krefja ráðherrann um viðbrögð og afstöðu. Annaðhvort stendur hann með dómstólunum gagnvart þessari atlögu lögreglunnar eða ekki. Líkt og Þorsteinn Pálsson bendir á, þá getur aðeins tvennt gerst í þeirri stöðu, sem upp er komin eftir grein Arnars. Annaðhvort metur Björn Bjarnason dómsmálaráðherra þessa gagnrýni einskis og aðhefst þá ekkert eða lýsir því yfir, að hann hafi fulla trú á dómstólunum. Sú afstaða gengisfellir þá embætti ríkislögreglustjórans og jafngildir vantrausti ráðherrans á embættið. Taki hann á hinn bóginn mark á þessari gagnrýni, þá hlýtur hann að bregðast við skjótt, en hann er það yfirvald í landinu, sem Arnar ákallar í grein sinni. Líkt og Þorsteinn bendir á í leiðaranum yrði Björn þá, að „grípa umsvifalaust til mjög róttækra aðgerða". Þá dugi ekkert minna en „endurreisn dómstóla með nýrri löggjöf".
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Væri ekki í lagi að gefa Sjálfstæðisflokknum, Framsóknarflokknum og Vinstri-grænum frí? Kjartan Eggertsson skrifar