Með brækurnar á hælunum 23. ágúst 2005 00:01 Sven-Göran Eriksson er fyrsti erlendi þjálfarinn sem ráðinn er til að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu og enginn efast um færni hans á því sviði. Undanfarna mánuði hefur hann þó verið í sviðsljósinu á röngum forsendum vegna samskipta sinna við skrifstofuglyðruna Faria Alam, sem er ein sín liðs að ríða enska knattspyrnusambandinu að fullu - í bókstaflegri merkingu. Faria þessi starfaði á skrifstofu enska knattspyrnusambandsins á sínum tíma og virtist hafa tælt bæði menn og konur til samræðis við sig, en fór svo í mál út af öllu saman. Sven-Göran var einn þeirra heppnu sem fengu að sænga hjá Fariu, sem þrátt fyrir að vera lausgirt, er hið föngulegasta fljóð. Eitthvað virðist konunni þó hafa verið farin að leiðast athyglin sem hún fékk á skrifstofunni, því hún afréð að fara með rúmstokkssögur sínar allar í ensku pressuna, sem át upp hvert orð og birti á síðum sínum - landsliðsþjálfaranum lofaða til mikillar armæðu. Mál þetta hefur lítið verið í fréttum undanfarnar vikur og sviðsljósið hefur aldrei þessu vant verið á axarsköftum þjálfarans á knattspyrnuvellinum, því sem kunnugt er, biðu Englendingar afhroð á Parken í Danmörku gegn sprækum heimamönnum fyrir viku. Kannski hefur Sven-Göran þótt ágæt tilbreyting að vera nú á milli tannana á fólki vegna mistaka tengdum knattspyrnu, en ekki vegna beinlausa bitans á sér. En sjaldan er ein báran stök. Nú hefur títt nefnd Faria látið á sér kræla á ný og í þetta sinn segir hún frá örvæntingarfullum tilraunum þess sænska til að fá sig á stefnumót vestur Ameríku, þegar enska landsliðið var þar við æfingar fyrir skömmu. Það má að vísu deila um það hvort það var af skynsemi eða heigulskap, sem Sven-Göran blés öll herlegheitin af skömmu áður en af þeim átti að verða og bar við ótta við að blöðin kæmust í málið. Téð Faria hefur verið dugleg að hrósa Svíanum fyrir fimi í bólinu og það er kannski ástæða þess að hann heldur ennþá sambandi við hana. Eriksson er ekki mjög fríður maður, heldur þvert á móti með ásjónu sem stöðvað gæti gangverk svissneskrar gauksklukku af um 50 metra færi. Vera má að Eriksson hafi einfaldlega of mikinn frítíma, því starf hans felst varla í öðru en að horfa á leiki þriggja liða í ensku úrvalsdeildinni viku eftir viku, auk þess sem hann bregður sér annað slagið til Spánar í sólina og fylgist með leikmönnum sínum verma varamannanbekk Madrídarliðsins. Englendingum er fjarri því að vera skemmt þegar þeir lesa um vergirni þjálfara síns á síðum dagblaðanna, því eins og allir vita er heimsmeistaramótið í knattspyrnu á næsta leiti og þar sætta enskir sig ekki við neitt annað en sigur frá stjörnum prýddu liði sínu. Því takmarki ná þeir þó ekki undir stjórn Sven-Göran Eriksson, því hann er að hafa enska knattspyrnusambandið að fífli með háttalagi sínu og virðist hafa alla vitræna hugsun í æxlunarfærunum. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Sjá meira
Sven-Göran Eriksson er fyrsti erlendi þjálfarinn sem ráðinn er til að taka við enska landsliðinu í knattspyrnu og enginn efast um færni hans á því sviði. Undanfarna mánuði hefur hann þó verið í sviðsljósinu á röngum forsendum vegna samskipta sinna við skrifstofuglyðruna Faria Alam, sem er ein sín liðs að ríða enska knattspyrnusambandinu að fullu - í bókstaflegri merkingu. Faria þessi starfaði á skrifstofu enska knattspyrnusambandsins á sínum tíma og virtist hafa tælt bæði menn og konur til samræðis við sig, en fór svo í mál út af öllu saman. Sven-Göran var einn þeirra heppnu sem fengu að sænga hjá Fariu, sem þrátt fyrir að vera lausgirt, er hið föngulegasta fljóð. Eitthvað virðist konunni þó hafa verið farin að leiðast athyglin sem hún fékk á skrifstofunni, því hún afréð að fara með rúmstokkssögur sínar allar í ensku pressuna, sem át upp hvert orð og birti á síðum sínum - landsliðsþjálfaranum lofaða til mikillar armæðu. Mál þetta hefur lítið verið í fréttum undanfarnar vikur og sviðsljósið hefur aldrei þessu vant verið á axarsköftum þjálfarans á knattspyrnuvellinum, því sem kunnugt er, biðu Englendingar afhroð á Parken í Danmörku gegn sprækum heimamönnum fyrir viku. Kannski hefur Sven-Göran þótt ágæt tilbreyting að vera nú á milli tannana á fólki vegna mistaka tengdum knattspyrnu, en ekki vegna beinlausa bitans á sér. En sjaldan er ein báran stök. Nú hefur títt nefnd Faria látið á sér kræla á ný og í þetta sinn segir hún frá örvæntingarfullum tilraunum þess sænska til að fá sig á stefnumót vestur Ameríku, þegar enska landsliðið var þar við æfingar fyrir skömmu. Það má að vísu deila um það hvort það var af skynsemi eða heigulskap, sem Sven-Göran blés öll herlegheitin af skömmu áður en af þeim átti að verða og bar við ótta við að blöðin kæmust í málið. Téð Faria hefur verið dugleg að hrósa Svíanum fyrir fimi í bólinu og það er kannski ástæða þess að hann heldur ennþá sambandi við hana. Eriksson er ekki mjög fríður maður, heldur þvert á móti með ásjónu sem stöðvað gæti gangverk svissneskrar gauksklukku af um 50 metra færi. Vera má að Eriksson hafi einfaldlega of mikinn frítíma, því starf hans felst varla í öðru en að horfa á leiki þriggja liða í ensku úrvalsdeildinni viku eftir viku, auk þess sem hann bregður sér annað slagið til Spánar í sólina og fylgist með leikmönnum sínum verma varamannanbekk Madrídarliðsins. Englendingum er fjarri því að vera skemmt þegar þeir lesa um vergirni þjálfara síns á síðum dagblaðanna, því eins og allir vita er heimsmeistaramótið í knattspyrnu á næsta leiti og þar sætta enskir sig ekki við neitt annað en sigur frá stjörnum prýddu liði sínu. Því takmarki ná þeir þó ekki undir stjórn Sven-Göran Eriksson, því hann er að hafa enska knattspyrnusambandið að fífli með háttalagi sínu og virðist hafa alla vitræna hugsun í æxlunarfærunum. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar