Engin íhaldssemi hjá Strætó 27. júlí 2005 00:01 Nú keyra nýir strætóar nýjar leiðir hér í borg og þvílíkt írafár í kring um það. Sjálf sé ég mikið eftir gamla strætókerfinu enda þekkti ég það mjög vel. Ég gat gengið um hvaða götu Reykjavíkur sem er, vitað hvaða strætó færi næst mér og hvernig best væri að skipta úr honum. Meira að segja hafði ég töluvert víðtæka þekkingu á því hvenær strætóinn kæmi og góða tilfinningu fyrir því í hvaða röð þeir lentu á stóru stöðvunum. Hundfúl hérna í síðustu viku býsnaðist ég yfir því að sexan mín keyrði mig ekki lengur alla leið í vinnuna og að nýja leiðakerfið boðaði ekkert nema endalaus vandræði um ókomna tíð. En hlutirnir eru fljótir að breytast. Eftir tvo daga var mér snúinn hugur í þessum efnum enda sýndi kerfið mér strax í fyrstu ferð að hér er um mjög góða breytingu að ræða. Styttri ferðatími var boðaður og ég sem notandi get fullyrt að ég hef fundið fyrir því svo um munar. Sérstaklega í fyrstu ferðinni minni sem tók þrisvar sinnum styttri tíma en ég er vön. Gagnrýni hefur komið fram um að stoppustöðvum hafi verið fækkað og nú sé lengra að labba út á stöð. Ég verð að segja að ég er guðslifandi fegin að búið er að færa hluta leiðanna aðeins út fyrir hverfin vegna þess að ég sé núna hversu mikil áhrif á ferðatímann það hefur að keyra allar þessar krókaleiðir. Að vísu er búið að færa eina góða stöð sem ég notaði mikið nokkra tugi metra en eins og góðar konur og menn hafa löngum sagt - það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. En ekki eru allir á eitt sáttir með kerfið sem nú, í staðinn fyrir að vera tekið opnum örmum af borgarbúum, hefur verið úthúðað í mörgum fjölmiðlum. Í Kastljósinu fyrr í vikunni mætti Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó b.s. Gísla Marteini Baldurssyni, varaborgarfulltrúa, í þeim allra furðurlegasta Kastljósþætti sem ég hef á ævi minni séð. Þar var Ásgeiri, embættismanninum hjá borginni, stillt upp eins og hann ætti að verja pólitískar ákvarðanir meirihlutans í borginni. Gísli Marteinn fékk síðan að rasa út um ágæti eigin pólitísku hugmynda, til dæmis um ágæti einkabílsins, án þess að nokkurt pólitískt mótvægi væri við hans skoðanir. Þrátt fyrir kjöraðstöðu tókst Gísla Marteini ekki að vera neitt annað en hjákátlegur í þessum þætti. Rök hans gegn strætókerfinu mynduðu iðulega innri þversagnir. Hann sagði að breytingarnar væru of dýrar en talaði samt fyrir því að tölvustýrðum tímamælum yrði komið fyrir á öllum stoppustöðvum. Hann sagði að strætó ætti að vera valkostur fyrir alla en að fólk væri samt búið að velja einkabílinn. Hann sagði að strætó ætti að vera sniðinn að þörfum dyggasta kúnnahóps strætó eða gamals fólks og krakka þegar sá hópur telur samanlagt 4% farþega. Hann talaði ákaft fyrir því að gamla kerfið hafi verið betra en þetta nýja en allir sem hafa á því minnsta vit sáu að Gísli Marteinn þekkir hvorki gamla né nýja kerfið. Svo virðist sem íhaldið beri nafn með rentu því ef hatrömm barátta gegn breytingum sem maður getur ekki mælt gegn er ekki íhaldsemi þá veit ég ekki hvað er það. Gísli Marteinn er langt frá því að vera sá eini sem talar svona um almenningssamgöngur í Reykjavík. Ég hef heyrt ótrúlegasta fólk semja níðvísur um nýja kerfið, fólk sem hefur ekki komið í strætó í tuttugu ár. Sjálf verð ég mjög sár við slíkar fullyrðingar enda tel ég mig vita betur. Gulu góðu vagnarnir eru mín veröld og þess vegna tel ég mig hafa rétt á því að reka gagnrýni annarra aftur til baka, að minnsta kosti þegar hún er byggð á röngum forsendum. Ég nýt betri þjónustu vegna þess að hjá Strætó vinnur gott fólk sem eftir langa umhugsun er búið að gefa út gott leiðakerfi. Og Gísli Marteinn, ég er fegnust að íhaldið ræður ekki ríkjum í almenningssamgöngum hér í borg. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Skoðanir Mest lesið Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Sjá meira
Nú keyra nýir strætóar nýjar leiðir hér í borg og þvílíkt írafár í kring um það. Sjálf sé ég mikið eftir gamla strætókerfinu enda þekkti ég það mjög vel. Ég gat gengið um hvaða götu Reykjavíkur sem er, vitað hvaða strætó færi næst mér og hvernig best væri að skipta úr honum. Meira að segja hafði ég töluvert víðtæka þekkingu á því hvenær strætóinn kæmi og góða tilfinningu fyrir því í hvaða röð þeir lentu á stóru stöðvunum. Hundfúl hérna í síðustu viku býsnaðist ég yfir því að sexan mín keyrði mig ekki lengur alla leið í vinnuna og að nýja leiðakerfið boðaði ekkert nema endalaus vandræði um ókomna tíð. En hlutirnir eru fljótir að breytast. Eftir tvo daga var mér snúinn hugur í þessum efnum enda sýndi kerfið mér strax í fyrstu ferð að hér er um mjög góða breytingu að ræða. Styttri ferðatími var boðaður og ég sem notandi get fullyrt að ég hef fundið fyrir því svo um munar. Sérstaklega í fyrstu ferðinni minni sem tók þrisvar sinnum styttri tíma en ég er vön. Gagnrýni hefur komið fram um að stoppustöðvum hafi verið fækkað og nú sé lengra að labba út á stöð. Ég verð að segja að ég er guðslifandi fegin að búið er að færa hluta leiðanna aðeins út fyrir hverfin vegna þess að ég sé núna hversu mikil áhrif á ferðatímann það hefur að keyra allar þessar krókaleiðir. Að vísu er búið að færa eina góða stöð sem ég notaði mikið nokkra tugi metra en eins og góðar konur og menn hafa löngum sagt - það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana. En ekki eru allir á eitt sáttir með kerfið sem nú, í staðinn fyrir að vera tekið opnum örmum af borgarbúum, hefur verið úthúðað í mörgum fjölmiðlum. Í Kastljósinu fyrr í vikunni mætti Ásgeir Eiríksson, framkvæmdastjóri Strætó b.s. Gísla Marteini Baldurssyni, varaborgarfulltrúa, í þeim allra furðurlegasta Kastljósþætti sem ég hef á ævi minni séð. Þar var Ásgeiri, embættismanninum hjá borginni, stillt upp eins og hann ætti að verja pólitískar ákvarðanir meirihlutans í borginni. Gísli Marteinn fékk síðan að rasa út um ágæti eigin pólitísku hugmynda, til dæmis um ágæti einkabílsins, án þess að nokkurt pólitískt mótvægi væri við hans skoðanir. Þrátt fyrir kjöraðstöðu tókst Gísla Marteini ekki að vera neitt annað en hjákátlegur í þessum þætti. Rök hans gegn strætókerfinu mynduðu iðulega innri þversagnir. Hann sagði að breytingarnar væru of dýrar en talaði samt fyrir því að tölvustýrðum tímamælum yrði komið fyrir á öllum stoppustöðvum. Hann sagði að strætó ætti að vera valkostur fyrir alla en að fólk væri samt búið að velja einkabílinn. Hann sagði að strætó ætti að vera sniðinn að þörfum dyggasta kúnnahóps strætó eða gamals fólks og krakka þegar sá hópur telur samanlagt 4% farþega. Hann talaði ákaft fyrir því að gamla kerfið hafi verið betra en þetta nýja en allir sem hafa á því minnsta vit sáu að Gísli Marteinn þekkir hvorki gamla né nýja kerfið. Svo virðist sem íhaldið beri nafn með rentu því ef hatrömm barátta gegn breytingum sem maður getur ekki mælt gegn er ekki íhaldsemi þá veit ég ekki hvað er það. Gísli Marteinn er langt frá því að vera sá eini sem talar svona um almenningssamgöngur í Reykjavík. Ég hef heyrt ótrúlegasta fólk semja níðvísur um nýja kerfið, fólk sem hefur ekki komið í strætó í tuttugu ár. Sjálf verð ég mjög sár við slíkar fullyrðingar enda tel ég mig vita betur. Gulu góðu vagnarnir eru mín veröld og þess vegna tel ég mig hafa rétt á því að reka gagnrýni annarra aftur til baka, að minnsta kosti þegar hún er byggð á röngum forsendum. Ég nýt betri þjónustu vegna þess að hjá Strætó vinnur gott fólk sem eftir langa umhugsun er búið að gefa út gott leiðakerfi. Og Gísli Marteinn, ég er fegnust að íhaldið ræður ekki ríkjum í almenningssamgöngum hér í borg. Anna Tryggvadóttir - annat@frettabladid.is
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir Skoðun