Bjargvættur ungra múslima? 25. júlí 2005 00:01 Hið geysistóra múslimska samfélag á Bretlandi er í uppnámi eftir sprengjuárásirnar 7.júlí sem kostuðu yfir fimmtíu manns lífið. Sprengjumennirnir fjóru frá Yorkshire eru daglegt umræðuefni og nú spyrja menn sig: Hvernig gat svona mikið hatur grafið sig inn í hjörtu þessara manna að þeir reyndust tilbúnir til að leggja líf sitt að veði? Hinir trúarlegu skólar í Pakistan hafa verið undir smásjánni en einn maður, prófessorinn Tariq Ramadan, segir hluta af vandanum vera í hinu vestræna samfélagi múslima. Á heimasíðu BBC er fjallað ítarlega um þennan prófessor sem hingað til hefur verið bannaður í Bandaríkjunum vegna þess að hann er sagður hvetja til sjálfsmorðsárása. Hann segist sjálfur vera mjög andsnúinn því að saklausir borgarar skuli vera drepnir og tekur þar með undir yfirlýsingar hins múslimska samfélags á Bretlandi þess efnis að einungis brotabrot af múslimum telji slík voðaverk í þágu trúarinnar. Dagblaðið Sun sagði hann vera herskáan múslima skömmu eftir hryðjuverkin og vildi fá hann bannaðan frá ráðstefnum sem halda átti. Nokkrum dögum síðar var Ramadan hins vegar sagður vera hetja ungra múslima í sama blaði og talaði fyrir fullum sal. Ramadan er ekki vinsæll meðal hinna eldri múslima. Hann er vestrænn í hugsun en segist þó ekki vera að snúa baki við trúnni. Hann vilji einfaldlega nútímavæða hana svo múslimar eigi auðveldar um vik með að aðlagast vestrænu samfélagi. Rödd Tariq er ein sú áhrifamesta meðal ungra múslima á Vesturlöndum. Allt tal Tariq ögrar hinni eldri kynslóð og þeim hefðum sem hafa fylgt þeim vestur um haf. Ramadan er meðal annars andvígur kúgun kvenna og segist ekki vilja sjá fornar refsingar líkt og grýtingar. Þar að auki leyfir hann sér að efast um rétt múslima í austri til að leiða trúna en Tariq hefur sjálfur verið sakaður um að svíkja trúna. Viðbrögðin við viðtalinu á heimasíðu BBC sýna að Tariq er alls ekki allra. Sjálfur segist hann vera Evrópubúi og múslimi, eitthvað sem hann segir ekki ganga nægjanlega vel að samhæfa hjá mörgum trúbræðrum hans . Tariq gerir tilkall til að leiða múslima á Vesturlöndum. Hann segir að þeir verði að byggja upp sína eigin sjálfsmynd sem nú sé brengluð vegna þess að þeir viti ekki lengur hvað séu múslimsk gildi. "Ef við tökum sem dæmi múslima sem reiðist yfir því að hann geti ekki farið á bar með starfsfélögum sínum. Mönnum er ekki skylt að drekka á Englandi heldur verður múslímskt samfélag að samþykkja drykkju sem lífsstíl annarra þó að við höfnum henni sjálf," segir í viðtalinu á BBC. Tariq Ramadan nefnir hinar íslömsku bókabúðir sem dæmi um þránd í götu þróunar Islam á Vesturlöndum. Þær neiti að selja bækur sem eru í tengingu við vestræna hugsun. Þær kjósa frekar efni sem elur á sektarkenndi ungra múslima."Ungir múslimar verða brjótast út því félagslega og andlega gettói sem þeir eru í og standa á eigin fótum," sagði Tariq Ramadan. Hann segist vera fulltrúi þeirrar kynslóðar sem færi múslimska trú nær evrópskri Upplýsingu. Að hann geti náð að sameina virðingu fyrir trúni en um leið að hafna þeim bókstafstúlkunum sem að hans mati eiga ekkert erindi í nútímalegu samfélagi. Hvort að Tariq Ramadan reynist rétti maðurinn í að leiða Islam í nýju umhverfi verður tíminn að leiða í ljós. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettbladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvers virði er starfsumhverfi myndlistarmanna? Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ekki gera ekki neitt Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Sjá meira
Hið geysistóra múslimska samfélag á Bretlandi er í uppnámi eftir sprengjuárásirnar 7.júlí sem kostuðu yfir fimmtíu manns lífið. Sprengjumennirnir fjóru frá Yorkshire eru daglegt umræðuefni og nú spyrja menn sig: Hvernig gat svona mikið hatur grafið sig inn í hjörtu þessara manna að þeir reyndust tilbúnir til að leggja líf sitt að veði? Hinir trúarlegu skólar í Pakistan hafa verið undir smásjánni en einn maður, prófessorinn Tariq Ramadan, segir hluta af vandanum vera í hinu vestræna samfélagi múslima. Á heimasíðu BBC er fjallað ítarlega um þennan prófessor sem hingað til hefur verið bannaður í Bandaríkjunum vegna þess að hann er sagður hvetja til sjálfsmorðsárása. Hann segist sjálfur vera mjög andsnúinn því að saklausir borgarar skuli vera drepnir og tekur þar með undir yfirlýsingar hins múslimska samfélags á Bretlandi þess efnis að einungis brotabrot af múslimum telji slík voðaverk í þágu trúarinnar. Dagblaðið Sun sagði hann vera herskáan múslima skömmu eftir hryðjuverkin og vildi fá hann bannaðan frá ráðstefnum sem halda átti. Nokkrum dögum síðar var Ramadan hins vegar sagður vera hetja ungra múslima í sama blaði og talaði fyrir fullum sal. Ramadan er ekki vinsæll meðal hinna eldri múslima. Hann er vestrænn í hugsun en segist þó ekki vera að snúa baki við trúnni. Hann vilji einfaldlega nútímavæða hana svo múslimar eigi auðveldar um vik með að aðlagast vestrænu samfélagi. Rödd Tariq er ein sú áhrifamesta meðal ungra múslima á Vesturlöndum. Allt tal Tariq ögrar hinni eldri kynslóð og þeim hefðum sem hafa fylgt þeim vestur um haf. Ramadan er meðal annars andvígur kúgun kvenna og segist ekki vilja sjá fornar refsingar líkt og grýtingar. Þar að auki leyfir hann sér að efast um rétt múslima í austri til að leiða trúna en Tariq hefur sjálfur verið sakaður um að svíkja trúna. Viðbrögðin við viðtalinu á heimasíðu BBC sýna að Tariq er alls ekki allra. Sjálfur segist hann vera Evrópubúi og múslimi, eitthvað sem hann segir ekki ganga nægjanlega vel að samhæfa hjá mörgum trúbræðrum hans . Tariq gerir tilkall til að leiða múslima á Vesturlöndum. Hann segir að þeir verði að byggja upp sína eigin sjálfsmynd sem nú sé brengluð vegna þess að þeir viti ekki lengur hvað séu múslimsk gildi. "Ef við tökum sem dæmi múslima sem reiðist yfir því að hann geti ekki farið á bar með starfsfélögum sínum. Mönnum er ekki skylt að drekka á Englandi heldur verður múslímskt samfélag að samþykkja drykkju sem lífsstíl annarra þó að við höfnum henni sjálf," segir í viðtalinu á BBC. Tariq Ramadan nefnir hinar íslömsku bókabúðir sem dæmi um þránd í götu þróunar Islam á Vesturlöndum. Þær neiti að selja bækur sem eru í tengingu við vestræna hugsun. Þær kjósa frekar efni sem elur á sektarkenndi ungra múslima."Ungir múslimar verða brjótast út því félagslega og andlega gettói sem þeir eru í og standa á eigin fótum," sagði Tariq Ramadan. Hann segist vera fulltrúi þeirrar kynslóðar sem færi múslimska trú nær evrópskri Upplýsingu. Að hann geti náð að sameina virðingu fyrir trúni en um leið að hafna þeim bókstafstúlkunum sem að hans mati eiga ekkert erindi í nútímalegu samfélagi. Hvort að Tariq Ramadan reynist rétti maðurinn í að leiða Islam í nýju umhverfi verður tíminn að leiða í ljós. Freyr Gígja Gunnarsson - freyrgigja@frettbladid.is
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun