Steggjaæði og gæsafyllerí 13. júní 2005 00:01 Það er komið sumar. Tími brúðkaupa. Kirkjur landsins eru í óða önn að undirbúa sig undir að ungt fólk flykkist til presta, taki stóra skrefið og gangi í hjónaband. Brúðarvalsinn er farinn að óma um allt land. Við sem stöndum fyrir utan sjáum glæsibifreiðar á laugardögum skreyttar borðum. Inn í þeim situr glæsilegt par sem hefur tekið eina stærstu ákvörðun lífs síns. Það hefur heitið, frammi fyrir Guði og mönnum, að það muni styðja við hvort annað og verði hvort öðru trútt. Að þau verði saman til æviloka. Ég las grein í Metro - blaði á leið minni frá Odense til Kaupmannahafnar. Ungt danskt fólk ákveður í síauknu mæli að búa út af fyrir sig. Það á kannski kærasta en hefur ekki fyrir því að búa saman. Þola ekki hömlurnar sem því fylgja. Danir eru single. Við Íslendingar erum hins vegar brúðkaupsóðir og viljum hafa veisluna mikla og stóra. Kannski af því að við eigum ekkert kóngafólk til þess að horfa á giftast. Brúðkaupið þarf því að vera konunglegt. Áður en giftingin getur orðið að veruleika þarf að sjá um nokkra hluti. Panta hljóðfæraleikara, kirkju, prest, sal, mat, vín, búa til boðskort og svona mætti lengi, lengi, lengi telja. Og allt kostar þetta pening. Ég hef heyrt tölur sem eru stjarnfræðilegar. Brúðkaup sem kosti milljón. Það er farið út í næsta banka og tekið lán fyrir herlegheitunum. Ég bíð eftir að fólki verði boðið upp á hundrað prósenta brúðkaupslán. Þetta á jú að endast til æviloka. Varla sniðug fjárfesting þar sem á síðasta ári voru 552 lögskilnaðir. Einhver laug því að mér að þrjátíu prósent hjónabanda enduðu í skilnaði. Þegar foreldrar mínir giftu sig var athöfnin látlaus. Veislan var haldin heima hjá ömmu minni sem jafnframt eldaði veislumatinn. Þegar ég skoðaði myndir af veislunni velti ég því fyrir mér að ef þau hefðu gert eins og unga fólkið í dag væru þau þá enn þá að borga af veislunni? Mikilvægasti atburðurinn virðist þó vera steggjunin og gæsunin. Órjúfanlegur hluti af hjónavígslunni. Vinir og kunningjar draga tilvonandi hjónakorn út á lífið. "Þú verður að ná að skemmta þér áður en þú verður njörvaður niður í hlekki hjónabandsins," er stríðsöskrið. Svo er farið í bæinn og hvergi má aðilinn sjá verðandi maka sinn. Hann verður að vera drukkinn og tilbúinn í allt. Ágætur prestur sagði mér sögu fyrir ekki margt löngu. Brúðguminn hafði komið til hans og játaði fyrir honum syndir sínar. Hann hafði átt vingott við stúlku sem ekki var sú sem hann ætlaði að giftast. Þetta gerðist í steggjuninni. Presturinn sagði þetta ekki vera einsdæmi. Brúðguminn ákvað að láta slag standa, enda kostnaðurinn við brúðkaupið kominn upp úr öllu valdi. Hann gæti ekki blásið það af á þessari stundu. Presturinn aumkaði sig ekki yfir manninum þegar hann sá andlitið á honum á brúðkaupsdaginn. Þegar brúðarvalsinn fór að hljóma og stoltur faðir leiddi dóttur sína niður kirkjugólfið féllu tár hjá drengnum. Ekki voru þetta gleðitár heldur hafði hann svona líka nagandi samviskubit. Presturinn var þess handviss að þau yrðu kominn inn á skrifstofu til sín innan tveggja ára með skilnaðarpappíra. Brúðkaupið er að leysast upp í vitleysu. Fólk giftir sig eins og kóngafólk. Það þarf allt að vera flott, glæsilegt og rándýrt. Steggjunin og gæsunin þarf að vera eins öfgafull og hægt er, rándýr og helst þurfa verðandi brúðhjón að framkvæma eitthvað sem þau sjá eftir alla sína ævi. Það að giftast er alls ekki slæm ákvörðun. Langt því frá. Ef vissan er fyrir hendi þarf hvorki gæsun né steggjun til þess að sannfærast. Það er væntanlega ekki vont að þurfa að eyða ævinni með sálufélaganum. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Freyr Gígja Gunnarsson Í brennidepli Mest lesið Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn, the party of hungry children Ian McDonald Skoðun Halldór 19.07.2025 Halldór Skoðun Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Það er komið sumar. Tími brúðkaupa. Kirkjur landsins eru í óða önn að undirbúa sig undir að ungt fólk flykkist til presta, taki stóra skrefið og gangi í hjónaband. Brúðarvalsinn er farinn að óma um allt land. Við sem stöndum fyrir utan sjáum glæsibifreiðar á laugardögum skreyttar borðum. Inn í þeim situr glæsilegt par sem hefur tekið eina stærstu ákvörðun lífs síns. Það hefur heitið, frammi fyrir Guði og mönnum, að það muni styðja við hvort annað og verði hvort öðru trútt. Að þau verði saman til æviloka. Ég las grein í Metro - blaði á leið minni frá Odense til Kaupmannahafnar. Ungt danskt fólk ákveður í síauknu mæli að búa út af fyrir sig. Það á kannski kærasta en hefur ekki fyrir því að búa saman. Þola ekki hömlurnar sem því fylgja. Danir eru single. Við Íslendingar erum hins vegar brúðkaupsóðir og viljum hafa veisluna mikla og stóra. Kannski af því að við eigum ekkert kóngafólk til þess að horfa á giftast. Brúðkaupið þarf því að vera konunglegt. Áður en giftingin getur orðið að veruleika þarf að sjá um nokkra hluti. Panta hljóðfæraleikara, kirkju, prest, sal, mat, vín, búa til boðskort og svona mætti lengi, lengi, lengi telja. Og allt kostar þetta pening. Ég hef heyrt tölur sem eru stjarnfræðilegar. Brúðkaup sem kosti milljón. Það er farið út í næsta banka og tekið lán fyrir herlegheitunum. Ég bíð eftir að fólki verði boðið upp á hundrað prósenta brúðkaupslán. Þetta á jú að endast til æviloka. Varla sniðug fjárfesting þar sem á síðasta ári voru 552 lögskilnaðir. Einhver laug því að mér að þrjátíu prósent hjónabanda enduðu í skilnaði. Þegar foreldrar mínir giftu sig var athöfnin látlaus. Veislan var haldin heima hjá ömmu minni sem jafnframt eldaði veislumatinn. Þegar ég skoðaði myndir af veislunni velti ég því fyrir mér að ef þau hefðu gert eins og unga fólkið í dag væru þau þá enn þá að borga af veislunni? Mikilvægasti atburðurinn virðist þó vera steggjunin og gæsunin. Órjúfanlegur hluti af hjónavígslunni. Vinir og kunningjar draga tilvonandi hjónakorn út á lífið. "Þú verður að ná að skemmta þér áður en þú verður njörvaður niður í hlekki hjónabandsins," er stríðsöskrið. Svo er farið í bæinn og hvergi má aðilinn sjá verðandi maka sinn. Hann verður að vera drukkinn og tilbúinn í allt. Ágætur prestur sagði mér sögu fyrir ekki margt löngu. Brúðguminn hafði komið til hans og játaði fyrir honum syndir sínar. Hann hafði átt vingott við stúlku sem ekki var sú sem hann ætlaði að giftast. Þetta gerðist í steggjuninni. Presturinn sagði þetta ekki vera einsdæmi. Brúðguminn ákvað að láta slag standa, enda kostnaðurinn við brúðkaupið kominn upp úr öllu valdi. Hann gæti ekki blásið það af á þessari stundu. Presturinn aumkaði sig ekki yfir manninum þegar hann sá andlitið á honum á brúðkaupsdaginn. Þegar brúðarvalsinn fór að hljóma og stoltur faðir leiddi dóttur sína niður kirkjugólfið féllu tár hjá drengnum. Ekki voru þetta gleðitár heldur hafði hann svona líka nagandi samviskubit. Presturinn var þess handviss að þau yrðu kominn inn á skrifstofu til sín innan tveggja ára með skilnaðarpappíra. Brúðkaupið er að leysast upp í vitleysu. Fólk giftir sig eins og kóngafólk. Það þarf allt að vera flott, glæsilegt og rándýrt. Steggjunin og gæsunin þarf að vera eins öfgafull og hægt er, rándýr og helst þurfa verðandi brúðhjón að framkvæma eitthvað sem þau sjá eftir alla sína ævi. Það að giftast er alls ekki slæm ákvörðun. Langt því frá. Ef vissan er fyrir hendi þarf hvorki gæsun né steggjun til þess að sannfærast. Það er væntanlega ekki vont að þurfa að eyða ævinni með sálufélaganum. Freyr Gígja Gunnarsson -freyrgigja@frettabladid.is
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar