Phoenix 0 - San Antonio 2 25. maí 2005 00:01 Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli. Leikurinn í nótt var eins og búast mátti við, frábær skemmtun og bauð upp á ótrúleg tilþrif. Spurs voru yfirleitt skrefinu í undan í leiknum, en heimamenn áttu góðar rispur inn á milli með Steve Nash fremstan í flokki. Nash varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora yfir 25 stig og gefa 10 stoðsendingar, fjórða leikinn í röð. Hann lék frábærlega og bar Phoenix á herðum sér ásamt Amare Stoudemire, en Spurs voru einfaldlega of sterkir fyrir þá í nótt. Tim Duncan skoraði 25 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleik og þeir Manu Ginobili og Robert Horry hittu úr gríðarlega mikilvægum skotum í blálokin og tryggðu Spurs afar þægilega stöðu í einvígi liðanna, því engu liði svo seint í úrslitakeppninni hefur tekist að koma til baka eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli. Ljóst er að Suns eru langt í frá hættir og eiga ekki eftir að gefast upp án blóðugrar baráttu. "Við megum ekki leggja árar í bát og hætta núna þó við séum með góða stöðu. Phoenix er með hörkulið og geta svo sannarlega bitið frá sér. Þeir munu spila upp á stoltið og eins og þeir hafi engu að tapa, svo við verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinum," sagði Tony Parker hjá San Antonio. "Við erum með reynt lið og við vitum upp á hár hvað á að gera í svona aðstæðum," sagði Robert Horry sallarólegur þegar hann var spurður út í góðan leik sinn á lokamínútunum, þar sem hann skoraði meðal annars gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu. "Við þurfum ekkert að tala sérstaklega um það, menn vita hvað er í húfi," bætti Horry við, en hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum. "Það er ekki eins og við séum að leika eitthvað illa, það eru bara þeir sem eru að leika svo ofur-vel," sagði Steve Nash, sem reyndar fékk tækifæri til að jafna metin með þrigga stiga skoti á hlaupum í lokin en hitti ekki. "Þeir eru búnir að vera rosalegir í fjórða leikhlutanum," bætti hann við um San Antonio. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (8 frák), Steve Nash 29 stig (15 stoðs), Quentin Richardson 18 stig, Shawn Marion 11 stig (12 frák), Steven Hunter 7 stig, Jimmy Jackson 6 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 30 stig (8 frák), Manu Ginobili 26 stig, Tony Parker 24 stig, Nazr Mohammed 11 stig (8 frák), Robert Horry 10 stig, Brent Barry 5 stig. NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira
Reynsla San Antonio Spurs er of mikil til að liðið kippi sér upp við að lenda undir á útivelli í úrslitakeppninni og í gærkvöldi sýndu leikmenn liðsins svo sannarlega úr hverju þeir eru gerðir með góðum leik í fjórða leikhlutanum. Spurs unnu nauman 111-108 sigur á Phoenix í nótt, eru komnir í 2-0 gegn Suns og eiga næstu tvo leiki á heimavelli. Leikurinn í nótt var eins og búast mátti við, frábær skemmtun og bauð upp á ótrúleg tilþrif. Spurs voru yfirleitt skrefinu í undan í leiknum, en heimamenn áttu góðar rispur inn á milli með Steve Nash fremstan í flokki. Nash varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA deildarinnar til að skora yfir 25 stig og gefa 10 stoðsendingar, fjórða leikinn í röð. Hann lék frábærlega og bar Phoenix á herðum sér ásamt Amare Stoudemire, en Spurs voru einfaldlega of sterkir fyrir þá í nótt. Tim Duncan skoraði 25 af 30 stigum sínum í fyrri hálfleik og þeir Manu Ginobili og Robert Horry hittu úr gríðarlega mikilvægum skotum í blálokin og tryggðu Spurs afar þægilega stöðu í einvígi liðanna, því engu liði svo seint í úrslitakeppninni hefur tekist að koma til baka eftir að hafa tapað tveimur fyrstu leikjunum á heimavelli. Ljóst er að Suns eru langt í frá hættir og eiga ekki eftir að gefast upp án blóðugrar baráttu. "Við megum ekki leggja árar í bát og hætta núna þó við séum með góða stöðu. Phoenix er með hörkulið og geta svo sannarlega bitið frá sér. Þeir munu spila upp á stoltið og eins og þeir hafi engu að tapa, svo við verðum að passa okkur að sofna ekki á verðinum," sagði Tony Parker hjá San Antonio. "Við erum með reynt lið og við vitum upp á hár hvað á að gera í svona aðstæðum," sagði Robert Horry sallarólegur þegar hann var spurður út í góðan leik sinn á lokamínútunum, þar sem hann skoraði meðal annars gríðarlega mikilvæga þriggja stiga körfu. "Við þurfum ekkert að tala sérstaklega um það, menn vita hvað er í húfi," bætti Horry við, en hann hefur unnið fimm meistaratitla á ferli sínum. "Það er ekki eins og við séum að leika eitthvað illa, það eru bara þeir sem eru að leika svo ofur-vel," sagði Steve Nash, sem reyndar fékk tækifæri til að jafna metin með þrigga stiga skoti á hlaupum í lokin en hitti ekki. "Þeir eru búnir að vera rosalegir í fjórða leikhlutanum," bætti hann við um San Antonio. Atkvæðamestir í liði Phoenix:Amare Stoudemire 37 stig (8 frák), Steve Nash 29 stig (15 stoðs), Quentin Richardson 18 stig, Shawn Marion 11 stig (12 frák), Steven Hunter 7 stig, Jimmy Jackson 6 stig.Atkvæðamestir hjá San Antonio:Tim Duncan 30 stig (8 frák), Manu Ginobili 26 stig, Tony Parker 24 stig, Nazr Mohammed 11 stig (8 frák), Robert Horry 10 stig, Brent Barry 5 stig.
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Sport Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Fleiri fréttir Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Djokovic varð að játa sig sigraðan Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Alcaraz í úrslit Wimbledon þriðja árið í röð Tók fjóra daga þegar hún var tíu ára en getur nú unnið fimmta árið í röð Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sjá meira