Handbolti

Giorgi Dik­ha­minjia aftur til Ís­lands

Siggeir Ævarsson skrifar
Giorgi Dikhaminjia skrifaði undir hjá KA í dag
Giorgi Dikhaminjia skrifaði undir hjá KA í dag Mynd www.ka.is

Handknattleiksdeild KA hefur samið við georgíska landsliðsmanninn Giorgi Dik­ha­minjia um að leika með liðinu í vetur. Giorgi, sem er 28 ára gamall og 188 cm á hæð, leikur oftast sem hægri skytta en getur einnig leyst af í horninu.

Giorgi er landsliðsmaður Georgíu og ættu stuðningsmenn landsliðsins að kannast við kauða en hann skoraði níu mörk gegn Íslandi þegar liðin mættust síðasta vetur í Georgíu. Til KA kemur hann frá pólska liðinu KS Azoty-Pulawy en hann lék um skamma hríð á Íslandi 2019 með HK.

KA-menn tilkynntu um komu Giorgi á vefsíðu sinni fyrr í dag og þar á bæ eru allir spenntir:

„Við erum afar spennt fyrir komu hans hingað norður en öll samskipti okkar við Giorgi og hans fólk hafa verið afar jákvæð og fagleg. Það verður afar spennandi að sjá til hans í gula og bláa búningnum og ljóst að hann mun styrkja okkar unga og efnilega lið sem verður að mestu byggt upp af KA strákum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×