Titillinn til Texas? 11. apríl 2005 00:01 Flestir bjuggust við því að stjörnum prýtt lið Los Angeles Lakers myndi hreppa meistaratitilinn í fyrra, en öskubuskulið Detroit Pistons stal senunni og vann nokkuð öruggan sigur, sem verður að teljast ein af óvæntustu úrslitum í sögu NBA-deildarinnar. Aldrei má afskrifa meistarana sjálfa og eins og sagan ber með sér hefur aðeins einu liði í nær 20 ár ekki tekist að vinna tvo titla í röð. Árið í ár verður hinsvegar ár San Antonio Spurs, sem hefur á að skipa besta liði NBA-deildarinnar. Það verður að teljast Shaquille O´Neal til tekna að með flutningi hans í sólina á Flórída, þegar hann ákvað að ganga til liðs við Miami Heat, skrifaði hann landakortið í NBA upp á nýtt. Það sýnir best hve gríðarlega öflugur leikmaður hann er að hann hefur tekið lið sem var í besta falli efnilegt og gert það að meistaraefni, meðan gamla liðið hans er komið á haugana. Miami fer eins langt og Shaquille O´Neal fer með það, með dyggri aðstoð rísandi stjörnunnar, Dwayne Wade. Meistararnir í Detroit hafa átt í miklu basli í vetur, en það er trú flestra að þegar í úrslitakeppnina er komið, verði vandamál vetrarins skilin eftir heima og einbeitingin höfð í fyrirrúmi. Eins og áður sagði hefur liðið allt til brunns að bera sem sönn meistaralið hafa haft í gegnum tíðina, nema hvað að í liðið vantar sanna súperstjörnu, en það kom hreint ekki að sök í fyrra þegar liðið stormaði í átt að titlinum, öllum að óvörum, og Larry Brown sér til þess að liðið verður erfitt viðureignar. Fleiri lið í Austurdeildinni eru vart til stórræða í úrslitakeppninni. Lið Indiana Pacers hefur háð hetjulega baráttu í vetur, en má sín lítils vegna mannfæðar eftir slagsmálin frægu við Detroit, sem og vegna meiðsla lykilmanna. Chicago Bulls verða án efa það lið sem enginn vill mæta í keppninni, því þeir eru ungir, hungraðir, spila góðan varnarleik og eru vel þjálfaðir, sem er uppskrift að óvæntum úrslitum. Í Vesturdeildinni hafa lið eins og Phoenix Suns, Seattle Supersonics og Dallas Mavericks farið mikinn í vetur, með hraðan og skemmtilegan sóknarleik í fyrirrúmi. Þessi lið geta á góðum degi velgt hvaða liði sem er undir uggum, en sagan undanfarin ár sýnir glöggt fram á að slík lið endast ekki lengi þegar í alvöruna er komið. Eins og Chicago Bulls austanmegin, er Denver Nuggets það lið í Vesturdeildinni sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, því þeir hafa verið á rosalegri siglingu undanfarið undir stjórn George Karl þjálfara. Þá er ótalið liðið sem ég vil meina að fari alla leið í ár, lið San Antonio Spurs. Spurs hafa á að skipa gríðarlega sterku liði sem í fljótu bragði hefur aðeins tvo veikleika. Skyttur liðsins brugðust þegar liðið féll úr keppni fyrir Lakers í fyrra, í einni rosalegustu seríu í áraraðir og þá hefur vítanýting liðsins verið Akkilesarhæll þess undanfarin ár, en þar fyrir utan er lið San Antonio einfaldlega sterkasta liðið í NBA í dag. Leikaðferð liðsins er einföld, því allar sóknaraðgerðir liðsins fara í gegnum besta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu árum, Tim Duncan. Hann er aðalstjarna liðsins og sættir sig við það hlutverk eins og allir aðrir í liðinu. Þeir Tony Parker og Manu Ginobili eru ört vaxandi leikmenn, sem liðið hefur sankað að sér með það fyrir augum að byggja í kringum Duncan og ekki er ónýtt fyrir liðið að vera með menn eins og Robert Horry, Brent Barry, Bruce Bowen og Glenn Robinson honum til aðstoðar. Varnarleikur liðsins er feiknasterkur og leikaðferð liðsins gengur út á að keyra andstæðinga sína í kaf, strax í byrjun leiks. Þegar þetta tekst, sem það yfirleitt gerir, eiga andstæðingarnir litla möguleika á að ná að gera það sem þeir settu upp með og er refsað með hraðaupphlaupum. Varamannabekkur liðsins er ekki sá sterkasti í deildinni, en á honum sitja menn sem þekkja sitt hlutverk til hlítar og vita til hvers af þeim er ætlast. Liðið er þjálfað af hinum stranga snillingi Gregg Popovich, sem hefur tvisvar gert liðið að NBA-meisturum og veit því nákvæmlega hvað til þarf til að ná árangri. Nokkur meiðsli hafa verið að há liðinu að undanförnu og gætu þau að vísu sett eilítið strik í reikninginn, en verði lið Spurs nálægt sínu besta formi á næstu tveimur mánuðum, fer bikarinn til Texas í júní - svo mikið er víst. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Mest lesið Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Flestir bjuggust við því að stjörnum prýtt lið Los Angeles Lakers myndi hreppa meistaratitilinn í fyrra, en öskubuskulið Detroit Pistons stal senunni og vann nokkuð öruggan sigur, sem verður að teljast ein af óvæntustu úrslitum í sögu NBA-deildarinnar. Aldrei má afskrifa meistarana sjálfa og eins og sagan ber með sér hefur aðeins einu liði í nær 20 ár ekki tekist að vinna tvo titla í röð. Árið í ár verður hinsvegar ár San Antonio Spurs, sem hefur á að skipa besta liði NBA-deildarinnar. Það verður að teljast Shaquille O´Neal til tekna að með flutningi hans í sólina á Flórída, þegar hann ákvað að ganga til liðs við Miami Heat, skrifaði hann landakortið í NBA upp á nýtt. Það sýnir best hve gríðarlega öflugur leikmaður hann er að hann hefur tekið lið sem var í besta falli efnilegt og gert það að meistaraefni, meðan gamla liðið hans er komið á haugana. Miami fer eins langt og Shaquille O´Neal fer með það, með dyggri aðstoð rísandi stjörnunnar, Dwayne Wade. Meistararnir í Detroit hafa átt í miklu basli í vetur, en það er trú flestra að þegar í úrslitakeppnina er komið, verði vandamál vetrarins skilin eftir heima og einbeitingin höfð í fyrirrúmi. Eins og áður sagði hefur liðið allt til brunns að bera sem sönn meistaralið hafa haft í gegnum tíðina, nema hvað að í liðið vantar sanna súperstjörnu, en það kom hreint ekki að sök í fyrra þegar liðið stormaði í átt að titlinum, öllum að óvörum, og Larry Brown sér til þess að liðið verður erfitt viðureignar. Fleiri lið í Austurdeildinni eru vart til stórræða í úrslitakeppninni. Lið Indiana Pacers hefur háð hetjulega baráttu í vetur, en má sín lítils vegna mannfæðar eftir slagsmálin frægu við Detroit, sem og vegna meiðsla lykilmanna. Chicago Bulls verða án efa það lið sem enginn vill mæta í keppninni, því þeir eru ungir, hungraðir, spila góðan varnarleik og eru vel þjálfaðir, sem er uppskrift að óvæntum úrslitum. Í Vesturdeildinni hafa lið eins og Phoenix Suns, Seattle Supersonics og Dallas Mavericks farið mikinn í vetur, með hraðan og skemmtilegan sóknarleik í fyrirrúmi. Þessi lið geta á góðum degi velgt hvaða liði sem er undir uggum, en sagan undanfarin ár sýnir glöggt fram á að slík lið endast ekki lengi þegar í alvöruna er komið. Eins og Chicago Bulls austanmegin, er Denver Nuggets það lið í Vesturdeildinni sem enginn vill mæta í fyrstu umferð úrslitakeppninnar, því þeir hafa verið á rosalegri siglingu undanfarið undir stjórn George Karl þjálfara. Þá er ótalið liðið sem ég vil meina að fari alla leið í ár, lið San Antonio Spurs. Spurs hafa á að skipa gríðarlega sterku liði sem í fljótu bragði hefur aðeins tvo veikleika. Skyttur liðsins brugðust þegar liðið féll úr keppni fyrir Lakers í fyrra, í einni rosalegustu seríu í áraraðir og þá hefur vítanýting liðsins verið Akkilesarhæll þess undanfarin ár, en þar fyrir utan er lið San Antonio einfaldlega sterkasta liðið í NBA í dag. Leikaðferð liðsins er einföld, því allar sóknaraðgerðir liðsins fara í gegnum besta leikmann NBA-deildarinnar á síðustu árum, Tim Duncan. Hann er aðalstjarna liðsins og sættir sig við það hlutverk eins og allir aðrir í liðinu. Þeir Tony Parker og Manu Ginobili eru ört vaxandi leikmenn, sem liðið hefur sankað að sér með það fyrir augum að byggja í kringum Duncan og ekki er ónýtt fyrir liðið að vera með menn eins og Robert Horry, Brent Barry, Bruce Bowen og Glenn Robinson honum til aðstoðar. Varnarleikur liðsins er feiknasterkur og leikaðferð liðsins gengur út á að keyra andstæðinga sína í kaf, strax í byrjun leiks. Þegar þetta tekst, sem það yfirleitt gerir, eiga andstæðingarnir litla möguleika á að ná að gera það sem þeir settu upp með og er refsað með hraðaupphlaupum. Varamannabekkur liðsins er ekki sá sterkasti í deildinni, en á honum sitja menn sem þekkja sitt hlutverk til hlítar og vita til hvers af þeim er ætlast. Liðið er þjálfað af hinum stranga snillingi Gregg Popovich, sem hefur tvisvar gert liðið að NBA-meisturum og veit því nákvæmlega hvað til þarf til að ná árangri. Nokkur meiðsli hafa verið að há liðinu að undanförnu og gætu þau að vísu sett eilítið strik í reikninginn, en verði lið Spurs nálægt sínu besta formi á næstu tveimur mánuðum, fer bikarinn til Texas í júní - svo mikið er víst. Baldur Beck - baldur@frettabladid.is
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar