Mjór en máttugur 30. mars 2005 00:01 Keflvíkingar unnu þrjá síðustu leiki sína í undanúrslitunum Intersportdeildarinnar í körfubolta gegn ÍR af miklu öryggi þar sem það var augljóst að Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára höfðu meiri breidd og miklu meiri orku til þess að spila á fullum krafti í þessum leikjum sem liðið vann samtals með 69 stiga mun eða 23 stigum að meðaltali. ÍR-ingar komu fullir sjálfstrausti inn í einvígið og unnu óvæntan baráttusigur í fyrsta leiknum í Keflavík en vöktu um leið Keflavíkurhraðlestina sem var ekki stöðvuð eftir að hún komst af stað. Það eru margir kallaðir í Keflavíkurliðinu þegar kemur að því að útnefna bestu og mikilvægustu leikmenn liðsins en einn sá allra mikilvægasti er sjáldnast áberandi í stigaskorunni en skilar hlutverki sínu í liðinu af sérstakri ósérhlífni og með smitandi baráttu. Jón Nordal Hafsteinsson sýndi og sannaði sig sem lykilmann Keflavíkur í einvíginu gegn ÍR. Hann komi inn í byrjunarliðið þar sem fyrirliðinn Gunnar Einarsson meiddist í átta liða úrslitunum, spilaði frábærlega í vörninni og elti uppi alla lausa bolta auk þess að skila sínu í sóknarleiknum. Það er oft erfitt að meta áhrif einstakra leikmanna á gengi liðsins en ein leiðin er að skoða gengi liðsins þegar ákveðinn leikmaður er inn á vellinum. Það kemur kannski ekki aðdáenum "Jonna" á óvart að Keflavíkurliðinu gekk best með hann inná. Keflavík vann þannig þær 92 mínútur og 7 sekúndur sem strákurinn spilaði í einvíginu með 69 stigum, 213-144, en tapaði hinsvegar þeim 67 mínútum og 53 sekúndum sem liðið lék án hans með 8 stigum, 159-167. Jón Nordal var annar tveggja leikmanna liðsins þar sem Keflavík tapaði þeim tíma sem þeir sátu á bekknum en hinn er Anthony Glover en liðið tapaði þeim rúmu 43 mínútum sem það var án hans með 5 stigum. Keflavík vann alla leikina fjóra með "Jonna" inná, meðal annars þann fyrsta með þremur stigum (53-50) en ÍR vann hann eins og áður sagði með átta stiga mun. Jón Nordal var einnig sá íslenski leikmaður sem skilaði mestu til síns liðs í einvíginu samkvæmt NBA-framlagsjöfnunni en hann var með 7,8 stig og 6,3 fráköst að meðaltali á þeim 22,5 mínútum sem að spilaði í leik auk þess að nýta skotin sín 56%. Jón tók flest sóknafráköst allra í einvíginu (17 eða 4,3 í leik) og aðeins Nick Bradford (21) var með fleiri stopp í einvíginu en Jón stal 8 boltum og varði 7 skot í leikjunum fjórum. Það skoruðu kannski níu leikmenn í einvíginu fleiri stig en Jón Nordal Hafsteinsson en það er samt mjög erfitt að finna mikilvægari leikmann en hinn 24 ára framherja Keflavíkur. Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Keflvíkingar unnu þrjá síðustu leiki sína í undanúrslitunum Intersportdeildarinnar í körfubolta gegn ÍR af miklu öryggi þar sem það var augljóst að Íslandsmeistarar síðustu tveggja ára höfðu meiri breidd og miklu meiri orku til þess að spila á fullum krafti í þessum leikjum sem liðið vann samtals með 69 stiga mun eða 23 stigum að meðaltali. ÍR-ingar komu fullir sjálfstrausti inn í einvígið og unnu óvæntan baráttusigur í fyrsta leiknum í Keflavík en vöktu um leið Keflavíkurhraðlestina sem var ekki stöðvuð eftir að hún komst af stað. Það eru margir kallaðir í Keflavíkurliðinu þegar kemur að því að útnefna bestu og mikilvægustu leikmenn liðsins en einn sá allra mikilvægasti er sjáldnast áberandi í stigaskorunni en skilar hlutverki sínu í liðinu af sérstakri ósérhlífni og með smitandi baráttu. Jón Nordal Hafsteinsson sýndi og sannaði sig sem lykilmann Keflavíkur í einvíginu gegn ÍR. Hann komi inn í byrjunarliðið þar sem fyrirliðinn Gunnar Einarsson meiddist í átta liða úrslitunum, spilaði frábærlega í vörninni og elti uppi alla lausa bolta auk þess að skila sínu í sóknarleiknum. Það er oft erfitt að meta áhrif einstakra leikmanna á gengi liðsins en ein leiðin er að skoða gengi liðsins þegar ákveðinn leikmaður er inn á vellinum. Það kemur kannski ekki aðdáenum "Jonna" á óvart að Keflavíkurliðinu gekk best með hann inná. Keflavík vann þannig þær 92 mínútur og 7 sekúndur sem strákurinn spilaði í einvíginu með 69 stigum, 213-144, en tapaði hinsvegar þeim 67 mínútum og 53 sekúndum sem liðið lék án hans með 8 stigum, 159-167. Jón Nordal var annar tveggja leikmanna liðsins þar sem Keflavík tapaði þeim tíma sem þeir sátu á bekknum en hinn er Anthony Glover en liðið tapaði þeim rúmu 43 mínútum sem það var án hans með 5 stigum. Keflavík vann alla leikina fjóra með "Jonna" inná, meðal annars þann fyrsta með þremur stigum (53-50) en ÍR vann hann eins og áður sagði með átta stiga mun. Jón Nordal var einnig sá íslenski leikmaður sem skilaði mestu til síns liðs í einvíginu samkvæmt NBA-framlagsjöfnunni en hann var með 7,8 stig og 6,3 fráköst að meðaltali á þeim 22,5 mínútum sem að spilaði í leik auk þess að nýta skotin sín 56%. Jón tók flest sóknafráköst allra í einvíginu (17 eða 4,3 í leik) og aðeins Nick Bradford (21) var með fleiri stopp í einvíginu en Jón stal 8 boltum og varði 7 skot í leikjunum fjórum. Það skoruðu kannski níu leikmenn í einvíginu fleiri stig en Jón Nordal Hafsteinsson en það er samt mjög erfitt að finna mikilvægari leikmann en hinn 24 ára framherja Keflavíkur.
Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira