NBA í nótt 16. mars 2005 00:01 Nokkrir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Miami Heat vann sinn 10. leik í röð þegar þeir sigruðu New York Knicks á útivelli 98-96. Það var Wade sem gerði sigurkörfu Heat á síðustu sekúndum leiksins og var stigahæstur í liði sínu með 24 stig. Miami varð með sigrinum, fyrsta liðið í deildinni til að tryggja sig í úrslitakeppnina. Allen Iverson og Kobe Bryant háðu mikið einvígi í Philadelphia, þegar heimamenn tóku á móti Los Angeles Lakers. Það var Iverson sem hafði betur í einvíginu og í leiknum því hann skoraði 36 stig og leiddi lið sitt til sigurs 108-91. Iverson gaf auk þess 9 stoðsendingar í leiknum, en mótherji hans Kobe Bryant skoraði 20 stig og ljóst að Lakers liðið þarf að taka sig á ef þeir ætla að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Stuðningsmenn Cleveland Cavaliers voru búnir að bíða lengi eftir endurkomu fyrrum leikmanns liðsins Carlos Boozer, sem skrifaði undir samning hjá Utah Jazz á vafasaman hátt í fyrra, en varð ekki að ósk sinni þegar Utah liðið kom í heimsókn í gær því leikmaðurinn varð eftir heima meiddur. Það kom þó ekki í veg fyrir að Utah fengi óblíðar móttökur í gær, bæði innan vallar sem utan og voru gersigraðir af spræku Cleveland liði 92-73. LeBron James fór hamförum í leiknum og þrátt fyrir að leika fáar mínútur, lauk hann leik með 36 stig. Jerry Sloan sagði eftir leikinn að sínir menn í Utah hefðu líklega tapað leiknum með 80 stiga mun ef James hefði leikið allann leikinn. Rashard Lewis átti frábæran leik fyrir Seattle sem lagði Chicago á útivelli og skoraði 30 stig og hitti úr 11 af 14 skotum sínum í leiknum. Seattle vann 99-93 og hefndi þar með tapsins fyrir Bulls á heimavelli sínum fyrir skömmu. Seattle hefur nú unnið 22 af 30 útileikjum sínum í vetur, sem er ótrúlegur árangur. Minnesota náði að leggja Dallas nokkuð óvænt á útivelli, 100-91 á bak við enn einn stórleikinn frá Kevin Garnett sem skoraði 25 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá lagði Sacramento lið Orlando 105-94 í Sacramento, þar sem Serbinn Peja Stojakovic skoraði 27 stig, en kappinn hefur valdið nokkrum vonbrigðum í vetur með slökum leik. Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira
Nokkrir leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Miami Heat vann sinn 10. leik í röð þegar þeir sigruðu New York Knicks á útivelli 98-96. Það var Wade sem gerði sigurkörfu Heat á síðustu sekúndum leiksins og var stigahæstur í liði sínu með 24 stig. Miami varð með sigrinum, fyrsta liðið í deildinni til að tryggja sig í úrslitakeppnina. Allen Iverson og Kobe Bryant háðu mikið einvígi í Philadelphia, þegar heimamenn tóku á móti Los Angeles Lakers. Það var Iverson sem hafði betur í einvíginu og í leiknum því hann skoraði 36 stig og leiddi lið sitt til sigurs 108-91. Iverson gaf auk þess 9 stoðsendingar í leiknum, en mótherji hans Kobe Bryant skoraði 20 stig og ljóst að Lakers liðið þarf að taka sig á ef þeir ætla að eiga möguleika á sæti í úrslitakeppninni. Stuðningsmenn Cleveland Cavaliers voru búnir að bíða lengi eftir endurkomu fyrrum leikmanns liðsins Carlos Boozer, sem skrifaði undir samning hjá Utah Jazz á vafasaman hátt í fyrra, en varð ekki að ósk sinni þegar Utah liðið kom í heimsókn í gær því leikmaðurinn varð eftir heima meiddur. Það kom þó ekki í veg fyrir að Utah fengi óblíðar móttökur í gær, bæði innan vallar sem utan og voru gersigraðir af spræku Cleveland liði 92-73. LeBron James fór hamförum í leiknum og þrátt fyrir að leika fáar mínútur, lauk hann leik með 36 stig. Jerry Sloan sagði eftir leikinn að sínir menn í Utah hefðu líklega tapað leiknum með 80 stiga mun ef James hefði leikið allann leikinn. Rashard Lewis átti frábæran leik fyrir Seattle sem lagði Chicago á útivelli og skoraði 30 stig og hitti úr 11 af 14 skotum sínum í leiknum. Seattle vann 99-93 og hefndi þar með tapsins fyrir Bulls á heimavelli sínum fyrir skömmu. Seattle hefur nú unnið 22 af 30 útileikjum sínum í vetur, sem er ótrúlegur árangur. Minnesota náði að leggja Dallas nokkuð óvænt á útivelli, 100-91 á bak við enn einn stórleikinn frá Kevin Garnett sem skoraði 25 stig, hirti 12 fráköst og gaf 7 stoðsendingar. Þá lagði Sacramento lið Orlando 105-94 í Sacramento, þar sem Serbinn Peja Stojakovic skoraði 27 stig, en kappinn hefur valdið nokkrum vonbrigðum í vetur með slökum leik.
Körfubolti Mest lesið Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Körfubolti Ísland náði jafntefli gegn Spáni Fótbolti William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Valskonur óstöðvandi Handbolti „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Handbolti Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Fótbolti Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Fleiri fréttir Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Valskonur óstöðvandi William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram Frestað vegna veðurs „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Íslendingar hjálpuðu við að setja heimsmet í New York Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Wendell Green rekinn frá Keflavík Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Eldamennskan stærsta áskorunin Sjá meira