Óvirk og máttlaus gagnrýni Páll Baldvin Baldvinsson skrifar 8. nóvember 2004 00:01 Egill Helgason fjallaði í DV á laugardaginn um hlutskipti gagnrýnenda í lofflaumi samfélagsins um bókmenntir og listir, hvernig þeir fáu sem leggðu fyrir sig opinskáa og hreinskipta gagnrýni væru nánast ofsóttir. Sá sem hér slær lykla tók að gagnrýna opinberlega skömmu fyrir tvítugt og hefur birt gagnrýni um leiklist á sviði, í útvarpi og sjónvarpi , kvikmyndir, bókmenntir, tónleika og hljómplötur, öðru hvoru í rúmlega þrjá áratugi í miðla eins og Stöð 2 og Ríkisútvarpið , Tímann, Þjóðviljann, DV og Helgarpóstinn. Auðvitað vekur gagnrýni viðbrögð: í besta falli skilning og áhuga, jafnvel rökstutt andmæli og samtal. Í versta falli óvild, jafnvel hatur og félagslegt einelti - útskúfun, jafnvel líkamsárásir. Hún getur vakið meinsemi (gaman að sjá hvernig þú fórst með hann) eða samúð, viðurkenningu og andúð (hvernig þykist þú hafa vit á), andstöðu og samþykki (hjartanlega sammála þér en þú hefðir getað orðað það öðruvísi). Og þegar lof er borið á borð í einhvern tíma vaknar gamalkunnugt viðbragð: Þú ert nú farinn að slappast - orðinn sellát. Allt þetta hefur maður reynt í þessum sex lotum gagnrýni sem liðnar eru og þeirri sjöundu sem nú stendur. Og svo stendur maður vopnabræður sína að hugleysinu. Sér hvernig menn, karlar og konur, víkja sér undan því að tala umbúðalaust, tafsa á skoðun sinni, afsaka viðfangsefnið; hugleysið drýpur af íslenskri gagnrýni - nálægðin gerir mönnum erfitt fyrir - það er óbærilegt að segja eitthvað um einstaklinginn sem þú hittir seinna á götu, í bíó eða á bar. Það eru ekki allir sem þola að um verk þeirra sé fjallað nema hrósi. Lof vilja allir heyra.Dýpst sökkva þeir höfundar sem ásaka gagnrýnendur sína um að hafa ekki lesið bókina eða leikritið, einstaklingar sem eiga svo erfitt með að kyngja opinberri gagnrýni að þeir svara til baka með slíkum ásökunum: hafði bersýnilega ekki lesið bókina - segir einn HH - Hæstvirtur Höfundur - núna um helgina, annar HH svarar skrifum um verk sitt með hrósi um tvo gagnrýnendur sem hafi lesið leikrit sitt og séu þar af leiðandi "metnaðarfullir" en kúkar um leið á hin tvö sem löstuðu það - en hafa hugsanlega líka lesið það. Þannig getur gagnrýni kallað fram í prýðilega greindu fólki ótrúlega lágkúru og það smeygt henni inn á hinn opinbera vettvang.Óvirk og máttlaus gagnrýni er partur af samfélagslegu meini, þöggun sem teigir sig um samfélagið allt og er hluti af ófrelsi sem þegnarnir hafa sætt sig við. Sjálfstæð og skörp gagnrýni er mikilvægasti hluti af hinu borgaralega frelsi, höfundar sem sem leggjast gegn henni af því að hún særir stolt þeirra eru helsismenn og verða að læra að beina heift sinni annað eða hitt að vera menn til að taka henni.Páll Baldvin Baldvinsson -pbb@dv.is. Grein þessi birtist í DV á mánudaginn 8. nóvember. Hún er endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar og ritstjóra blaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gestapennar Í brennidepli Páll Baldvin Baldvinsson Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Egill Helgason fjallaði í DV á laugardaginn um hlutskipti gagnrýnenda í lofflaumi samfélagsins um bókmenntir og listir, hvernig þeir fáu sem leggðu fyrir sig opinskáa og hreinskipta gagnrýni væru nánast ofsóttir. Sá sem hér slær lykla tók að gagnrýna opinberlega skömmu fyrir tvítugt og hefur birt gagnrýni um leiklist á sviði, í útvarpi og sjónvarpi , kvikmyndir, bókmenntir, tónleika og hljómplötur, öðru hvoru í rúmlega þrjá áratugi í miðla eins og Stöð 2 og Ríkisútvarpið , Tímann, Þjóðviljann, DV og Helgarpóstinn. Auðvitað vekur gagnrýni viðbrögð: í besta falli skilning og áhuga, jafnvel rökstutt andmæli og samtal. Í versta falli óvild, jafnvel hatur og félagslegt einelti - útskúfun, jafnvel líkamsárásir. Hún getur vakið meinsemi (gaman að sjá hvernig þú fórst með hann) eða samúð, viðurkenningu og andúð (hvernig þykist þú hafa vit á), andstöðu og samþykki (hjartanlega sammála þér en þú hefðir getað orðað það öðruvísi). Og þegar lof er borið á borð í einhvern tíma vaknar gamalkunnugt viðbragð: Þú ert nú farinn að slappast - orðinn sellát. Allt þetta hefur maður reynt í þessum sex lotum gagnrýni sem liðnar eru og þeirri sjöundu sem nú stendur. Og svo stendur maður vopnabræður sína að hugleysinu. Sér hvernig menn, karlar og konur, víkja sér undan því að tala umbúðalaust, tafsa á skoðun sinni, afsaka viðfangsefnið; hugleysið drýpur af íslenskri gagnrýni - nálægðin gerir mönnum erfitt fyrir - það er óbærilegt að segja eitthvað um einstaklinginn sem þú hittir seinna á götu, í bíó eða á bar. Það eru ekki allir sem þola að um verk þeirra sé fjallað nema hrósi. Lof vilja allir heyra.Dýpst sökkva þeir höfundar sem ásaka gagnrýnendur sína um að hafa ekki lesið bókina eða leikritið, einstaklingar sem eiga svo erfitt með að kyngja opinberri gagnrýni að þeir svara til baka með slíkum ásökunum: hafði bersýnilega ekki lesið bókina - segir einn HH - Hæstvirtur Höfundur - núna um helgina, annar HH svarar skrifum um verk sitt með hrósi um tvo gagnrýnendur sem hafi lesið leikrit sitt og séu þar af leiðandi "metnaðarfullir" en kúkar um leið á hin tvö sem löstuðu það - en hafa hugsanlega líka lesið það. Þannig getur gagnrýni kallað fram í prýðilega greindu fólki ótrúlega lágkúru og það smeygt henni inn á hinn opinbera vettvang.Óvirk og máttlaus gagnrýni er partur af samfélagslegu meini, þöggun sem teigir sig um samfélagið allt og er hluti af ófrelsi sem þegnarnir hafa sætt sig við. Sjálfstæð og skörp gagnrýni er mikilvægasti hluti af hinu borgaralega frelsi, höfundar sem sem leggjast gegn henni af því að hún særir stolt þeirra eru helsismenn og verða að læra að beina heift sinni annað eða hitt að vera menn til að taka henni.Páll Baldvin Baldvinsson -pbb@dv.is. Grein þessi birtist í DV á mánudaginn 8. nóvember. Hún er endurbirt með góðfúslegu leyfi höfundar og ritstjóra blaðsins.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun